Sameiginlegur tryggingasjóður er rökrétt afleiðing af einum innri markaði.

Þegar Evrópubandalagið setti reglur sínar um tryggingasjóð innstæðna þá var það að reyna að hindra óeðlileg inngrip einstakra ríkja á samkeppnisaðstæðum hins innra markaðar.  Með því að láta fjármálafyrirtækin sjálf fjármagna sjóðina þá var klippt á að stærri ríki gætu hyglað sínum fjármálafyrirtækjum með því að baktryggja innlán þeirra.  Eins var einstökum aðildarríkjum gert erfiðar fyrir að vera með markaðshindrandi aðgerðir á sínum fjarmálamörkuðum þegar sú regla var tekin upp að heimaríki gaf út starfsleyfi sem dugði til starfsemi í öllum öðrum ríkjum hins innra markaðar.

Góð hugsun sem slík, en skrefið var aldrei stigið til fulls.  Of margir og smáir sjóðir gerðu kerfinu ókleyft að takast á við kerfishrun, eða hrun af þeirri stærðargráðu sem venjulegar tryggingarforsendur réðu ekki við.  Sérstaklega getur komið upp krítísk aðstaða þegar bankar frá tiltölulega smáu hagkerfi ná mikilli markaðshlutdeild í stærri hagkerfum.  Og vandinn var aukinn til muna með því að skera á tengsl ríkja að bera aðeins ábyrgð á sínum fjármálamarkaði, því augljóst var að ef kerfið hrundi þá yrði ríkisvaldið að grípa inní.

En ekkert smáríki getur ábyrgst fjármálamarkaði stærri ríkja, enda er girt fyrir þann möguleika í tilskipuninni sem tekur það skýrt fram að hún sé sett til höfuðs ríkisábyrgðar. 

En hver ber þá ábyrgðina?????

Og sú krítíska spurning skall á fullum þunga á Evrópusambandinu þegar íslensku bankarnir hrundu haustið 2008.   Hver ber á ábyrgð á þeim munaðarlausu, sem formlega falla undir tryggingasjóð smáríkis,  en tilheyra fjármálamarkaði mun stærra ríkis????  

Evrópa kaus að krossfesta Ísland og sagði að fyrst að smáríkið hefði leyft bankastofnunum sínum að starfa í öðrum aðildarríkjum, þá bæri landið ábyrgð á hruni þeirra, og þar með þær skyldur að greiða það fé sem uppá vantaði í tryggingasjóð landsins.

Fyrir utan þá staðreynd, að íslensku bankarnir störfuðu eftir evrópskri reglugerð, ekki íslenskri, og að sjálft evrópska regluverkið bannaði ríkisábyrgð, þá er einn mjög augljós rökgalli á þessari lausn.  Smáríki hefur ekki burði til að greiða innstæðutryggingar fyrir stórríki, jafnvel þó fullur vilji væri til þess.  Því þegar ótakmörkuð ríkisábyrgð er ákveðinn, án þess að varnir til að hindra hana eru til staðar, þá hefði skuld íslenska tryggingasjóðsins getað verið 6.500 milljarðar, ekki  650 milljarðar, og þó landið hefði verið selt hæstbjóðanda og landsmenn allir sendir í námur til að vinna fyrir skuldinni, þá hefði það ekki dugað til.  Samt hefðu innistæðueigendur stórríkisins ekki fengið sína ábyrgð bætta.  

Þetta er hinn praktíski galli á "ótakmarkaðri ríkisábyrgð" smáríkja, þau eru of smá til að tryggingasjóðir þeirra geti ábyrgst innlán á stærri fjármálamörkuðum.  Burtséð frá röfli um mannréttindi íbúa, brot á reglum um þrælahald, alþjóðlög um fullveldi þjóða og svo framvegis, sem Evrópusambandið kaus algjörlega að skauta yfir þegar íslenska þjóðin var krossfest, þá gengur lausnin ekki upp.  

Hún er fræðilega ómöguleg.  Smáríki geta ekki ábyrgst innlán hjá stórþjóðum.  

Og á þessum vanda eru aðeins tvær lausnir.  Sú fyrri er að banna smærri ríkjum að leyfa bankastofnunum sínum að starfa á stærri mörkuðum, sem þýðir þá endalok hins innra markaðar, en sú seinni er eins og ég hef margoft bent á í bloggum mínum um hina einu skynsamlegu lausn á ICEsave deilunni, að viðurkenna gallann á regluverkinu og stofna einn sameiginlegan tryggingasjóð  fyrir hinn innra markað. 

Þar með er komin forsenda að tryggingasjóður, fjármagnaður af fjármálafyrirtækjum geti staðið einn og óstuddur, ef hann félli þá væru hamfarirnar af þeirri stærðargráðu, að ríkisvaldi yrði hvort sem er að grípa til aðgerða, og þá samkvæmt reglunni, að þar sem þú greiðir skatt, þar færðu aðstoð, ef þá einhverja aðstoð er að fá.

Og um leið og menn viðurkenna þessa leið, þá er augljóst að það er sameiginlegt verkefni ríkja á hinum innra markaði að leysa fjárhagsvanda íslenska tryggingasjóðsins.  Aðeins þannig getur hugmyndafræði hins innra markaðs gengið upp.  Hin leiðin er að hver beri ábyrgð á sínum, eins og var fyrir hið sameiginlega regluverk, og þá er forsendur hins innra markaðar brostnar.

Og þá er bara að viðurkenna það opinberlega.  Ekki að krossfesta Íslendinga með tilvísun í gallað regluverk sem þeir báru enga ábyrgð á.

Fyrir utan siðleysi þeirrar ákvörðunar, þá veit enginn hver verður næst kúgaður.  Það þrífst ekkert samstarf sem byggist á tortryggni og vantrausti.  Þá er betra að slá strax af hugmyndina um Sameinaða Evrópu.  Viðurkenna  strax að hún hafi verið tálsýn sem gat aldrei gengið upp.

Að krossfesta smáþjóð til að viðhalda lyginni, er stefna sem ber feigðina í för með sér.

Kommúnisminn sannaði að þú byggir ekki hugsjón á blóði saklausra.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Stofna sameiginlegan sjóð innistæðutryggjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð greining á þessu Ómar og ég er fullkomlega sammála annað hvort ertu með sameiginlegan markað eða ekki. Þú getur ekki verið með sameiginlegan markað en landabundinn tryggingarsjóð (allt global eða allt local er málið eins og þú bendir á).

Björn (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 09:33

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir Björn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2010 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 341
  • Sl. sólarhring: 768
  • Sl. viku: 6072
  • Frá upphafi: 1399240

Annað

  • Innlit í dag: 290
  • Innlit sl. viku: 5145
  • Gestir í dag: 272
  • IP-tölur í dag: 270

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband