Leynimakk?? Hefur það gerst áður.

Ég hélt að samstarf stjórnarandstöðunnar við Steingrím hefði gengið svo vel í gegnum tíðina.

Hann hafi alltaf látið stjórnarandstöðuna vita um allar sínar ákvarðanir, og alla þá samninga, og fundi sem hann hefur tekið þátt í;

 

Eftir á.

 

Hafa blessuð börnin ekkert lært???

Leynimakk, kanntu annan.

Kveðja að austan.


mbl.is Grunur um leynimakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Utanþingsstjórn strax ekki annað í boði vegna flokksræðis og spillingar.

Verjum lýðræðið.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ekki samt ef það eru þeir ráðgjafar sem móta núverandi stjórnarstefnu.  Og klappa upp AGS og þá 60% greiðslubyrði sem verður ef áætlanir sjóðsins ganga eftir.

Minni aðeins á  þetta  vegna þess að fólk þarf að vita hvað á að koma  í staðinn.  Búsáhaldabyltingin klappaði upp Þorvald Gylfa og Gylfa Magnússon.  Þeir svo báðu aftur á móti um AGS.  Þóttust hafa meiri vit á hagfræði en Michael Hudson og Joseph Stiglitz.

Og hvað með alla  þá þúsundir, sem telja sig á móti núverandi spillingu og klappa upp mesta fíflið í íslenskri hagfræðistétt, bara vegna þess að hann er góður að segja aulabrandara  og hrópa spilling, spilling.

Eða alla þá sem ætla að leysa núverandi skuldastöðu með því að taka um 700 milljarða að láni í frekari stóriðjuuppbyggingu sem mun skila svona 3-4000 manns vinnu, en hálfgjaldþrota þjóðfélag verður algjörlega gjaldþrota, því greiðsla á skuldum kemur á undan tekjuflæðinu.

Þess vegna segi ég Nei við ICEsave, Nei við þá sem styðja ICEsave, og ef það er einhver eftir og hann styður samt veru AGS, þá segi ég Nei við hann líka.

En dugar sá fjöldi til að gera byltingu????

Því ef ekki þá munu hinir vera fullfærir um að koma landinu á heljarþröm með aðstoð AGS.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2010 kl. 16:22

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður Ómar okkar maður þá segi ég það fyrir hönd þjóðarinnar við þörfnust réttlætiskendar hjá almenningi sem drepur spillinguna, engin má við margnum.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 17:50

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Þetta var það sem ég vildi meina væri forsenda góðrar stjórnar, að fólk vissi hvað það vildi, og gæfi ekki afslátt á því.  Að fólki í erfiðleikum væri hjálpað, að stjórnsýslan væri gagnsæ og með það markmiði að gera samfélag réttlátt og heilbrigt.

Og fólk þyldi skynsama umræðu, til dæmis er grátlegt að sjá,  að það sem var upphafi af hörmungunum, röng áhersla á þessa gríðarlegur stóriðju (hef ekkert á móti stóriðju, en hún þarf að vera skynsamleg miðað við stærð þjóðfélagsins, virða náttúruvernd, og má ekki vera Þrándur í Götu annarrar atvinnustarfsemi, sem hún er ef vextir eru hækkaðir af hennar völdum), skuli vera lausn dagsins, að ganga endanlega frá þjóðfélaginu, svo ofvaxin verktakaiðnaður geti haldið áfram að vera ofvaxin í 6-8 ár í viðbót, og þá eru hagkvæmir virkjunarkostir búnir, og aldrei til peningur að rannsaka nýja, því allur arður af núverandi virkjunum fer í nýja skuldsetningu, en ekki í uppbyggingu á eigin fé, sem aftur er forsenda arðsemi.

En þetta er miklu lengra en ég ætlaði að segja, ég er sammála því sem þú sagðir og vísa á Arinbjörn Kúld ef fólk vill öðlast dýpri skilning á þeirri endurskoðun sem þarf að eiga sér stað í þjóðfélaginu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2010 kl. 19:40

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Arinbjörn Kúld er minn maður þekki hann lítillega gengum vinnu í Securitas og það nægir mér til að vita hvar réttlætiskennd hans liggur takk fyrir mig.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband