"Eins og staðan er núna".

"Eins og staðan er núna" segir Jóhanna Sigurðardóttir að "líklegastt" að "staðið verði við" að þjóðaratkvæðagreiðslan um ICEsave lögin verði 6. mars.

Það  eru margir fyrirvarar sem koma fram í einni setningu um skýr fyrirmæli stjórnarskrárinnar að ef forseti synjar lögum staðfestingu, þá beri þjóðinni að kjósa um lögin innan tiltekins tíma.  

Og það er mjög einföld skýring á þessu "líklegast",  Samfylkingin hefur haft allar klær úti að finna ráð til þess að hægt sé að slá af hina fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu, því ljóst er að þegar þjóðin fellur Svavarsósómann úr gildi, þá verða lög látin skera úr um réttmæti krafna breta og Hollendinga.

Um réttarstöðu segir hógvær Breti í leiðara Financial Times í gær, að hún sé "European law is at bestunclear about sovereign responsibility for deposit insurance". 

Og Jóhanna Sigurðardóttir getur ekki hugsað þá hugsun til enda að þjóð hennar greiði ekki bretum skatt.   Þess vegna var reynt að afla stuðnings Bandaríkjastjórnar svo hægt væri að slúffa þjóðaratkvæðinu, og þess vegna fór Jóhanna á hnjánum til Brussel að reyna að gráta út hagstæðari lán til að ríkisábyrgast.  Eins og ICEsave deilan snérist um krónur og aura, ekki ólöglega kúgun og þvinganir. 

Ég hef aldrei getað skilið af hverju ESB, sem riðar til falls út af fjárhagserfiðleikum Miðjarðarhafsríkja, Írlands og fyrri ríkja austurblokkarinnar, ætti að lána Íslendingum.  Svarið kom á bloggi Egils Helgasonar í dag.  Þar birtir Egill aðsenda grein eftir Eyjólf Ármannsson lögfræðing þar sem hann kemst af þeirri niðurstöðu að ESB eigi að aðstoða Ísland.

"Með fjármögnun Icesave-skuldbindingarinnar væri ESB að sýna samningsskuldbindingu gagnvart EES-samningnum og EES-ríki sem hefur orðið fyrir kerfishruni vegna þáttöku sinnar á hinum sameignlega fjármálamarkaði ESB og á í raun ekki lengur aðild að honum eins og kveðið er á um í ESS-samningnum."

Greinina má lesa hjá Agli, en ekki veit ég hvort lögfræði lögmannsins stenst.  Ef túlkun hans á Evrópskri löggjöf einkennist af sömu rangfærslum eins og hann notar til að réttlæta borgunarskyldu Íslands á ICEsave greiðslum breta, þá er lagastoð bónbjarga Jóhönnu reist á hæpnum grunni. 

Ég vona það Jóhönnu vegna að Samfylkingin hafi aðra og hæfari lögfræðinga til að lögskýra álitamál áður en hún fer í bónbjargarleið.  En kannski var það aldrei gert.  Kannski var það bara tilviljun að þessi lögmaður fékk grein sína birta í Silfrinu einmitt núna, þegar öll spjót standa á því fólki VG og Samfylkingarinnar, sem hafa með ítrekuðum rangfærslum reynt að koma vægast mjög hæpnum fjárkröfum, svo ég nota orðalag breskra leiðara um ICEsave kröfu Darlings, yfir á íslenska þjóð, án þess að láta réttbæra dómssóla skera þar úr um.

En kannski var spunakokkum kennt það í spunakokkaskóla, að þú verð rangfærslur og lygar, með rangfærslum og lygum. 

Þá sannast það fornkveðna, að mínus sinnum mínus, er plús.

En var það ekki bara annars í algebru????

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Óbreytt áform um kosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 225
  • Sl. sólarhring: 522
  • Sl. viku: 5764
  • Frá upphafi: 1400521

Annað

  • Innlit í dag: 199
  • Innlit sl. viku: 4957
  • Gestir í dag: 193
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband