19.2.2010 | 11:19
Er eitthvað til að semja um???
Að semja við breta og Hollendinga á þeim nótum að aðeins sé verið að biðja um miskunn, lægri vexti, meiri sanngirni, eins og Steingrímur Joð Sigfússon beitir sér fyrir samkvæmt heimildum Morgunblaðisins, þá er slíkur samningur með öllu ólöglegur.
Það hefur enginn rétt að afhenda íslenska skattpeninga í ICEsave deilunni án undangengins dóms þar um. Sá sem gerir slíkt fríviljugur, fremur landráð eins og lög um landráð eru skilgreind um allan heim.
En samt er flötur til að ljúka deilunni hvað varðar fjárkúgun breta.
Og á þann flöt bendir Birgitta Jónsdóttir, að bretar og Hollendingar yfirtaki eigur Landsbankans og þar með er málið úr sögunni. Á þetta bendir leiðarhöfundur Financial Times í leiðara sínum.
"or take Landsbankis assets and write off any remaining balance. It is a small price to pay for mending their side of the fence."
Af hverju leggur virtasta viðskiptablað Bretlands þetta til????
"Two facts undermine this claim. First, European law is at bestunclear about sovereign responsibility for deposit insurance. Second, whatever the law may be, neither UKnor Dutch leaders would put their taxpayers on the hookshould their underfunded insurance scheme incur liabilities of one-third to half of yearly GDP, which they demand from Iceland."
Þeir benda réttilega á, að fyrir utan nokkra íslenska kvislinga og fáráða, þá myndi ekki nokkur maður, í neinu landi, leggja það til að þjóð sín ábyrgðist kostnað annars ríkis á fjármálakreppunni, ekki þegar um þvílíkar hlutfallslegar upphæðir er að ræða. Meira að segja Þjóðverjar eru tregir að bjarga Evrunni með því að greiða hluta af kostnaði Grikkja vegna fjármálakreppunnar, þó eiga þeir ríkra hagsmuna að gæta, og sú upphæð sem þýskir skattgreiðendur þurfa að greiða fyrir þá Grísku aðeins brotabrot af þeirri upphæð sem íslenskir kvislingar vilja að þjóð sín greiði fyrir breska skattgreiðendur.
Í raun er leiðari Financial Times að benda þeim Brown og Darling á flóttaleið, áður en þeir verða dregnir fyrir dómsstóla fyrir kúgun og fjandsamlegan yfirgang, sem nota bene er bannaður samkvæmt alþjóðlögum. Þessi háborg breskrar viðskiptablaðamennsku orðar hlutina ekki á tungumáli Jóhönnu Sigurðardóttur, þeir nota ekki orðið "milliríkjadeila", þeir segja hlutina hreint út framferði breta er kallað "The bullying of Iceland".
Og ef það er rétt haft eftir Birgittu, að það sé þetta sem stjórnarandstaðan hafi þvingað þau Jóhönnu og Steingrím til að leggja til við bretanna, þá verður það að viðurkennast að þetta er samningsflötur, sérstaklega ef þjóðin verði ekki svikin um þjóðaratkvæðagreiðslu sína.
En það má aldrei afsala landinu þeim rétti að stefna þeim Darling og Brown fyrir rétt eins og ótíndum glæpamönnum, vegna þess eins og segir réttilega í Financial Times, "The bullying of Iceland", er með öllu ólíðandi og enginn á að komast upp með síka framkomu. Hvorki ráðmenn eða mafían, eða aðrir þeir sem telja sig hafna yfir lög.
Evrópa er réttarríki.
Kveðja að austan.
Birgitta: Mjög bjartsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 447
- Sl. sólarhring: 532
- Sl. viku: 5986
- Frá upphafi: 1400743
Annað
- Innlit í dag: 394
- Innlit sl. viku: 5152
- Gestir í dag: 369
- IP-tölur í dag: 363
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bimer
Krímer (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.