19.2.2010 | 09:48
Engin landráð takk.
Munið að það gilda lög í landinu. Ykkur ber að virða þau.
Í svona mikilvægu máli sem varðar heill og framtíð þjóðarinnar, þá hafið þið engann rétt til að ganga að ólöglegum kröfum breta og Hollendinga.
Það eina sem samninganefnd Íslands getur gert, ef menn vilja halda áfram að tala við hina meintu glæpamenn, er að krefja þá um skaðabætur sem efnahagshryðjuverk þeirra hafa valdið íslenskum efnahag og eins vegna þess rógs sem þeir hafa dreift um heimsbyggðina um meintar vanefndir Íslands á alþjóðlegum skuldbindingum sínum.
Munum hvað Britannica segir um svona framferði.
"
"Economic warfare
the use of, or the threat to use, economic means against a country in order to weaken its economy and thereby reduce its political and military power. Economic warfare also includes the use of economic means to compel an adversary to change its policies or behaviour or to undermine its ability to conduct normal relations with other countries. Some common means of economic warfare are trade embargoes, boycotts, sanctions, tariffdiscrimination, the freezing of capital assets, the suspension of aid, the prohibition of investmentand other capital flows, and expropriation."
"
Að gefast upp fyrir þessari efnahagskúgun er landráð.
Það gilda lög og reglur í heiminum og það er fullt til að dómsstólum sem taka á svona glæpssamlegri hegðun breskra og hollenskra ráðamanna.
Um einn þeirra skrifað ég þennan bloggpistil, þar er hægt að lesa sér lítillega hvað alþjóðalög segja um svona hegðun. http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1018894/
Svo ég heimfæri þekkt orð forseta okkar yfir á þá Darling og Brown, svona skítlegt eðli á ekki að líðast. Hinn siðmenntaði heimur var ekki að brjóta villimennsku nasista á bak aftur til að láta skítlegt eðli lýðskrumara komast upp með sömu villimennsku.
Vegna þess að villimennska leiðir alltaf til allsherjar átaka. Þetta veit heimsbyggðin, og hún mun koma þjóð okkar til varnar og stöðva þetta efnahagsstríð bretanna.
Heimurinn er siðmenntaður.
Kveðja að austan.
Fundað með samningamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð ádrepa hjá þér Ómar.
En það gætir smá misskilnings.
Heimurinn er ekki siðmenntaður.
Þú getur skoðað hvernig þjóðir hafa hagað sér undanfarin 2000 ár og til okkar dags og þá sérðu að heimurinn er alls ekki siðmenntaður.
Nema þá að ég misskilji orðið.
Sigurjón Jónsson, 19.2.2010 kl. 09:57
Blessaður Sigurjón.
Jú heimurinn er siðmenntaður, þó hann sé ekki fullkominn.
Og síðustu 2.000 árin hefur siðmenningin reynt að ná utan um drápseðli mannsins, og haft þann þokkalega árangur að dráp einstaklinga eru bönnuð, og ríkja takmörkuð. Um ríkjahöft getur þú lesið í þeim pistli sem ég linka á hér að ofan. Og í spjalli mínu við Pétur, þá reifa ég aftur á móti næstu byltingu mannsandans, sem er svo mikil þörf á í dag, en hún er að menn komi sér almennt saman um að dráp séu ekki viðurkennd leið í átakalausn. Ég hef orðað þetta áður, en svona kom þetta út úr mér síðast
Lífið er þróun Sigurjón, það sama gildir um siðmenninguna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.2.2010 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.