Vá, heilir 15 dagar af ICEsave vöxtum.

Það er ef íslensku mennirnir, kenndir við ákveðinn norskan stjórnmálamann, Indriði G Þorláksson og Þórólfur Matthíasson fá að ráða.

Þeim finnst báðum að núverandi samningur um ICEsave vera búbót fyrir íslenskt samfélag því landið öðlist svo mikið traust við að samþykkja hinar ólöglegu kröfur breta og Hollendinga (Mini Min).  Samt finnst þeim samningurinn sem Svavar Gestsson kom fyrst með heim, vera ennþá betri.

Hann var hreinræktað gull, sem styrkti íslenskt efnahagslíf mjög.

Þeim finnst það hins vegar mikið feigðarflan að arka til London og biðja um lægri vexti, það eyðileggja þetta dýrmæta traust á íslenskan efnahag.  Allir vita jú að sá sem ætlar að greiða 2/3 þjóðarframleiðslunnar eins og ekkert sé, hann hlýtur að búa við mjög traustan efnahag, eða hafa mjög sterk tök á þjóð sinni. 

Raunar hefur enginn reynt slíkt áður annar en gamall forseti í Rúmeníu.  Og hann vanmat tök sín á þjóð sinni.  Og var skotinn.  Vonandi, vegna þeirra manna sem kenna sig við ákveðinn norskan stjórnmálamann, er ekki svipað vanmat í gangi hér.

 

En smá leiðrétting, þessi fyrirhugaða aukning loðnukvótans er ekki 15 daga vaxtadraumur Indriða og Þórólfs, þetta er brúttótala,  þegar kostnaður og vaxtagreiðslur þeirra fyrirtækja sem veiða loðnuna, er dreginn frá, þá dugar þessi aukning í 3 klukkutíma.

Það er eins gott að tök þessara manna sem kenna sig við ákveðinn norskan stjórnmálamann, séu sterk á þjóðinni.

Þeirra vegna.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Loðnan gefur 1,5 milljarða í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 150
  • Sl. sólarhring: 941
  • Sl. viku: 5881
  • Frá upphafi: 1399049

Annað

  • Innlit í dag: 128
  • Innlit sl. viku: 4983
  • Gestir í dag: 125
  • IP-tölur í dag: 125

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband