19.2.2010 | 08:41
Prik fyrir Össur.
Margar kárínurnar hefur Össur Skarphéðinsson fengið á þessari bloggsíðu.
Og unnið fyrir þeim öllu, og meira til vegna stuðnings hans við ólöglegar fjárkröfur breta.
En Össur kann manna best þá list að tala tungum tveim, og hin óopinbera tunga hans er íslensk.
Hann skipar sendimönnum Íslands að segja við alla sem heyra vilja að bretar séu fjárkúgarar og fantar.
Sem er alveg rétt.
Vissulega væri það betra að Össur bæri gæfa til að tala svona á opinberum vettvangi og taka slaginn við breta eins og uppeldisfeður hans á gamla Þjóðviljanum gerðu á sínum tíma.
Þá væri Össur maður að meiri.
Og ég hefði ekki undan að skrifa afsökunarbeiðnir.
En sumt hundsbit er á sig leggjandi ef íslenska þjóðin fengi loksins stuðning stjórnvalda í ICEsave deilunni.
Kveðja að austan.
Vildu ekki þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar
Hef sagt neðanritað áður og finnst það passa vel við Össur og Co.:
"Sú "endurreisn" hefur einna helst farið fram undir götóttum pils-gopa Jóhönnu, en þar leynist aragrúi af púkum,
sem sannaðu til Ómar,
krossa sig allir í bak og fyrir innan nokkurra vikna, jafnvel nokkurra daga, og segjast alltaf hafa verið heilagir menn og varað við hinu og þessu og þeir verða farnir að vitna í öllum sínum fjölmiðlum fyrr en varir og þeir munu berja sér á brjóst eins og "lifsandinn höktir um nasir" þeirra og að þeir hafi alltaf sagt það sama og menn eins og Ómar Geirsson, alla vega meint það svona innra með sjálfum sér!
Sannaðu til! Svoleiðis er hátterni tækifærissinna og afturbatapíka."
Þetta er ekki spádómsgáfa, heldur reynsla mín af fláræði margra pólitíkusa í gegnum árin. Flóttinn mikli er hafinn!
Flóttinn mikli frá sjálfum þeim...hvert...út úr sjálfum þeim...hvert...upp í opið geðið á þeim...fullan túla þeirra, af lygi?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 18:05
Blessaður Pétur.
Já margur maðurinn mun ekki þekkja sína eigin spegilmynd þegar hilla tekur undir endinn á IcEsave deilunni.
En hugsaðu þér að allar fréttir um réttarstöðu Íslendinga koma að utan. Hér láta auðmiðlarnir eins og við séum sek þjóð, sem þurfi að ganga í gegnum sinn hreinsunareld. Og tala svo alltaf við sömu skrípin.
Ætli það sé sameiginlegur draumur þeirra allar að fá að vera umsjónarmenn Stundarinnar Okkar, þar þykir að víst fyndið að sýna skrípi. Hvernig ætli Þórólfur taki sig úr þar með hárið út i loftið??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.2.2010 kl. 23:03
Góður Ómar:)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 23:47
. . .og að þeir hafi alltaf sagt það sama og menn eins og Ómar Geirsson, alla vega meint það svona innra með sjálfum sér!
Já, akkúrat. Yrðuð þið nokkuð rosalega hissa?
Elle_, 21.2.2010 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.