19.2.2010 | 08:31
Þekkið ykkar takmörk.
Íslenskir stjórnmálamenn verða virða lög og reglur Evrópusambandsins. Ótakmörkuð ríkisábyrgð til stuðnings ákveðinni atvinnugrein eins og bankastarfsemi er algjörlega bönnuð samkvæmt þeim lögum og reglum.
Þeir verða líka að þekkja þann samning, EES samninginn, sem bretar (og Mini Mini) byggðu fjárkröfur sínar á. Þar er skýrt kveðið á að ESA og EFTA dómurinn eigi að fjalla um allan ágreining sem upp kemur. Annað er skýrt lögbrot á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
Íslenskir stjórnmálmenn eiga líka að þekkja ákvæði alþjóðlaga sem banna alla kúgun og yfirgang ríkja til að ná fram markmiðum sínum. Framferði breta er skýlaust brot á stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna um viðurkennda hegðun í samskiptum ríkja.
Og þeir sem þekkja lögin, þeir nýta sér þau réttarúrræði sem lögin bjóða upp á.
Þeir semja ekki við glæpamenn og fjárkúgara.
Slíkur óþjóðalýður er dreginn fyrir dóm og látinn svara til saka fyrir glæpi sína.
Bretland er réttarríki. Fjárkúgun er bönnuð í Bretlandi.
Af hverju er ekki búið að senda inn kæru til Scotland Yard á þá kumpána Brown og Darling.
Halda menn að breskt réttarkerfi sé bara fyrir súpuþjófa eins og það íslenska??
En trúið mér, það er mikill misskilningur.
Kveðja að austan.
Staðan í Icesave mjög tvísýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 534
- Sl. sólarhring: 658
- Sl. viku: 6265
- Frá upphafi: 1399433
Annað
- Innlit í dag: 453
- Innlit sl. viku: 5308
- Gestir í dag: 415
- IP-tölur í dag: 408
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er til ráða þegar stjórnin er búin að keyra þetta mál í rugl vegna áhugans á því að ganga inn í sambandið hvað sem tautar og raular og svo geta fosætis og fjármálaráðherra ekki haldið sér saman rétt á meðan samninganefndin er að störfum.
Þetta er allt í skötulíki hjá þessu vesalings landsölufólki.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.2.2010 kl. 09:18
Standa í lappirnar Ólafur, standa í lappirnar. Það kunnu þeir Lúðvík, Óli Jó og Geir. En þá eins og núna vildu kratar skríða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.2.2010 kl. 09:33
Félagshyggjuríkisstjórnin sem laug sig inn á þjóðina í síðustu kosningum má ekki til þess hugsa að þessi sama þjóð sem höfð var að fífli geti sagt hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna laumast ríkisstjórnarhyskið í sendiráð annarra þjóða og biðja þar grátandi á hnjánum um hjálp til að koma í veg fyrir lýðræðið ...með öllum tiltækum ráðum. Og allt í boði Jóhönnu Sig og Steingríms Joð. Verkin sýna merkin! Ríkisstjórnin er undir stjórn svikahyskis sem gerir allt til að koma í veg fyrir lýðræðið! Og það kemur Icesaveógeðinu ekkert við. Þetta er stefna ríkisstjórnarinnar ...ekkert lýðræði hér á landi. Í anda flokksráðsfundar VG á Akureyri þar sem foringinn krafðist þess að allir flokksmenn hugsuðu eins og hann sjálfur. Að ganga í takt var það kallað.
corvus corax, 19.2.2010 kl. 09:59
Sæll Ómar
Góður pistill hjá þér að venju. Þetta hefur með mannlega reisn að gera.
Við sem höfum heila og mannlega reisn göngum aldrei í takt við samræmt göngulag þeirra sem telja sig guði.
Við segjum NEI!
Við krefjumst þess að menn tali hreint og beint í opinni, frjórri og gagnlegri umræðu. Svo ráðum við örlögum okkar sjálfir. Algjörlega án fábjánanna sem telja sig guði, enda eru þeir bara hræddir hérar að verja sitt auma rassgat.
Og auðvitað á að kæra Brown og Darling fyrir að setja á okkur hryðjuverkalög. Það er stór-mál og verður að sækja af miklu kappi og af mikilli reisn og fara þar fram með klókustu og reyndustu lögfræðingum til að vinna það mál, hvar svo sem hólmgöngu-dómstóllinn verður settur.
Og þá er best að hræddu hérarnir sem telja sig guði hafi vit á að þegja, annars verður að múlbinda þá, á meðan.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 17:54
Blessaður Pétur.
Eitthvað vilja bretar meina að sá tími sé liðinn. En það má láta reyna á það. En það er til meiðyrðalöggjöf þarna, og lög sem banna mafíustarfsemi og fjárkúgun.
Fyrst að þeir fengu ekki dóm fyrst, þá eru gjörðir þeirra púraólöglegar. Og eftir að EFTA dómurinn úrskurðar um glæpi þeirra, þá verður fokið í flest skjól fyrir þá félaga. Það er svo mörgum illa við þá að ef ólögleg kúgun sannast á þá, þá eiga þeir sér ekki viðreisnar von, hvort sem þeir enda í grjótinu eður ei.
Vona samt ekki, mér nægir að þeir skammist sín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.2.2010 kl. 22:58
Sæll Ómar
Mér þykir undarlegt að það séu einhver tímamörk. Það hlustum við ekki á Ómar. Ekki veit ég betur en verið sé enn að sækja stríðs-glæpamenn til saka, víða um veröld. Voða vinsælt þá að nota Haag. Sérstaklega finnst ESB og USA yfirvöldum gaman að hund-elta td. Serba. Hræsnin er yfigengileg hjá ESB og USA yfirvöldum. En hvað veit ég, ekki er ég lagatæknir né handrukkari AGS.
En ég sætti mig líka við að skömmin sannist á þá. Þeir verði sniðgengnir. En þeir skammast sín hins vegar aldrei.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 23:19
Blessaður Pétur.
Var að klára að líta yfir sviðið, athuga hvort allir séu ekki í góðu skapi. Og mér sýnist að það liggi vel á honum Vöggi litla. Hann er alltaf svo glaður yfir litlu.
En það var einhver frestur á málsókn, sem var eins og andmælaréttur, þessi tiltekin lög gáfu kost á slíkri málsmeðferð. Man þetta samt ekki það vel að ég geti útskýrt þetta. En það er fresturinn sem VG liðar, eins og Steingrímur og hvað hún heitir sem er heilbrigðisráðherra, sögðu að væri liðinn, og þess vegna gætum við ekki farið í mál út af ICEsave. Og það finnst ennþá heiðalegt fólk út í bæ sem trúir þessu, því það er vant að trúa sínu fólki.
En almennt má held ég lögsækja út af tjóni og öðru slíku, en eftir þennan frest, þá getur þú ekki hnekkt lögunum sjálfum.
En tókstu eftir því hvað Ruv og co fjallaði mikið um leiðara FT og Times, þar sem púragrín var gert að lagastöðu Darlings og félaga?? Eða eftir þýðingarvillunni hjá Ruv þar sem seinni hluta setningarinnar, "fyrir liggi skrifleg staðfesting íslenskra stjórnvalda um að þau munu standa við skuldbindingar sínar í samræmi við evrópskar reglur um innistæðutryggingar", var sleppt. Hjá Ruv hljóðaði hún svona "íslenska ríkisstjórnin hefði skriflega heitið því að standa á bak við íslenska innistæðutryggingasjóðinn"
Datt þetta alltí einu í hug, þeir bregðast ekki sínum mönnum spunakallarnir á Ruv.
En ég trúi að skammirnar þarna úti eigi eftir að skammast sín. Ég trúi á það góða í manneskjunni.
En í millitíðinni má vinna að því að alþjóðalög gildi um fleiri en Serba og Svarta. Það eru rúmlega þrjátíu stafir eftir í stafrófinu, sem mættu alveg falla innan lagarammans.
Kveðja, og takk fyrir daginn.
Ómar.
Ómar Geirsson, 19.2.2010 kl. 23:52
Sæll Ómar
Glöggur ertu, varðandi "ritskoðun" (þú ert kurteisari og kallar það "þýðingarvillu") RÚV og co. Ég hafði ekki tekið eftir þessu. Væri maður nú ákærandi í dómsmáli, þá mætti segja að gögnin hrannast nú upp varðandi "einbeittan brotavilja" RÚV og Samfylkingar-prófessoranna með "Skjaldborgar" stjórnvöldunum og embættismanna klaninu að setja einka-skuldaklafa fjár-plógsmannanna á okkur hina óbreyttu og venjulegu borgara þessa lands.
Bara svo Brussel brosi (og SJS þurfi ekki að viðurkenna flokka-skítkasts-þrjósku-klúður hans, Indriða og Svavars).
Þá segir maður nú bara: Helvítis fokkin fokk! eins og sagt var hér af miklum móð bara fyrir einu ári síðan. Síðan hefur allt versnað fremur en hitt. Nei, nú er það Rauða Spjaldið á Klanið!!!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 02:42
Blessaður Pétur.
Enda er ég að fara í sjóði Britannicu og fá skilgreiningu á föðurlandssvikum og kvislingum. Ef þeim er alvara að ná sögulegri sátt við bretanna á kostnað almennings, þá held ég að einhver nenni að lesa greinar sem vísa í Britannicu.
Og já, kannski var þetta ekki þýðingarvilla, en skondið samt. Og ennþá fyndnara að þeir skyldu hafa alveg skautað yfir aðalfrétt vikunnar þegar leiðarahöfundar bresku stórblaðanna í viðskiptaheiminum, benda á að lagarök Darling og Browns séu bull (sagt náttúrulega á þann kurteisa hátt sem bretum er einum lagið að segja sannleikann umbúðalaust á þann hátt að þú ert smá stund að fatta hvað þeir eru að segja) og hann eigi að semja við Íslendinga með reisn, ekki sem fantur. Það er eins og Ruv-arar óttist að þetta komi sér illa við íslensk stjórnvöld að fréttir berist til landsins um beinan stuðning ytra.
Já, það styttist í Rauða spjaldið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.2.2010 kl. 09:38
En það er fresturinn sem VG liðar, eins og Steingrímur og hvað hún heitir sem er heilbrigðisráðherra, sögðu að væri liðinn, og þess vegna gætum við ekki farið í mál út af ICEsave.
Já, það var fljótlega eftir að Steingrímur komst í ógnarvalds-stólinn sinn, sem hann laug að það væri of seint að fara í mál út af Icesave. Og hvílík firra sem það nú hlýtur að vera. Hví ætti það að vera of seint að sækja óþjóðalýð fyrir ólöglega fjárkúgun sem það er enn í dag að fremja.
Elle_, 21.2.2010 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.