Forsenda þjóðarsáttar um ICEsave er ekki nauðung umboðslausra manna.

 

Það er grátlegra en nokkru tárum tekur að nefna að íslenskir stjórnmálamenn geti ekki virt sín eigin lög og reglur.  Það er sorglegt að þeir skuli telja sig hafna yfir lög og rétt.  Það er svívirða að þeir telji sig geta greitt ólöglega fjárkúgun stórþjóða með sameiginlegum pening þjóðarinnar.  Peningum sem þeim var treyst fyrir til að nota í þágu þjóðar sinnar en ekki til að afhenda erlendum ránsmönnum.  

Á sama tíma skera þeir niður grunnþjónustu við veikt fólk.  Á sama tíma eyðileggja þeir heilbrigðisþjónustu út á landsbyggðinni, heilbrigðisþjónustu sem tók áratugi að byggja upp,  með þeim orðum að þið eruð svo fá að þið getið alveg komið til Reykjavíkur þegar þið veikist.  Samt greiðir landsbyggðarfólk skatt eins og aðrir landsmenn.  

En þann skatt vilja þeir nota í friðþægingargjöf til breta, ekki að sinna lögbundnum skyldum ríkisins.  

Þess vegna verður aldrei þjóðarsátt í IcEsave deilunni.  Því krafa breta er ólögleg, og allir samningar við þá eru ólöglegir.  Því þeir virða ekki hinar lögbundnu réttarfarsleiðir EES samningsins, sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig að fara eftir.

Til upprifjunar um forsendur sáttar í þjóðfélaginu, sáttar sem er nauðsynleg, ef landsmenn eiga að standa saman í þeirri baráttu sem framundan er við að endurreisa efnahaginn, þá vil ég minna á orð Sigurðar Líndals, og Jóns Steinars Gunnlaugssonar.  Þau eru aldrei of oft lesinn.

 

"Samt hefur ekki tekist að leiða málið til lykta hér innanlands. Ástæðan fyrir þessu er að öllum líkindum fyrst og fremst sú, að íslenska þjóðin er ósátt við að á hana verði lagðar hinar þungu fjárhagsbyrðar án þess að hún hafi fengið að njóta réttar til úrlausnar um skylduna til þess fyrir hlutlausum dómstóli, sem lögsögu hefur í málinu.

Við blasir að aldrei muni nást nein sátt um málið á Íslandi nema að undangengnum slíkum dómi. Minnt skal á að rétturinn til dómstólameðferðar er varinn af íslensku stjórnarskránni, mannréttindasáttmála Evrópu og raunar gildir hann einnig hjá þeim ríkjum sem við höfum deilt við í málinu. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa á undanförnum misserum lagt því lið á einn eða annan veg að Íslendingar tækju skuldbindingar þessar á sig án undanfarandi dóms um að þjóðinni sé það skylt að lögum.

Við teljum að þeir ættu nú að láta af slíkri afstöðu og sameinast um stefnu sem tryggir Íslandi fyrrgreindan rétt. Þeir ættu því að koma sér saman um að ríkisstjórn Íslands skuli nú tilkynna stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi, að umbeðin ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innistæðueigenda verði ekki veitt nema að undangenginni niðurstöðu dómstóls, sem lögsögu hefur í málinu, um að ábyrgðin sé fyrir hendi"

 

 Þetta er ekki flókið, það þarf bara að virða lög og reglur réttarríkisins. 

Það er ótrúlegt til þess að hugsa að hinir ungu forystumenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, skuli vilja fórna pólitískri framtíð sinni til þess að bjarga óstarfhæfri leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Ríkisstjórn sem er fyrirlitin af þorra landsmanna.

Vonandi mun þessu ungu menn fá rænuna aftur áður en það eru um seinan, fyrir þá.  Því þjóðin mun ekki láta bjóða sér hin sögulegu svik.

Þjóðin vill að Ísland sé réttarríki.  Réttarríki sem láti ekki erlenda gangstera kúga sig.  ´

Þjóðin vill lifa í frjálsu og fullvalda ríki, ekkí í kúgaðri hjálendu fjármálafursta.

Þeir sem átta sig ekki á þessari staðreynd, þeir munu ekki leiða þessa þjóð mikið lengur.

Ekkert fær stöðvað gang sögunnar um lýðræði og jafnrétti.

Tími höfðingjanna er liðinn.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Gagnlegur fundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Ekki skil ég neitt heldur í hvað þá langar í þennan skrípa-leik, þá BB og SDG.  Þetta er allt orðið svo heimskulegt og smábarnalegt í sínu "má ég vera memm" að maður reynir bara að halda jafnaðar-geðinu aðeins lengur.  En fyrr en varir springur allt.  Þjóðin getur ekki horft mikið lengur upp á þessa tossabandalags-sýningu valda-batterís 4-flokksins.

Til þess er alvaran allt of mikil, því hún snýst orðið um hvorki meira né minna en líf okkar eða dauða sem þjóðar. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 23:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þetta er spurning um hvað fólk gerir. 

En flokksbatteríin eru sterk, og mjög margir kjósa að fylgja forystusauðnum.  Eina spurningin er hvort að minningin um síðustu kelduna sem hann leiddi hjörðina út í, hvort hún sé nógu sterk til að fólk leggi ekki út í nýja óvissuferð undir hans leiðsögn.

Vonum það besta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2010 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband