Í viðbót við þá hundruð milljarða sem þjóðin skuldar þegar.
Hún er svo grunn í hugsun að halda að ungt vel menntað fólk vilji eiga heima í landi þar sem lungan af skattgreiðslum þess fara í að greiða vexti og skuldir fjármálageirans. Að ungt velmenntað fólk vilji ekki fyrsta flokks heilsugæslu eða skóla fyrir börn sín, heldu að skattur þess renni í breska ríkiskassann.
Þetta kallar Jóhann forsendur þess að landið haldist í byggð.
Ef hægt er að finna meiri heimsku í 5.000 ára skráðri sögu mannsins, þá auglýsi ég eftir henni.
En mér er til efs að annar ráðamaður þjóðar eigi heimsmetið á þessu sviði.
Sumt er ekki einfaldlega hægt.
Kveðja að austan.
Ástæða til að hafa áhyggjur af brottflutningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 438
- Sl. sólarhring: 732
- Sl. viku: 6169
- Frá upphafi: 1399337
Annað
- Innlit í dag: 370
- Innlit sl. viku: 5225
- Gestir í dag: 341
- IP-tölur í dag: 336
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jóhanna hefur alltaf barið sér á brjóst og miklað sig sem afskaplega aumingja-góða. Meira að segja beitt gjallarhornum til að auglýsa hvað hún sé aumingjunum góð. Þá hefur hún reyndar verið á atkvæðaveiðum.
Ekki ætla ég að reyna að skilja hvar Jóhanna felur nú vit sitt og aumingja-gæsku. Engu venjulegu fólki er það skiljanlegt. En ég veit og ég skil að undir pilsi hennar dansar nú sægur af púkum og halda að þeir dafni vel í felum. En þeir virðast ekki skilja að gopinn er orðinn ansi götóttur og víða skín í bert og ekki er það falleg sjón og hana sjá nú fleiri og fleiri.
Víðsýnu fólki er Jóhanna reyndar orðin alls-ber. Og þá er ekki nema von að þú kveinkir þér Ómar. Það er skelfilegt að þurfa að horfa upp á ósköpin.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 23:25
Blessaður Pétur.
Ég var að hlusta á Stefán Ólafsson í morgun. Mann sem ég taldi fræðimann. Hann var að tala upp íbúafjöldann, gagnrýndi þá sem töluðu hann niður.
Stefán benti á að víðar væri kreppa, og þrátt fyrir allt þá væri samdrátturinn aðeins 10%, tæp.
Hvað er þá að????
Kannski að kaupmáttur hefur rýrnað mikið og á eftir að rýrna meira, samtals vel yfir 20%. Gæti hin mikla skuldsetning sem féll á fólk vegna Hrunsins haft eitthvað að segja???? Fyrir að vera íþyngjandi, þá upplifir fólk hana sem loka rán auðmannanna og leppa þeirra í stjórnkerfinu. Gæti fólk verið búið að fá nóg af fíflum eins og Stefán sem mætir með gorgeir í útvarpið, talandi niður til þess, og kallar vaxtabætur skjaldborg???
Eða hefur fólk misst trúna á að það búi í réttlátu, sæmilega siðuðu þjóðfélagi????
Eða vill það kannski að skattpeningar þess fari i samneyslu, ekki í að greiða skuldir auðmanna, sem allir sem einn búa í millahverfum London???
Býr þetta fólk eins og Stefán á sömu plánetu og við hin???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2010 kl. 09:23
Sæll Ómar
Ég reikna með að þú eigir við einn af afar mörgum Samfylkingar-prófessorum í HÍ og þessi Stefán Ólafsson sé sá í Félagsvísindadeild.
Mér hefur líka þótt það undarlegt hvað nokkrir aðilar eins hluta valdastofnana ríkisins -hinar "æðri" menntastofnanir- hafa undanfarið verið drjúgir við að geysast fram á rit- og talmálsvellina og hvetja -bæði beint og óbeint með miklu rósamáli og skinhelgi- til samþykktar á einka-skuldum nokkurra einka-vina-væddra fjár-glæpamanna og koma þeim skuldum á axlir saklauss almennings. Það er eins og þeir séu að verja eigin brók, svo æstir eru þeir í gelti sínu.
En ég hef lítið sem ekkert heyrt frá þeim um að það ætti að koma böndum á og frysta þýfi fjár-glæpamannanna, sem enn fá að valsa um -að því er virðist eins og þeim sýnist og jafnvel beinlínis hyglað- á bakvið silkislæðu valdastofnana ríkisins (Alþingis, stjórnmálaflokka, framkvæmdavalds, dómstóla, embættismannavalds, fjármálastofnana, fjölmiðla OG hinna "æðri" menntastofnana ofl.).
Nei, þeir "makka rétt" í valda"kreðsunum", sjálfum sér og stofnunum sínum einum til hagsbóta. EN alls ekki þjóðinni. Gjáin er því alls ekki bara milli þings og þjóðar, heldur er gjáin milli valdastofnana ríkisins og þjóðarinnar. Þegar svo er komið er reyndar ekki um gjá að ræða, heldur SIÐROF. Vörslumenn valdsins hugsa nú bara um eigin brók. Og þá munar lítið um að hæða, spotta og smána þjóðina. Svo yfirgengilengur er hroki þeirra og stundar-heimska.
Það er ekki hvað síst ömurlegt að horfa upp á akademíuna bregðast þjóðinni svo mjög, sem við höfum undanfarið orðið ítrekað vitni að. Sú Akademía sem Plató setti upphaflega á stofn í Aþenu (sbr. gyðju viskunnar) fyrir um 2.400 árum síðan, hafði siðferði, en ekki sérhygli að leiðarljósi. Menn ættu að verða meirA (vitrari) menn, en ekki meiri (vald-digrari) menn. Kannski ættu Stefán og Co. að rifja þetta aðeins upp og leggjast undir feld og athuga hvort einhver hugsun birtist þeim, í stað þeirrar froðu sem frussast út um munnvik þeirra.
Málið er reyndar ekki kannski, heldur er það beinlínis skylda valdastofnana ríkisins að ganga erinda almennings í landinu, því frá almenningi þessa lands þiggja þeir tilverurétt sinn. En öfugugga-háttur þeirra er orðinn þvílíkur að þeir kjósa nú ítrekað að bregðast almenningi þessa lands og ganga græðgis- og heimskapítalismanum á hönd og verja -beint og óbeint með miklu rósamáli og skinhelgi- um leið nokkra fégráðuga íslenska stór-þjófa og stór-glæpamenn.
Hversu lágt getur íslensk akademía lagst? Hvenær verður botni lágkúru hennar náð?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.