13.2.2010 | 09:13
Það gilda lög í landinu.
Ríkið það er ég sagði Lúðvík 14. sólkonungur.
Valdið er okkar segja íslenskir stjórnmálamenn eftir Hrunið 2008.
Og þetta vald hafa þeir notað til að verja stöðu og áhrif innlendra og erlendra fjármálamanna.
Þeir telja sig umkomna að skerða lögbundna þjónustu ríkisins og rústa heilbrigðiskerfi landsbyggðarinnar með tilvísun í meintan fjárskort ríkissjóðs. En sá fjárskortur stafar af meginhluta af þeirri staðreynd að þeir tóku þá ákvörðun að greiða 80 milljarða á þessu ári í vexti til fjármagnseiganda, í stað þess að verja lögbundna þjónustu velferðarkerfisins.
Þeir telja sig hafa rétt til að hundsa réttmætar kröfur almennings um leiðréttingu á þeim skuldabagga sem á hann var lagður eftir Hrunið með ólöglegri tengingu lána við daggengi og óréttmættri verðtryggingu.
Núna er dómstóll búinn að staðfesta dagtenging við gengi er ólögleg og við því verða stjórnvöld og fjármálafyrirtæki að bregðast og þá skiptir öllu að niðurstaðan sé sanngjörn fyrir almenning.
Í kjölfarið verða stjórnvöld að taka á þeim forsendubresti sem varð í verðtryggingunni á útmánuðum 2008 og enduð í gengishruni íslensku krónunnar. Allar "venjulegar" tryggingar falla úr gildi við stríð eða hamfarir, þá er um forsendubrest að ræða.
Það varð forsendubrestur milli skuldara annars vegar og stjórnvalda og bankastofnana hins vegar í aðdraganda bankahrunsins. Óstjórn í efnahagsmálum og skipulögð aðför að krónunni sem stjórnvöld létu bankana og eigendur þeirra komast upp með.
Stjórnvöld brugðust í að verja almenning, og þau brugðust í að leiðrétta mistök sín.
Fumskylda stjórnvalda er að vernda íbúa landsins og tryggja jafnræði og mannsæmandi lífsskilyrði. Þessi skylda er æðri öllum lögum sem sett eru til að vinna gegn henni. Og eftir þennan dóm héraðsdóms geta stjórnvöld ekki vikið sér undan því að uppfylla frumskyldur sínar.
Loks má benda á að sá skattur sem stjórnmálamenn okkar segja að sé nauðsynlegur til að halda frið við breta og Hollendinga, er ólöglegur, stangast bæði við íslensk og alþjóðleg lög.
Dómstólar mun líka dæma hann ólöglegan og því er það út í hött að halda á samningafundi í skjóli myrkurs og semja um ólöglegt athæfi til að halda "friðinn". Slíkt vald hafa stjórnmálamenn ekki þó þeir vilji þjónka fjármálamönnum.
Lögin eru þeim æðri.
Þess vegna eiga þeir að sjá sóma sinn og virkja þær réttarfarsleiðir sem EES samningurinn kveður á um og fá úrskurð ESA um réttmæti krafna breta og Hollendinga. Á þeim grunni á síðan að stefna þeim fulltrúum breskra og hollenskra stjórnvalda sem stóðu fyrir hinum efnahagslegum hryðjuverkum gegn Íslandi.
Efnahagsstríð eru stríð 21. aldar, og eru jafn ólögleg og þau stríð þar sem beitt var flugvélum og skriðdrekum. Þess vegna á að reyna á lagaforsendur stríðsglæpadómstólsins í Hag, og stefna þessum mönnum fyrir stríðsglæpi og hermdarverk.
Rökin eru augljós, alþjóðasamfélagið fær ekki þrifist ef stærri þjóðir komast upp með að fjárkúga sér minni ríki. Slík kúgun leið endanlega undir lok í Evrópu á tíunda áratug síðustu aldar þegar Serbar voru brotnir á bak aftur. Þeirra ráðamenn voru teknir og dæmdir.
Sama hlýtur að gilda um þá breska og hollenska ráðamenn sem reyndu að fremja stærsta einstaka þjófnað mannkynssögunnar. Allir þjófar heimsins sem sitja inn í dag, hafa ekki stolið til samans þeirri upphæð sem þessir meintu þjófar skipulögðu á eigum íslensks almennings.
Menn ættu að muna, sérstaklega eftir að spilling fjármálakerfisins kom í ljós, að menn í jakkafötum eru stærstu þjófar nútímans, og þó þeir hafi vit á að láta kjósa sig til þings og embætta, þá eru þeir þjófar fyrir því, ef þeir stela.
Þjófur er alltaf sá sem stelur. Í lögum er engin undanþága fyrir stjórnmálamenn.
Og sá sem reynir að taka eigur annarra með handafli, burtséð frá réttmæti krafna hans, hann er alltaf þjófur. Lögin krefjast þess að sá sem á kröfu, að hann löghelgi hana fyrst með dómi réttbæra dómstóla.
Og allir verða að fara eftir lögum.
Líka stjórnmálamenn.
Kveðja að austan.
Gengislánin dæmd óheimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vá flott
gisli (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 09:41
Hvernig er veðrið í dag þarna í Undralandi?
sigkja (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 09:54
Já, Ómar, vel skrifað: Allar "venjulegar" tryggingar falla úr gildi við stríð eða hamfarir, þá er um forsendubrest að ræða.
Og stjórnmálamenn hafa ekkert leyfi til að semja um um neitt Icesave. Það væri sannarlega prófandi að stefna þessum handrukkurum fyrir stríðsglæpi og hermdarverk.
Elle_, 13.2.2010 kl. 19:59
Blessuð Elle.
Ég hef hugsað mér að spinna aðeins áfram með stríðsglæpaþemað. Þó ég viðurkenni fúslega að það grilli í hrekkjapúka minn, þá er samt djúp alvara á bak við þessar pælingar, því "alþjóðasamfélagið fær ekki þrifist ef stærri þjóðir komast upp með að fjárkúga sér minni ríki". Þetta var reynslan af fyrri heimsstyrjöld, smærri riki leituðu þá undir verndarvæng stærri ríkja, og úr varð heimur þar sem stórveldin voru búin að lofa stuðningi hér og þar og allstaðar, þvers og kruss. Og því fór sem fór, þegar einhver stjórnleysingi skaut hann Ferdinand krónprins Austurríkis.
Sameinuðu þjóðirnar voru hugsaðar sem mótvægi við slíka valdapólitík, og þrátt fyrir allt hafa þau látið ýmislegt gott af sér leið, til dæmis að dæma ráðamenn Serbíu fyrir stríðsglæpi. En fyrirfram hélt þetta fólk að það kæmist upp með hermdarverk sín. Og ef alþjóðalög eiga að halda þá eru þau fyrir alla, ekki bara þá sem eru ekki hluti af Vestur Evrópu og Norður Ameríku.
Og yfirheyrslurnar yfir Blair eru gott dæmi um að tilhneigingin er í þá átt að allir séu jafnir fyrir lögum. Og hví eiga efnahagsglæpir sem beinast af heilli þjóð að vera þar undanskildir???'
Ég bara spyr.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 13.2.2010 kl. 21:44
Þeir ættu ekki að vera undanskildir, Ómar, og það er gott hjá þér að skrifa í þessu stríðsglæpaþema.
Elle_, 13.2.2010 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.