12.2.2010 | 18:00
"Íslendingar skulda ekkert"
Segir Alain Lipietz, einn af þeim mönnum sem hafa samið reglur Evrópusambandsins um fjármálamarkaði.
Og ólíkt ríkisstjórn Íslands, sem fullyrðir að þjóðin skuldi bretum og Hollendingum vegna lágmarksinnstæðutryggingar, þá rökstyður Alain Lipietz af hverju svo er ekki.
Allir með lágmarksvit þekkja muninn á fullyrðingum og rökum. allir nema þeir sem kjósa íslensku vinstriflokkana.
En það sem veldur áhyggjum að núna telja formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, að það sem er ekki skuld, eigi að greiðast, ekki reyndar af þeim og þeirra einkauði, heldur af öryrkjum, geðsjúkum, öldruðum og öllum þeim sem þurfa á velferð samfélagsins að halda.
Þess vegna er svo mikilvægt að fólk, almennir Íslendingar átti sig á hvaða þjófnað á almannaeigum stjórnmálamenn okkar eru að skipuleggja. Þjófnað sem er meiri en allir þjófar Íslandssögunnar hafa náð til að stela fram að þessu.
Vinstrimenn ljúga því upp á fyrri stjórn að eftirlit hafi verið hér í skötulíki. Þeir rökstyðja það ekki en vísa í þá menn í útlöndum sem skipuleggja þjófnaðinn. En hvað segir Alain.
"Til þess að opna útibú í löndum Evrópusambandsins urðu íslensku bankarnir að uppfylla skilyrði tilskipunar Evrópusambandsins 94/19/EC þar sem sérhvert land er skyldað til að koma á fót »innistæðutryggingakerfi«. Það er tryggingasjóður í heimalandinu, sem fjármagnaður er með hluta þeirra fjármuna sem lagðir eru inn á reikninga viðkomandi fjármálafyrirtækis og er ætlað að tryggja innistæður sem nemur 20000 evrum. Íslenski innistæðutryggingasjóðurinn tryggir ekki nema lítinn hluta af þessum innlánum bankanna, en menn mátu það svo að ólíklegt væri að eignir þeirra allra gufuðu upp samtímis.
Var íslenski innistæðutryggingasjóðurinn ef til vill mjög veikburða? Var eftirlitið með honum ef til vill sérstaklega lélegt? Richard Portes, forseti Royal Economic Society var ekki þeirrar skoðunar. Hann skrifaði í opinberri skýrslu árið 2007 : «The institutional and regulatory framework appears highly advanced and stable. Iceland fully implements the directives of the European Union's Financial Services Action Plan (unlike some EU member states)».
Þetta var «well informed common wisdom», hin vel upplýsta almenna viska fjármálaheimsins, greining sem einn glæsilegasti fulltrúi hans, Breti sem orðaður hefur verið við Nóbelsverðlaunin, bauð almenningi uppá."
Okkar eftirlit var það sama og í öðrum löndum ESB. En samt er annað fullyrt á Íslandi, ekki af almenningi en af fulltrúum vinstri manna, og ráðherrum í ríkisstjórn Íslands.
Alain bendir réttilega á að ríkisstjórnir Hollands og Bretlands hafi kosið að greiða þarlendum innlánseigendum mun hærri upphæð en regluverk ESB kveður á um. Og þau hafi síðan sent reikninginn til Íslands. Á Íslandi eru síðan vinstrimenn tilbúnir að jarða veika og fatlaða í bókstaflegir merkingu þess orðs til að uppfylla þessar ólöglegu kröfur.
Og af hverju eru þær ólöglegar???
"Bar þessum þremur ríkisstjórnum einhver lagaleg skylda til að hækka innistæðutrygginguna upp fyrir þá upphæð sem innistæðutryggingasjóðurinn réð við að greiða þeim sem lögðu inn á reikninga hjá Icesave? Tilskipun Evrópusambandsins sem fjallar um þetta efni (94/19/EC1) er alveg afdráttarlaus um þetta atriði: Svarið er Nei!
»Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innistæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum...«
Ég var eftirlitsaðili, svokallaður »shadow reporter« fyrir þingflokk Græningja á Evrópuþinginu, í bæði skiptin sem breytingar voru gerðar á tilskipun 94/19/EC. Í þeirri vinnu kom aldrei til greina að endurskoða það grundvallaratriði að opinberir aðilar skuli ekki gangast í ábyrgð fyrir skuldir einkaaðila."
Nei regluverkið er afdráttarlaust, en íslenskir fjölmiðlar eru fundvísir á vitleysinga sem kunna ekki að lesa, og fullyrða eitthvað út í bláinn. En allir eiga það sammerkt að geta ekki rökstutt sitt mál. Vegna þess að ólæsir menn geta ekki vitnað í texta, en þeir geta bullað í Kastljósi eða Silfri Egils í skjóli þess að umsjónarmenn þessa þátta hafa ekki nennt að kynna sér málið.
Það eru jú aðeins 507 milljarðar til 1.107 milljarðar í húfi. Milljarðar sem munu kosta marga Íslendinga lífið.
En af hverju er hið augljósa ekki virt?? Af hverju er augljósum lagatexta snúið á hvolf????
Alain er glöggur á staðreyndir málsins og bendir á hin augljósu lögbrot breta og Hollendinga.
"Ríkisstjórnir Íslands, Bretlands og Hollands höfðu auðvitað fullan rétt til að bæta það sem uppá vantaði til að innistæðutryggingasjóðirnir á hverjum stað nægðu. Þegar kreppan skall á var það jafnvel skylda þeirra að gera það, koma þannig í veg fyrir ólgu í þjóðfélaginu og viðhalda efnahagslegum og þjóðfélagslegum stöðugleika innanlands. En það var stjórnvaldsákvörðun sem tekin var með lýðræðislegum hætti í hverju landi fyrir sig.
En ríkisstjórnir Bretlands og Hollands gengu jafnvel enn lengra. Þær ákváðu að nota opinbert fé til að endurgreiða þeim íbúum sínum, sem lagt höfðu inná Icesave, áætlað tap »þeirra«. Þetta var mun meira fé en það sem hægt var að greiða úr íslenska innistæðutryggingasjóðnum (nokkuð sem þeim var heimilt og þeim bar sennilega skylda til sbr. það sem sagt er að ofan). Að þessu loknu gerðu ríkisstjórnir Bretlands og Hollands þá kröfu á hendur íslensku ríkisstjórninni, að hún endurgreiddi þeim það sem þær höfðu greitt. Greitt sínum eigin íbúum, ekki Íslendingum! Þær ætluðu með öðrum orðum að breyta þessum einkaskuldum Icesave í opinberar skuldir íslensku þjóðarinnar."
Vissulega uppfylltu ríkisstjórnir breta og Hollendinga sínar skyldur við íbúa sinna landa, en af hætti ræningjans þá sendu þær öðrum þjóðum reikninginn. Augljós lögbrot sem þarf tvö til að framkvæma, þann sem fremur glæpinn og þann sem beitir áhrifum sínum hjá fórnarlambinu til að fá hann samþykktan.
Og íslenskir stjórnmálamenn eru mennirnir sem beita áhrifum sínum til að löghelga hina ólöglegu fjárkúgun breta og Hollendinga gagnvart íslensku þjóðinni. Ef þeir hefðu staðið á rétti sínum, þá væri engin ICEsave deila í dag.
Íslenskir stjórnmálamenn skilja ekki þessi orð Alain Lipietz um hvernig lög og réttur virka. En þau eru samt jafn rétt fyrir því.
"Til er dómstóll sem hefur það hlutverk að túlka tilskipanir: Evrópudómstóllinn í Lúxemborg. Það er orðið tímabært að Bretland og Holland taki aftur upp meginreglu réttarríkisins sem hefur verið þeim til sóma í gegnum söguna, snúi sér til þessa dómstóls og hætti hótunum um að taka eitt pund af holdi af hverjum einasta Íslendingi, þar á meðal ungbörnum.
Margir Íslendingar og fulltrúar þeirra virðast haldnir barnalegri þrá, »löngun til að borga« . En mig grunar að hér sé um samviskubit að ræða: Eins og þetta sé guðleg refsing eftir áralanga trú á skjótfenginn gróða. Ég segi því að vel yfirveguðu máli við þessa dugmiklu og hugrökku þjóð: Þið berið hvorki lagalega ábyrgð á þeirri siðspillingu sem nú hrjáir fjármálakerfi heimsins, né heldur eruð siðferðilega sek um neitt í því sem fór úrskeiðis."
Enda ætla íslenskir stjórnmálamenn að borga með annarra manna peningum. Þeir þykkja alltaf sín góðu laun og sína bitlinga af hendi auðmanna. Það er ofsalega auðvelt að borga skuldir með annarra manna fé.
En þegar það fé er tekið frá þeim sem minnst mega sín, þá kann mannkynssagan fá dæmi um slíkt siðleysi. Einna helst má finna dæmin frá þeim myrku tímum sem voru í Evrópu á árunum 1930-1945 og eru ekki til eftirbreytni.
Þess vegna má ekki þjóðin gleyma þeim sannindum að hún skuldar bretum ekki krónu, en þeir skulda henni mikið fé vegna yfirgangs þeirra og ranginda.
Hún má ekki gleyma því að þeir sem fara núna út til að semja um glæpinn, það eru menn sem ætla öðrum að borga reikninginn.
Það eru menn sem axla ábyrgð á annarra kostnað.
Slíka menn þarf að stoppa.
Kveðja að austan.
Icesave-fundir í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér hérna í öllu, þetta er ekki hægt lengur og allir eiga núna að segja hingað og ekki lengra.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.2.2010 kl. 01:16
Blessuð Ingibjörg.
Það verður að stöðva þessa menn áður en þeir skapa sjálfum sér refsiábyrgð. Nóg er álagið samt á fangelsum landsins, þó ekki þurfi að opna sér deild fyrir ólöghlýðna stjórnmálamenn.
Lög þarf að virða.
Og allir samningar við breta eru ólöglegir því krafa þeirra er ólögleg. Þar fyrir þá skuldum við þeim ekki krónu eins og Alain bendir réttilega á.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.2.2010 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.