Mjög athyglisverður sparnaður

Það er mjög athyglisvert að nú ætli ríkisstjórn Íslands að blása til nýrra samningaviðræðna við breta og Hollendinga, og ná fram sparnaði upp á 300-387 milljarða fyrir íslenska þjóð.

Sérstaklega þar sem forsætisráðherra hefur ítrekað haldið því fram að útgjöld íslensku þjóðarinnar vegna ICEsave samningsins sé 100-250 milljarðar eftir endurheimtum.

Og prófessor við Háskóla Íslands skrifað grein í norskt dagblað þar sem hann hélt því fram að kostnaðurinn væri um 250 milljarðar og bað Norðmenn í guðanna bænum að vera ekki að hjálpa íslensku þjóðinni, því henni munaði ekkert um þessa milljarða.

Samt á að spara 300-387 milljarða með nýjum samningsmarkmiðum.

Hver lýgur???????????????

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sparar yfir 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Og fyrir utan allar lygarnar/rangfærslurnar sem þú lýstir, Ómar, er orðalagið SPARNAÐUR undarlegt fyrir skuld sem við skulduðum aldrei. 

Elle_, 12.2.2010 kl. 21:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ef stjórnin og Þórólfur ljúga ekki, þá hljóta menn að ætla að fá meðgjöf hjá bretunum.

En það er hægt að spara á margan hátt, til dæmis með því að minnka gjafir sínar, sem út af fyrir sig er lofsvert, en samt í grundvallaratriðum rangt.  Eins og þú bendir réttilega á þá þarf að ná orðinu skuld út úr umræðunni, og taka upp orðið skatt eins og sigraðar þjóðir voru látnar greiða sigurvegaranum, eða þá hræddar þjóðir greiddu ógnvöldum, eins og til dæmis Kínakeisarar gerðu oft þegar þeir þorðu ekki í hirðingja gresjunnar.

Skattur er orðið, og um hann ætla menn að semja.  

Og um þá smánarför sem er fyrirhuguð í næstu viku orti ég þessa stemmu,  "Spor í rétta átt, en rangt spor engu að síður"og hún er megin þema mitt á næstunni.  Og ég var stoltur af Loft að yrkja svipaða stemmu, hann er þó flokksbundinn Sjálfstæðismaður og þarf að gagnrýna formann sinn.

En ICEsave er ekki pólitík, ICEsave er sjálf grundvallarspurningin, "að vera maður, að vera ??,  það er efinn".  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2010 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 102
  • Sl. sólarhring: 788
  • Sl. viku: 5641
  • Frá upphafi: 1400398

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 4846
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband