11.2.2010 | 15:30
Spænskur heiðursmaður fullyrðir að ICEsave hafi ekkert með ESB aðild Íslands að gera.
Og ekki nokkur ástæða til annars en að trúa honum.
Af hverju er þá Samfylkingin að neyða íslenska þjóð til að samþykkja smánina sem kennd er við Svavar Gestsson?????
Af hverju sýnir hún réttarríki Evrópu ekki þá virðingu að láta Evrópska dómstóla fjalla um kröfur breta og Hollendinga á hendur íslenska ríkinu???
Menn hafa ekkert með að sækja um aðild að ríkjasamstarfi ef þeir trúa því að það virði ekki leikreglur réttarríkisins.
Og af hverju er breskum ráðamönnum ekki stefnt fyrir dómstóla vegna beitingu hryðjuverkalaga sinna á saklausa nágrannaþjóð??? Og ollu henni ómældu tjóni á neyðartímum.
Ef aðild að ESB er ekki í húfi, hvaða hagsmuni er þá verið að verja??????
Það er æra okkar allra sem er í húfi.
Kveðja að austan.
Össur ræddi við Moratinos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 304
- Sl. sólarhring: 788
- Sl. viku: 6035
- Frá upphafi: 1399203
Annað
- Innlit í dag: 260
- Innlit sl. viku: 5115
- Gestir í dag: 245
- IP-tölur í dag: 242
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get ekki svarað fyrir Samfylkinguna en hvernig þú getur sett samasem merki á milli Icesave I og II og aðildarumsókn að ESB er náttúrulega bara ófrumlegt. Ríkisstjórnin getur haft tvær hugmyndir í kollinum samtímis einsog t.d. þú nema að þú sért þessi týpiski karlmaður sem hefur bara eitt á heilanum í einu.
Það sem er í húfi er allt samstarf við þjóðir heims utan og innan bandalaga. Það skiptir okkur máli að makka rétt hvort við erum að semja við ESB eða bara Breta eða bara um lán til atvinnustarfsemi og fjárfestinga í landinu.
ég get td verið bæði með og á móti aðild að ESB. Það bara veltur á ýmsu. Það er ekki til neinn stóri sannleikur í þessu máli frekar en Icesafe. Notum netið til að ræða málin. Þöggun skoðana er alltaf slæm.
Gísli Ingvarsson, 11.2.2010 kl. 16:17
Blessaður Gísli.
Það hlaut að koma að því, en núna verð ég að viðurkenna mig mát.
Hef ekki gáfur til að setja athugasemd þína í samhengi við pistil minn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.2.2010 kl. 16:27
Ég veit það er ekki á allra færi að skilja þá sem hugsa.
Gísli Ingvarsson, 11.2.2010 kl. 16:40
Já, satt segirðu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.2.2010 kl. 16:49
Kæri Ómar, einn mannlegur pistillinn enn sem lýsir ÓLÖGLEGU og ÓMENNSKU KÚGUNINNI vel. Held því miður að ýmsir viti ekki að þú sért aftur kominn í skriftir. Vertst að þessi Gísli skilur ekki eðlilegt, mælt mál.
Og svo segir hann: Það sem er í húfi er allt samstarf við þjóðir heims utan og innan bandalaga.
Já, og hvað í fjáranum kemur það því við að sættast ekki á ólöglega kúgun og nauðung???
Elle_, 12.2.2010 kl. 20:42
Blessuð Elle,
Gísli er fyndinn, sérstaklega hvernig hann las þöggun út úr þessum orðum mínum. En ég var of grettinn til að hjóla í hann, hef reyndar dálítið lúmskt gaman af þeirri sjálfspíningarhvöt landsölumanna að lesa pistla mína. Fyrirfram ættu þeir að þekkja innihaldið.
En Óskar kom í heimsókn í dag, og kætti geð mitt. Þannig að einhverjir eru að lesa.
Annars eru þetta að uppistöðu skæruliða pistlar hjá mér þessa dagana, það var reyndar Björgvin sem rak mig að lyklaborðinu, og eins skrifaði ég einn grunnpistil um rökin gegn vaxtalausu smáninni. Og annar kom í dag um þá firru að tengja yfirlýsingar, gefnar i góðri trú (eða það skulum við vona), við eitthvað skuldbindandi þrælasamkomulag. Andstaðan þarf að þekkja þessi rök, og ég formaði svarið eftir að hafa hlustað á Ruv-ararna velta sér uppúr dauninum sem kom frá Hollandi. Beið bara eftir réttu fréttinni til að tengja við.
Stríðið byrjar svo í næstu viku, ef bretarnir eru orðnir svo örvæntingafullir um að ný stjórn á Íslandi stefni þeim fyrir stríðsglæpadómstólinn í Hag, og lætur reyna á hvort efnahagsleg hryðjuverk falli þar undir, að þeir séu tilbúnir að samþykkja "rétta sporið á röngu leiðinni".
Verður þá ekki hrópað sigur, og þjóðin fórnar geðsjúkum og okkur hinum til að greiða þeim "sigurskatt". Þá fyrst reynir á okkur Elle, nauðgun er alltaf glæpur, hvort sem um hópnauðgun, raðnauðgun, eða eina nauðgun er að ræða.
Glæpur er glæpur, þjófnaður er þjófnaður og fjárkúgun er fjárkúgun.
Ekki milliríkjadeila.
Og á því þurfum við að hamra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.2.2010 kl. 23:09
Gat ekki lýst þessu betur, Ómar: Glæpur er glæpur, þjófnaður er þjófnaður og fjárkúgun er fjárkúgun. Og allt hitt sem þú sagðir í svarinu. Já, geðsjúkum og okkur hinum verður örugglega fórnað fyrir sigurskatt ef þessi Icesave-sýkta stjórn fellur ekki.
Elle_, 13.2.2010 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.