10.2.2010 | 19:29
Smá leiðrétting Björgvin.
Í það fyrsta átt þú þakkir skildar að verja málstað Íslands og leiðrétta þessar eftiráskýringar hollenska Seðlabankastjórans.
Í öðru lagi þá átt þú þakkir skildar fyrir að leiðrétta þær rangfærslur að gistiríkið hafi ekkert með stofnun og eftirlit bankaútibúa á sínum fjármálamarkaði. Augljóst öllum sem lesa lög og reglur Evrópusambandsins, en flestum ókunnugt á Íslandi sökum þess heljartaks sem spunakokkar flokks þíns hafa á allri fjölmiðlaumræðu á Íslandi. Á íslenskum fjölmiðlum hefur verið unnið eftir þeirri reglu að ef eitthvað kemur málstað Íslands illa, en bretum og Hollendingum vel, þá er það birt, en þagað yfir hinu gagnstæða.
Til dæmis hefur launaður starfsmaður þjóðarinnar, Egill Helgason, ítrekað haldið þeim rangfærslum á floti, bæði á vef sínum, og sérstaklega í þjóðmálaþætti sínum, að ICEsave hafi verið á ábyrgð íslenskra stjórnvalda eingöngu og algjörlega falið sannleikann í vef rangfærslna og blekkinga.
Það er því ótrúlegt að þú skulir koma leiðréttingum þínum á framfæri í íslenskum fjölmiðlum, án þess að út úr orðum þínum sé snúið eða rangt eftir þér haft. Þó á ég eftir að sjá hvernig fréttastofa Ruv finnur flöt til að rétta hlut hollenska Seðlabankastjórans.
En þetta er langur formáli um smá leiðréttingu.
Hollendingurinn var bara einn af mörgum stuðningsmönnum hinnar ólöglegu fjárkúgunar breta og Hollendinga sem fer með rangt mál, og lýgur vísvitandi í fjölmiðlum ytra.
Það sem gaf orðum hans vægi var að Steingrímur Joð Sigfússon tók strax undir málflutning hans og sagðist hafa gögn undir höndum sem staðfesti ávirðingar hans í þinn garð, og þeirra embættismanna sem undir þig heyra. Og til að kóróna dylgjurnar, þá var hann ekki maður til að birta hin meintu gögn, nei hann vísaði í óbirta skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
Þannig fékk lygi Hollendingsins sjálfstætt líf í íslenskri þjóðmálaumræðu.
Og mannorð þitt er svert.
Hafðu þetta í huga.
Kveðja að austan.
Ólíðandi ávirðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.