Er Steingrímur að ljúga????

Eða trúir hann þessu sjálfur.

Steingrímur Joð Sigfússon fullyrðir að í aðdraganda bankahrunsins hafi íslenska Fjármálaeftirlitið framið slík embættisafglöp að það geti skapað íslenskum stjórnvöldum langtum meiri skaðabótaskyldu en sú ólöglega fjárkúgun breta og Hollendinga sem þeir hafa knúið hann til að undirrita.

Hvernig er hægt að skilja orð hans öðruvísi þegar hann segir "hversu varhugavert það gæti verið fyrir Ísland sjálft ef málið færi fyrir dómstóla" og vísar þar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Samt er Steingrímur á fullu að undirbúa fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hvernig á þjóðin að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvort hafni beri eða samþykkja hina fyrirhugaða ríkisábyrgð???   Ekki veit hún hvað stendur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.   Ekki veit hún hvernig orð eða gjörðir embættismanna geta skapað henni þvílíka skaðabótaábyrgð að þvinguð ríkisábyrgð upp á um 1.000 milljarða telst betri kostur??

Í hverju er glæpurinn fólginn???   Hvaða lög og lagagreinar var verið að brjóta???   Hvernig geta slík lögbrot skapað íslenskum stjórnvöldum skaðbótaábyrgð sem hingað til hefur þurft uppgjöf í krafti hernáms til að fá þjóðir til að samþykkja?

Hvaða dómstóll hefur lögsöguvald til að dæma slíkar skaðbótagreiðslur?????  

Íslenskur dómstóll hefur það ekki í tilvísun til neyðarréttar þjóðarinnar, erlendur dómstóll þarf fullnustu hervalds eða alþjóðlegra efnahagsþvingana til að gera slíkt.

Eru þessu meintir glæpir eða embættisafglöp þess eðlis að heimsbyggðin munu líta þetta alvarlegri augum en kjarnorkuvopnatilraunir Írana????

Hvað hefur Jónas FR Jónsson gert sem er svona hrikalegt að vestræn saga á engin fordæmi síðustu áratugina????

Eða er Steingrímur Joð Sigfússon að fara rangt með enn einu sinni til að hræða landsmenn til undirgefni við hina erlendu húsbændur hans????

Hver trúir svona tröllasögum??  Svona fyrir utan vitgrannt fjölmiðlafólk sem gera þær einu kröfu til frétta sinna að þær séu orð ráðamanna.  

Ef Alþingi opnar ekki tafarlaust skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um þetta atriði, þá er ljóst að það gengur beinna erinda erlendra fjárkúgara.

Og það gilda lög um slíkt athæfi.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Dómstólaleiðin varhugaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef það var logið að Holendingunum út af Icesave þá ætti ekki að vera flókið að benda á gögn sem styðja það. Ef þau gögn eru ekki til sem ég tel líklegt þá var aldrei logið að Hollendinginum heldur eru þeir einfaldlega að kasta skít til að breiða yfir eigin vanhæfi. Steingrímur J lætur sig dreyma um einhverja uppreisn æru og að einhverstaðar sé til upptaka eða undirritaður bleðill frá Jónasi eða Dabba þar sem þeir ljúga, en á meðan svo er ekki þá er kaldur raunveruleikin bara sá að hann er með drulluna svo langt upp á bak að það ætti engin heilvita maður nálægt honum.

Guðmundur Jónsson, 2.2.2010 kl. 15:17

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Það sem ég er líka að vekja athygli á er að skaðabótaábyrgð þjóða myndast ekki af sjálfu sér.

Ekki þegar svona gífurlegar upphæðir er að ræða.  Í þessu samhengi má aldrei gleyma heildarupphæðinni, orðagjálfrið um eignir  móti er ekki atriði málsins,  á meðan hinar meintu eignir eru ekki strax dregnar frá.

Skoðum hlutina í sögulegu samhengi.  Hlutfallslega voru Þjóðverjar við Vesalsamninganna látnir greiða lægri skaðbætur þó þeim væri kennt um upphaf fyrra stríðs, og höfðu valdið gífurlegum skaða í Frakklandi og víðar.  Eftir seinna stríð, þá voru skaðbæturnar miklu hlutfallslega lægri því ekki var talið rétt að láta saklausan almenning blæða vegna misgjörða leiðtoga sinna.  Þó var skaðinn, bæði í mannslífum og eignum gífurlegur.

En okkur er talið í trú um að orð eða gjörðir forsvarsmanna fjármálaeftirlitsins hafi verið það hræðileg að  íslenska þjóðin muni verða dæmd til að greiða skaðbætur sem eiga sér engin fordæmi í nútíma sögu.  Líklegast þarf að fara til fornaldar til að finna eitthvað sambærilegt, enda er hugmyndaheimur VinstriGrænna um skuldaþrældóm almennings vegna skulda höfðingja sóttur til samsvarandi laga Rómverja hinna fornu.

En nútíminn á engin dæmi um löggjöf eða hugsunarhátt sem réttlætir þessa kröfur breta og Hollendinga.   Þess vegna er ekki nóg að upplýsa glæpinn,  það þarf líka að setja hann í samhengi við þau lög í þjóðarrétti sem leyfa slíka nauðung þjóða, og lög í þjóðarrétti sem leyfa valdbeitingu til að innheimta hana.

Það er ekki nóg að ljúga glæpnum upp á Fjármálaeftirlitið, það þarf þá líka að týna til þau rök og lög sem um málið gilda.  Enginn íslenskur dómstóll dæmis þjóð sína í slíkar fjárskuldbindingar.  Dómstólar  í Hollandi og Bretlandi hafa ekki lögsögu til að dæma íslensku þjóðina í skuldaánauð, slíkt er alltaf bein stríðsaðgerð gagnvart öðru sjálfstæðu ríki, og dómstólar EES hafa ekki heldur heimild til að ganga gegn neyðarrétti EFTA ríkja.

Eftir stendur þá hugsanleg kæra breta til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og þó Jónas myndist ekki vel, þá samt, ég trúi ekki að slík kæra muni vekja upp neitt annað er aðhlátur og skömm í garð þeirra sem níðast á smáþjó í neyð.

VinstriGrænir og Samfylkingin eru þar ekki í meirihluta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2010 kl. 15:40

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég held að menn ættu líka að skoða hvað kröfuhafar í þrotabú bankanna hafa um það að segja ef ríkið samþykkir að taka peninga úr búunum til að greiða bretum og hollendingum.

Það rýrir það sem eftir er og getur þar með skapað ríkinu skaðabótaábyrgð gegnvart almennum kröfuhöfum.

Ríkið verður að fara dómstólaleiðina til þess að fyrirbyggja að þessi staða g eti komið upp.

Sigurjón Jónsson, 2.2.2010 kl. 15:47

4 Smámynd: Jón Sveinsson

Það sem Steingrímur segir er lygar því ekki hefur ríkisstjórnin tekið nokkurn mann fastan því ekki skrifast þetta á þjóðina sjálfkrafa hverjir eru þeir ráðamenn sem þessi gjörningur er skrifaður á, það var maður kallaður vel lygni Bjarni sá kemst ekki með hælana þar sem steingrímur hafði þá fyrir kosningar

Jón Sveinsson, 2.2.2010 kl. 16:23

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ánægður með þig Ómar frábær skrif til handa okkur íslendingum við verðum að verjast ekki gerir stjórnin það fyrir okkur.

Sigurður Haraldsson, 2.2.2010 kl. 16:37

6 identicon

Sæl.

Sennilega gáfulegt að lesa meðfylgjandi grein, áður en rokið er til og Steingrími trúað eins og nýju neti:

http://visir.is/article/20100202/SKODANIR03/758154004

Bkv.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 16:43

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Aðeins þetta með forgang innstæðna, hann gengur gegn samningarétti, en réttlætt með tilvísan í  neyðarástand.  Reikna varla með að íslenskur dómstóll gangi gegn því, en af hverju ættu dómstólar til dæmis í Bretland að samþykkja þessi inngrip íslenskra stjórnvalda???

Hvaða neyð var til staðar í Bretlandi sem réttlætti að stjórnvöld í öðru landi gripu inn í almennan rétt kröfuhafa???'

Það er ekkert í hendi með hinar meintu eignir, ef svo væri, þá myndu bretar fyrir löngu verið búnir að yfirtaka þrotabúið og þar með lausir við þetta leiðindamál, sem á eftir  að verða þeim hneisa næstu áratugi hið minnsta.

En trúgjarnt fólk á  Íslandi, trúir öllu, bara svo það sé öruggt að skattpeningar þess fer ekki í að sinna sjúkum og öldruðum.

Þetta kallar félagshyggjufólk að vera menn með auðmönnum

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2010 kl. 16:53

8 Smámynd: Elle_

Ómar, hann er vita gegnsær.  Hann beitir enn lygum og hefur ekkert dregið úr hræðsluáróðrinum, sem mun bara fara versnandi.  Engin orð embættismanna geta gert íslenska ríkið ábyrgt fyrir neinu Icesave.  Og engu máli skiptir þar um hvort embættismaður laug að Hollendingum eður ei.  Það gerir ekki son minn skaðabótaskyldan næstu öldina, svo mikið er víst. 

Og ætli Hollendingurinn ljúgi ekki bara sjálfur til að losa sig undan ábyrgð og líka til að vera í náð kjósenda?  Hollenskur prófessor fullyrti opinberlega og skriflega að fjármálaráðherra Hollands væri að pína Ísland með Icesave fyrir kjósendur í komandi kosningum.  Og fullyrt hefur líka verið að það sama hafi vakað fyrir Gorda í Icesave-ofbeldi hans.  Og framkvæmdastjóra EU fyrir nokkru. 

Ætlun Steingríms er nú sem fyrr að pína Icesave í gegn með öllum ráðum, það er ekki nokkur vafi, hvort sem er með ósvífnum lygum sem fyrr eða með því að hafa af okkur lýðræðið um að kjósa.  Hann ætlar sko að halda völdum og Jóhanna ætlar inn í EU með land og lýð.  Það þarf að draga þennan mann út með Jóhönnu meðferðis og allt heila Icesave-liðið. 

Elle_, 2.2.2010 kl. 17:03

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

ElleE samála ég skal vera með í því að drag þau út ef þau fara ekki sjálfviljug!

Sigurður Haraldsson, 2.2.2010 kl. 17:21

10 Smámynd: Elle_

Kærar þakkir, Sigurður, - við skulum þá fara að finna dráttarvél og reipi.  Núna! -_-

Elle_, 2.2.2010 kl. 17:27

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég á dráttarvélina! sennilega ekki heppilegasta aðferðin.

Sigurður Haraldsson, 2.2.2010 kl. 17:40

12 Smámynd: SeeingRed

"Skoðum hlutina í sögulegu samhengi.  Hlutfallslega voru Þjóðverjar við Vesalsamninganna látnir greiða lægri skaðbætur þó þeim væri kennt um upphaf fyrra stríðs, og höfðu valdið gífurlegum skaða í Frakklandi og víðar.  Eftir seinna stríð, þá voru skaðbæturnar miklu hlutfallslega lægri því ekki var talið rétt að láta saklausan almenning blæða vegna misgjörða leiðtoga sinna.  Þó var skaðinn, bæði í mannslífum og eignum gífurlegur. "

Með þetta í huga er vert að skoða nánar þátt alþjóðlegra bankamanna á Wall Street og í London í slagtogi með nokkrum iðnjöfrum og olíurisum í að gera Nasistum það mögulegt að komast til valda, sama má raunar segja um Októberbyltinguna á sínum tíma og seinna hernaðaruppbyggingu Sovétríkjanna. Anthony C. Sutton leiddi okkur í allan sannleikann um það hvernig þessi hráskinnaleikur fór fram eftir miklar rannsóknir. http://video.google.com/videoplay?docid=6244851259954264539&hl=en&safe=active#

SeeingRed, 2.2.2010 kl. 17:51

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið.

Elle og Sigurður, það mun kannski vera þörf á dráttarvél um helgina, vísa á nýjasta pistil minn til rökstuðnings.  Annað hvort verður Fjármálaeftirlitið ákært eða stjórnin víkur, héðan af er enginn millivegur.

ICEsave stjórnin fór yfir strikið.

Og takk fyrir upplýsingarnar þú sem sérð rautt.  Hef oft hugsað um þessa hluti og aðeins bloggað um þá.  En ég tel að núna sé mannkynið komið á þann tímapunkt að það sætti sig ekki lengur við svona vinnubrögð.

Tími næstu byltingar mannsandans er framundan.  Eða þá endalok siðmenningarinnar, það er ekkert val lengur og bjórinn, boltinn, og leisýinn eru ekki lengur valkostur hins lata manns.

En núna er stríðið í bakgarði okkar og ég segi eins og Elle, synir mínir munu aldrei borga fyrir meint mistök Jónasar Fr.  Að detta það í hug að nota sem rökstuðning fyrir uppgjöfinni í ICEsave deilunni, það er grátlegra en nokkuð það sem grátlegt er.

Ef einhver hefur gert rangt, þá skera dómsstólar úr um það.  Og hinir seku munu þá axla sína ábyrgð.  En þjóðin mun ekki sitja inni fyrir þeirra hönd.

Sá tími leið undir lok við fall Rómaríkis.

Og svo trúi ég ekki orði af orðum þessa manns.  Fyrri rangfærslur Hollendinga hafa gert þá að ómerkingum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2010 kl. 19:27

14 identicon

Sæll Ómar

Það sem Seeing Red kemur inn á er í reynd það sem ég hef áður tjáð mig um í aths. hjá þér.  Heims-kapítalisminn er nefnilega = Stríðs-kapítalisminn.  Mikil maskína sem hefur lengi mallað og drepið saklaust fólk í ógurlegum hrönnum. 

En þessi maskína fóðrar okkur líka með mikilli skinhelgi, glamúr, glansmyndum og miklum kjafta-vaðli og krókódílatárum allra hræ-ætanna í silki-jakkafötunum á öllum Wall Streets heimsins.  Það var gegn þessum hýenum sem Ezra Pound þrumaði mörg af sínum mögnuðustu ljóðum, þmt. Usura = okur/fjárplógur, sem eirir engu og drepur allt hið fagra í heimi okkar mannfólksins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 21:58

15 identicon

Þá kemur stóra spuningin:  Hvað gengur Steingrími og Jóhönnu til, að spangóla eins og snatar með þessum hýenum?  Er það heimska?  Er það þrjóska?  Er það kannski bara heimskuleg þrjóska vegna eld-gamaldags flokka-pólitísks leðjuslags?  Þjóðin hefur alla vega engin efni á að horfa lengur upp á þetta lengur.  Við segjum:  NEI!    

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 22:08

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mælirinn er fullur ég get ekki sætt mig við meira framundan er stríð til að bæta skaðann sem nokkrir fjárglæfra menn komu okkur í. Við verðum að refsa þeim og finna peninginn það er lágmarks krafa hvað getum við beðið lengi?

Sigurður Haraldsson, 3.2.2010 kl. 01:59

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég hef verið sérstakur áhugamaður um að fólk beini reiði sinni að  kerfinu en ekki þeim einstaklingum sem spiluðu eftir því.  Tel mikilvægt að leiðir réttarríkisins hafi sinn gang en hef útfært rök fyrir mikilvægi þess að kerfið sé gert upp með sannleiksnefnd, þar sem allur óþerrinn komi upp á yfirborðið, bæði sem lærdómur og eins sem tæki til að gera upp þetta gjörspillta kerfi.  En leið réttarhalda og lagaþras þar sem 4-5 fallnir menn eru hengdir og nokkrar skúringarkonur hýddar, það er leið gamla kerfisins til að viðhalda sjálfu sér, skapar því tíma og frið á meðan það herðir tökin og stoppar í þann leka sem gróf undan tilvist þess.  

Ég vil sannleikann og losna við þetta lið fyrir fullt allt, en þjóðin er ekki taktísk, og situr uppi með rannsóknarnefnd sem skilar endanlega af sér áríð 2210 og í millitíðinni þá þarf að flytja inn lögfræðinga sem finna endalaust eitthvað grátt svæði sem réttlæta þetta og hitt.

Og í raun er ég sammála þeim, gráa svæðið var orðið hin viðurkennda réttarfarsregla, og ef þú græddir, eða sagðist græða, þá spilaði þjóðfélagið með.

Og uppsker núna ameríska vogunarsjóði og erlendar blóðsugur sem sérhæfa sig í að ræna auðæfum almennings á hamfarasvæðum.

Ef þú vilt þá get ég endurprentað mínar helstu röksemdir um mátt sannleikans, og mikilvægi þess að við lærum einu sinni af reynslu annarra, sem kallast sagan.

Segðu bara til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2010 kl. 09:19

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Heimskapítalismi, stríðskapítalismi, nýfrjálshyggja, alþjóðavæðing.

Vissulega tengist frjáls markaður þessu öllu, en ég held að hann sé ekki vandinn, sem slíkur.  Hvað gerist þegar fólk þarf að skiptast á vörum og þjónustu???  Kemst það ekki að niðurstöðu um skiptin.  Sú niðurstaða kallast verð.  Og ef enginn þvingar fram viðskiptin þá kallast þau frjáls markaður.  Og ég sé ekki aðra leið til að ná utan um þessa þörf samfélagsins að skiptast á vörum og þjónustu öllum til hagsbóta.

En lífið er ekki svona einfalt, og þræðir græðgi og villimennsku, valdafíknar og rána, liggja út um allt okkar kapítalíska kerfi.  En það á sér miklu eldri rætur, löngu áður en menn vissu um kapítalsista, þá byrjuðu menn að brenna þorp nágranna sinna, kúga þá og arðræna. Og vissulega líka sína eigin þegna eftir að yfirstétt myndaðist.   Í raun erum við að tala um villimennskuna, þá arfleið sem villidýrið á í mennskunni.  Kallaði Darwin þetta ekki að sá hæfasti kæmist af.  Og hugmyndafræði margra hefur takmarkast við þetta sjónarmið villimennskunnar.  

En þetta er rangt, því maðurinn er ekki villidýr, hann er skynsemisvera, tilfinningavera, hann er mennskur.

Og það erum við flest, en villimennirnir hafa aldrei þurft að vera margir til að setja allt á annan endann, það tekur oft ekki nema eina nótt með brennum og ránum að eyðileggja heila siðmenningu eins og þegar Mongólar eyddu Bagdad á þrettándu öld.  Eins er það með friðsæl samfélög fiskimanna, þau geta lifað sátt við sitt og haft ágæta afkomu í takt við breytta tíma.  Svo er settur á kvóti og fjarlægur auðmaður sendir togara sem þurrkar upp miðin á nokkrum árum.

Siðmenningin er tæki mannsandans til að takast á við villimennskuna, stef sem oft hefur komið fram í pistlum mínum.  Og ef siðmenningin vill lifa af, þá verður hún að taka sig taki og ná endanlegum böndum á þessa villimennsku, og það er barátta sem kemur kapítalisma, kommúnisma eða öllum ismum ekkert við.  

Þessi barátta snýr af manninum sjálfum og því hvað hann viðurkennir og þolir, og hvað hann þolir ekki.  Og þessi barátta er nauðvörn, því eyðileggingarmáttur okkar er kominn á það stig, að villimennirnir geta útrýmt okkur í brölti sínu.  Þess vegna þarf að setja þá í bönd, og það verður aðeins gert með innri byltingu, byltingu okkar sjálfra.  Ég hef oft gantast með að í hinum kristna heimi (kristin trú mótar siðmenningu okkar hvort sem við játum trúna eður ei) þá höfum við  haft tæp 2.000 ár til að skilja inntak kristinnar, sem leiðarvísi inn í nýja framtíð.  Og þetta inntak er ekki mjög flókið, þú átt að vera góður við börnin (þeirra er sakleysið og framtíðin) og þú átt ekki að gera öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér.  Og masókistar teljast ekki með hvað seinni liðinn varðar.

Siðmenningin fann það út fyrir einhverjum árþúsundum að það væri allra hagur að menn hættu að borða hvor aðra, núna þarf hún að taka næsta skref, og það er að viðurkenna rétt allra til lífs og framtíðar.  

Hinn valkosturinn er eyðing í einhverri mynd, hvort sem það er gjöreyðing eða sálarlaust tækniþjóðfélag, þjóðfélag Stóra bróður sem er group hf. eða hvaða sem villimönnunum dettur í hug til að níðast á meðbræðrum sínum.

Málið er nú ekki flóknara en þetta, Pétur.  Heimurinn þarf skáld  og hugsuði, hugsjónamenn og mannvini, og einbeittan vilja til að fjötra Fernisúlf og kasta honum út í ystu myrkur tómsins, en áður en Ragnarök verða, hver sem þau annars eru.  Fólk þarf að líta í eigin barm, og viðurkenna sína ábyrgð á þróun mála.  Ábyrgð sem byggist á því að hafa ekki nennt að hugsa, nenna ekki að hlusta, nenna ekki að gera eitthvað í sínum málum.

Og þegar einn hefur gert það, þá er það jafn mikið mál fyrir hina 6.500 milljarða að gera slíkt hið sama.  Gerist ekki einfaldara.

Þetta er jú alltaf spurning um mátt mannsandans og hann er mikill, miklu meiri en fólk vill viðurkenna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2010 kl. 10:14

19 identicon

Heill og sæll Ómar

Við erum báðir að meina og hugsa það sama, aðeins með blæbrigðamun í framsetningu.  Þínir frábæru pistlar eru efnismeiri en athugasemdir mínar, enda bara athugasemdir frá mér.  Hjörtun í okkur slá hins vegar í samhljóm, þeim samhljóm sem við köllum siðmenningu og á að einkennast af endalausri baráttu fyrir að verja helstu gildi hennar: réttlæti, sanngirni, sannleika og því segi ég á sama hátt og þú Ómar:  "Málið er nú ekki flóknara en það"

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 14:08

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála Pétur.

Er að safna í sarpinn, skrifa niður þegar hugrenningatengsl myndast.  

Og geta gripið í þegar þannig stendur á.  

Þetta er næsta skref umræðunnar, og ég er tilbúinn í hana.  Það vantar bara lúðrablásarann sem tilkynnir manninn með framtíðarsýnina.  Hef alltaf bundið vonir við Ögmund, og hef ekki gefið hana upp á bátinn.

En hvað sem verður, þá lifa alltaf orðin sem eru komin á blað.

Kveðja frá ICEsave andstöðunni. 

Ómar Geirsson, 3.2.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband