2.2.2010 | 13:50
Steingrímur nær ekki kjarna málsins.
Það er ekkert sem skuldbindur saklausan almenning til að greiða skuldir einkaaðila.
Hafi auðmönnum og fjármálafyrirtækjum tekist að fá stjórnmálamenn til að skrifa upp á slíkar skuldbindingar, fyrirfram án þess að hin endalega upphæð er þekkt, þá eru slíkar skuldbindingar ólögmætar.
Til dæmis getur mafían ekki mútað 63 þingmönnum til að skrifa upp á að íslensk ungmenni séu varabanki fyrir líffærasölur þeirra. Eða hægt sé að breyta Íslandi í hóruhús undir merkjum erótísks dans.
Almenningur á sín grundvallarréttindi, sem eru varin af stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum. Það er ekki hægt að selja almenning í þrældóm, gera eignir hans upptækar eða leggja hald á skattfé hans, sem hann greiðir til að standa straum af sameiginlegum útgjöldum, bara vegna þess að stjórnmálamenn telji sig hafa þann rétt að mega skrifa upp á hvað sem er.
Það er ekki þannig. Sá tími er löngu liðinn. Það eru aldir síðan að slíkt var hægt.
Og einstaklingar í þjónustu almennings, hvort sem það er hjá Fjármálaeftirlitum, Seðlabanka, skólum eða sjúkrahúsum, skapa almenningi ekki þá skaðabótaábyrgð að hægt sé að ganga að eigum hans og skattfé.
Vissulega ber hið opinbera alltaf vissa skaðabótaábyrgð, en henni eru takmörk sett. Óhæfir embættismenn, óhæfir ráðherrar, geta aldrei bundið enda á siðað þjóðfélag með gjörðum sínum.
En þeir geta fengið að dúsa í fangelsi ef þeir hafa brotið lög og reglur.
Viti Steingrímur Joð Sigfússon um slík lögbrot eða gjörðir sem skapa skaðbótaábyrgð, þá á hann að segja frá þeim, láta rannsaka þau og dæma.
Þannig virkar réttarríkið.
Dylgjur eru aftur á móti vinnubrögð Gróu kennda við Leiti.
Og þú leggur aldrei skuldahelsi á saklausan almenning með tilvísun í dylgjur.
Og það er fáheyrt í nokkru lýðræðisríki að stjórnvöld séu viljug að afhenda óvinveittum þriðja aðila skattfé almennings vegna óljósra yfirlýsinga um að eitthvað hafi verið sagt eða gert.
Hver segir að orð þessa Hollendings séu sönn??
Nú hafa hollensk stjórnvöld þegar verið margsaga í málinu, og bresk stjórnvöld afhjúpuð sem lygamerðir þar sem allar þær ástæður, sem þeir gáfu upp við beitingu hryðjuverkalaga sinna, hafa verið afsannaðar sem rangar og tilhæfulausar.
Ennþá eigum við samt að trúa að fyrra bragði öllu sem frá þessu fólki kemur og nota þau orð sem réttlætingu þess að sjúkir fái ekki þjónustu og öryrkjar verði látnir lepja dauðann úr skel.
Hvert er siðferði slíks fólks sem svona starfar??
Hvert er vit þeirra og þekking???
Vita þeir ekki að það eru dómstólar sem skera úr um meinta skaðabótaábyrgð, og hvers eðlis hún er????
Vita þeir það ekki að það er andstætt öllum lögum og reglum réttarríkisins að taka einn úr og hengja fyrir það sem allir gerðu. Bankakerfi Evrópu féll. Aðeins kröftug inngrip ríkisvaldsins og Seðlabanka héldu því á floti. Og mjög margt var sagt sem ekki stóðst.
Fram á síðasta dag, meira að segja eftir fall Lehmans bræðra, þá var fólki sagt að hafa ekki áhyggjur því allt færi vel að lokum. Það voru ekki bara íslenskir embættismenn og ráðamenn sem slíkt gerðu.
Það eina sem skyldi á milli var stærð hins íslenska bankakerfis. Og það var ekkert í regluverki ESB sem bannaði slíka stærð. En mjög margt sem bannaði stjórnvöldum að grípa inn í án þess að að skapa sér skaðabótaáhrif.
Því sannleikurinn er sá að heilt kerfi hrundi. Bæði viðskiptamódel bankanna, og ekki hvað síst það reglu og eftirlitsverk sem Evrópubandalagið og USA settu til að fylgjast með starfsemi fjármálafyrirtækja.
Fjármálafyrirtæki voru orðin ríki í ríki sínu og fóru sínu fram. Allsstaðar, ekki bara hér á Íslandi.
En jafnvel þó íslensk stjórnvöld hafi fundið upp græðgikapítalismann og fundið upp allt hið Evrópska regluverk, og þó menn hafi verið fullir dag og nótt í vinnu sinni, þá samt;
Saklaus almenningur er ekki í ábyrgð fyrir gjörðir höfðingja sinna. Og ekki í ábyrgð fyrir skuldum auðmanna. Slíkt er liðin tíð.
Þetta er sá kjarni málsins sem Steingrímur Jóð Sigfússon hefur ekki ennþá náð.
Kjarni sjálfrar siðmenningarnar.
Almenningur á sín grunnréttindi.
Og þau verða ekki skert nema með blóðugu valdráni auðmanna og Leppa þeirra.
Fleyg eru þau orð Steingríms þegar hann varð ungur ráðherra og sagði að hann vildi bora fjöll, því móðir hans hafði talið það skynsamlegt.
Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að hún hafi líka sagt honum að selja sál sína á altari auðmanna og vera sá Leppur þeirra sem afnám siðmenningu Íslands árið 2010.
En siðmenningin mun ekki falla átakalaust.
Kveðja að austan.
Erfið samningsstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 12:15 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar ég er sammála öllu sem þú segir þetta gengur ekki lengur þessi gengdarlausa vitleysa þing og ráðamanna þessu verður að linna ella senda þá alla 63 í fangelsi. Og eins og Steingrímur segir þá bendir ansi margt til að Landráð hafi verið reynd af ráðamönnum þessa lands og kannski ekki von að hann vilji koma upp um vini sína í þessu máli. Þetta eru ekkert annað en stórsvik við þjóðina sem Vg ætlar að standa undir, ekki bjóst maður við þessu af þeim en það er oft flagð undir fögru skinni og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Það er ekkert Hægri eða Vinstri öfl í landinu þeir ganga allir undir sama merki í þessu máli virðist vera og sú stefna er tekinn að svíka þjóð sína svo illilega að fólk út í heimi trúir varla sínum egin augum. Og ekki bætir trúverðleiki Jóhönnu með glæpamann sem aðstoðarmann sem segir að það þurfi að vera leynd yfir því sem stjórnvöld eru aðsegja við Bréta og Hollendinga.
Elís Már Kjartansson, 2.2.2010 kl. 16:58
Allt er þetta satt og rétt hjá þér Ómar og hafðu þakkir fyrir baráttu þína.
Þú segir: "Hver segir að orð þessa Hollendings séu sönn??"
Ég fullyrði, að það sem þeir seðlabankamenn Arnold Schilder og Nout Wellink, hafa um Icesave-málið að segja er í veigamestu atriðum lygi og til þess sett fram að minnka eigin sök. Svo að líking sé tekin þá er lygi Wellink jafn löng og nafn hans sjálfs: Arnout Henricus Elisabeth Maria (Nout) Wellink !!!
Loftur Altice Þorsteinsson, 2.2.2010 kl. 17:31
Ætlar maðurinn aldrei að skilja að við eigum ekkert að semja um neitt Icesave, Ómar??? Það er ekki eins og hann viti ekki að lögin eru öll okkar megin, nei, málið snýst um að hann sjálfur haldi völdum og sinni aumu Icesave-stjórn.
Elle_, 2.2.2010 kl. 17:31
"Saklaus almenningur er ekki í ábyrgð fyrir gjörðir höfðingja sinna. Og ekki í ábyrgð fyrir skuldum auðmanna. Slíkt er liðin tíð."
Þetta eru einhver best orðuðu rök gegn samþykkt Icesave sem ég hef séð!
Takk.
Davíð Pálsson, 2.2.2010 kl. 17:36
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Vil ítreka að þetta mál verður allt að skoðast í samhengi og seinni fréttir dagsins eru grafalvarlegar. Ef ICEsave stjórnin upplýsir almenning um þessi meintu brot Jónasar, þá á hún að víkja.
Annars hafa breta og Leppar þeirra framið valdarán með stuðningi auðmanna og fjölmiðla þeirra.
Og Elís, takk fyrir þitt innslag. En hafi ég misskilið þig áðan þegar þú komst inn eftir honum H.T. þá þykir mér það mjög leitt, en í sterkum pistli með sterkri fyrirsögn, þá geta oft saklausir lent á milli víglína. Það er til lítils að taka stórt upp í sig, og hafa ekki svo duginn til að svara fyrir sig ef hæðnisglósur koma í andsvari. Hana sendi ég alltaf margfalt til baka.
En það er aldrei meiningin að móðga neinn óvart, og hafi það gerst hjá mér, þá bið ég afsökunar á því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.2.2010 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.