Tími svika er liðinn.

Fjárkúgarar og glæpamenn eru dregnir fyrir dóm.

Vissulega er það þekkt hjá Mafíunni að hvika ekki frá kröfum sínum, til dæmis í mannránsmálum, en það er gert í skjóli múta og hótana.

Eins var það með öldu flugrána sem gengu yfir heimsbyggðina þar til ein manneskja sagði hingað og ekki lengra; "Við beygjum okkur ekki fyrir kúgunum og hótunum".   Þá lagðist sú ömurlega iðja af.

Eins er það með þennan Bos.  Hann mun vera heppinn að enda ekki fyrir stríðsdómstólnum í Hag, gjörðir hans eru þær sömu og margra ógæfumanna sem þar hafa endað.

Og til að ná fram réttlæti, þá þurfa íslenskir stjórnmálamenn aðeins að segja nei við mútunum og hótunum.

Og kæra framferði breta og Hollendinga fyrir ESA, Eftirlitsstofnun EFTA.  Þá fer ferli laga og réttar af stað, og núverandi ráðamenn Hollands og Bretlands standa eftir sem berstrípaðir kúgarar og glæpamenn sem þeir sannarlega eru.

Þú kúgar ekki þjóð með hótunum og ofbeldi til ólöglegra athafna, eins og að greiða skaðabætur vegna einhvers sem hún hefur ekki gert.

Sá tími lauk þegar Nasistar voru brotnir á bak aftur.

Evrópa er réttarsamfélag og það er tími til kominn að virkja það.

Kveðja að austan.

 

PS.  Forstjóri ESA heitir Per Sanderud og símanúmer hans er á heimsíðu ESA.

 


mbl.is Hollendingar gefa sig ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hollenski fjármálaráðherrann fullyrti eftir hrunið og má finna á heimasíðu hollenska fjármálaráðuneytisins, að við bankakerfishrun eins og gerðist hér, bæri þjóðin ekki ábyrgð á skuldum einkabankanna.  Einungis ef einn félli.  EES reglugerðin væri skýr hvað það varðar.  Áhugavert hvort að Steingrímur hafi minnt hann á þessi orð?  Nei varla.  Hann er aðal hagsmunagæslumaður Breta og Hollendinga.  Bjóst einhver við árangri af fundarinum hvað ísland varðar?  Býst einhver við einhverju af þeim gufum formönnum framsóknar of sjalla?  Ætli þeir verði ekki þöglir sem gröfin um fundinn, komnir inn í leyniaðgerðalið Steingríms J. og Jóhönnu?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 19:05

2 Smámynd: Björn Birgisson

Æ, æ, æ, æ, æ, eitt er að berja hausnum í steininn. Annað er að fá steininn í hausinn!

Björn Birgisson, 29.1.2010 kl. 19:42

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

En og aftur góðir punktar hjá þér Ómar, það er greinilega verið að reyna að vekja kúgunar aðferðina upp aftur, en ekki nógu langt um liðið frá síðasta tímabili svo allir séu búnir að gleyma.  Björn var steinninn að hitta þig loksins í hausinn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.1.2010 kl. 20:28

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Fólk er sífellt að lemja hausnum við steininn hér á landi.  Það er löngu búið að semja um þetta mál.  Því fyrr sem landinn fattar það því betra fyrir fólkið í landinu.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.1.2010 kl. 20:37

5 identicon

Þórdís Bára.  Hvenær var samið um Icesave?  Getur lagt fram einhverjar heimildir sem sýna og sanna það. eða er þetta þín prívat skoðun studd engu, eða vona að Steingrími og Jóhönnu hafi tekist að fremja landráð?  Vona að þú ert manneskja nóg til að svara spurningunni á einhverjum vitrænum nótum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 20:49

6 identicon

Ég vil birja á því að þakka Ómari fyrirað stappa stálinu í okkur sem viljum ekki skríða eins og lyddur fyrir Hollendingum Bretum. Það eru margir menn lærðir og leiknir búnir að marg sanna að við eigum ekki að greiða þetta rugl,Samt hamast þetta landsölu hyski áframm eins og naut í flagi.Það fer að verða spurning hvort þetta fólk kann að lesa.

Þórarinn Baldursson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 21:57

7 Smámynd: Björn Birgisson

Ingibjörg Guðrún, þegar ég var 11 ára, vestur á Ísafirði, var ég stundum að sveifla mér í kaðli, sem mér eldri vitleysingjar höfðu komið fyrir í mastri báts sem lá hallandi í fjörunni, skammt frá skipasmíðastöð vinar míns og idols, Marselíusar, sem allir Vestfirðingar þekkja.

Ég stóð upp á stýrishúsi bátsins. Snarpur vindur var af norðri og kaðallinn því á fleygiferð. Hætta við? Aldrei. Ég stökk af stýrishúsi bátsins í átt að kaðlinum, náði nokkru taki, ekki þó nógu góðu og steyptist niður í stórgrýtta fjöruna. Fallið var 5-7 metrar.  Höfuðið fór á undan. Ekki sá á steinunum. Þeir voru bara þarna.

Þegar ég rankaði við mér gekk ég heim, eitt blóðstykki, með sundur skorinn hausinn á nokkrum stöðum. Móðir mín heitin, blessuð sé minning hennar, tók á móti mér, nánast féll saman af angist, enda drengurinn alblóðugur frá höfði og niður undir skó. Lítill drengur, eitt blóðstykki.

Þú spurðir: Björn var steinninn að hitta þig loksins í hausinn...

Ég er sterkari en allir steinar, ef ekki væri svo, væri ég löngu dauður.

Góðar stundir!

Björn Birgisson, 29.1.2010 kl. 22:11

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Guðmundur ekki gera of miklar kröfur, það gæti kæft öll andsvör, og þau mega eiga að þau gleðja mig alltaf.

En lýðræði og siðmenning er skrítin skepna sem á sér mörg andlit.  Lögbrjótar og glæpamenn virðast alltaf rekast á eitt eða annað að lokum.  Til dæmis héldu herforingjarnir í Argentínu og Chile að þeir væru hólpnir þegar þeir sömdu lög um sakaruppgjöf sér til handa og tóku þann eið af nýkjörnum lýðræðisstjórnum að virða þær sakaruppgjafir, ella færu þeir ekki frá á friðsömum nótum.  En lögin fundu þá alltaf að lokum.  Bæði komu nýir stjórnendur sem töldu sig ekki vera bundna af þvinguðum loforðum fyrirrenna þeirra, sem og hitt að þeir gættu ekki að sér þegar þeir  voru sem óðastir í drápum sínum, að þeir drápu ríkisborgara annarra landa, og þar voru saksóknarar sem létu lýsa eftir þeim, og handtaka þegar þeir skruppu bæjarleið.  

Þó stæðu með pálmann í höndunum til skamms tíma, þá fann hönd réttlætisins þá að lokum.  

Nýlegt dæmi um eitt andlit siðmenningarinnar er yfirheyrslan yfir Blair vegna hinnar ólöglegu árásar á Írak, sem var réttlæt með lygum og blekkingum (kannast einhver við vinnubrögð breska stjórnvalda??).  Vissulega eru ráðamenn engilsaxnesku stórveldanna vanir að komast upp með brot á alþjóðalögum, en þeir grófu sína eigin gröf þegar þeir reyndu að lögforma ákærur sínar á hendur einræðisherrum og öðrum stórglæpamönnum.  Það er aðeins tímaspursmál hvenær alþjóða stríðsglæpadómstóllinn hættir að láta sér duga að dæma þá menn sem bretar og Bandaríkjamenn draga til Hag, siðmenningin krefst þess að lög eru án undantekninga, það er að þjóðerni eða litarháttur skiptir ekki máli, heldur eðli afbrota og alvarleiki þeirra.

Þess vegna er Blair í ljótum málum þó hann héldi að hann væri á grænni grein.

Eins er það með þá sem halda að þeir geti kúgað smáþjóð með aðstoð innlendra Leppa.  Þeir átta sig ekki á því að þeir eru að brjóta þau lög sem þeir þó vísa í til að réttlæta fjárkúganir sínar.  Og uppáskrift spilltra stjórnmálamanna, sem skrifa upp á hvað sem af tvennum ástæðum, hrun smáþjóðarinnar stafaði af spillingu þeirra og vanhæfni, og eins eru þeir mútuþegar, að þessi uppáskrift er einskis virði.  

Í núin tefur hún réttvísina, en réttvísin sigrar alltaf af lokum.  Evrópa er réttarsamfélag, og það gilda lög í Evrópu, sem til dæmis banna fjárkúganir og þvinganir.  Og síðan eru líka til landslög sem banna stjórnmálamönnum að vera spilltir og þiggja mútur.  Þó íslenskir stjórnmálamenn geri ekki hið augljósa og verji þjóð sína með aðferðum réttaríkisins, sem EES samningurinn skuldbindur þá til að gera, þá verður ástæða þess, hvort sem það er meint spilling, eða mútur, rannsökuð og þeir munu hljóta sinn dóm.

Því siðmenningin lýður ekki svona athæfi.

Sama hvað menn berja oft hausnum í stein í trú sinni á spillingu og getuleysi stjórnmálamanna sinna.  Þá er bara tími spilltra smákónga liðinni.

Réttlætið læsir alltaf krumlum sínum í þá að lokum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 22:12

9 identicon

Kannski rétt foringi. 

En læt vaða smá samantekt, vitandi að ekki verður mörgu svarað og því síður hnekkt af því sem þar kemur fram.  Fyrst fjallar lagaprófessor um þá forheimsku og eða beinu lygar stjórnarliða um að einhver loforð fyrri valdhafa og eða núverandi og embættismanna, svo sem bindandi ummæli, minnisblöð os.frv. geti og eigi að vera á einhvern hátt skuldbindandi fyrir ríkissjóð hvað Icesave varðar:  

"Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi."

"En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið."

http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

Annar lygavafningur stjórnvalda og stjórnarsinna er að einhver minnisblaðsundirritun Samfylkingar og Sjálfstæðisflokk við Hollendinga, feli í sér óumdeilanlega skuldbindingu, þó svo engin lög segja slíkt í milliríkja samskiptum.  Minnismiðinn á í dag að hafa verið ábyrgur fyrir hörmungarsamningnum eins og hann er, þó svo að þegar Svavar og Steingrímur kynntu samninginn glæsilega, var sérstaklega spurt af því af fréttamönnum hvort að vinna Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar hefðu tryggt þann glæsileika eða þvælst fyrir?  Svavar hélt nú ekki.  Minnisblaðið hafði engin áhrif.  Heiðurinn af þeim glæsilega var augljóslega hans og Steingríms einna.  En skoðum betur hvaða gildi minnisblaðið magnaða hafði í raun og veru í samningaviðræðum VG og Samfylkingarinnar við Breta og Hollendinga?  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk nóg af rangfærslum stjórnvalda og sagði eftirfarandi í viðtali:

"Þá minnir Ingibjörg Sólrún á að samkvæmt Brussel samkomulaginu 14. nóvember 2008  hafi minnisblað (MoU) við Hollendinga frá 11. október verið úr sögunni, en það hefur oft skotið upp kollinum í opinberri umræðu upp á síðkastið."

http://eyjan.is/blog/2009/12/21/ingibjorg-solrun-brussel-vidmid-kjarni-malsins-i-icesave-deilunni-en-ekki-farid-eftir-theim/

Samkvæmt þessu eru hörmungarsamningarnir Icesave 1 sá glæsilegi, og Icesave 2 algerlega á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar Steingríms J. og Jóhönnu.   En kíkjum aðeins á það sem er deilt um.  Ábyrgð þjóðarinnar á öllum innistæðum einkabankanna erlendis í allsherjar bankahruni.  Meðfylgjandi er partur úr ræðu Wouter Bos, núverandi fjármálaráðherra Hollands hélt tæpum 6 mánuðum eftir hrun:

"The question is how to achieve this. First and foremost, European countries need to take a close look at how the deposit guarantee scheme is organised.
It was not designed to deal with a systemic crisis but with the collapse of a single bank."

(Wouter Bos sagði um innstæðutryggingakerfið evrópska að það væri ekki hannað til að takast á við kerfishrun heldur fall einstaks banka. Evrópuríki þurfa því, að hans sögn, að endurskoða innstæðutryggingakerfið.)

http://www.minfin.nl/english/News/Speeches/Wouter_Bos/2009/02/Six_Questions_for_the_Banking_Sector

Skýrara getur málið varla verið.  Steingrímur og Jóhanna hafa augljóslega tekist að fá hann að skipta um skoðun.  En nú er ég búinn að sýna fram á að ekki dugar að halda fram minnisblaðs lygunum, vegna þess að lög leyfa ekki slík vinnubrögð, og Ingibjörg Sólrún bendir á sérstaklega að það hafi verið fellt sérstaklega úr gildi svo að viðræður nýrra stjórnvalda gætu byrjað á byrjunarreit.  Algerlega hreint borð.  En þá má spyrja.  Þegar íslenskum stjórnvöldum og þeirra málpípur eru svo uppteknar af því að íslenskir embættis og ráðamenn eru samkvæmir sjálfum sér og orð sinna, hvort sem er innan og utan samningaviðræðnanna.  Hverju veldur að engin vill láta hollenska fjármálaráðherrann standa fyrir sínumorðum?  Er það hugsanlega að það hentar ekki hérlendu hagsmunagæsluliði Breta og Hollendinga? 

Í lokin eru orð Sigurðar Líndal lagaprófessors, þar sem hann dregur Jón Baldvin Hannibalsson og aðra sem ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar í Icesave baráttunni, í einstaklega beittu háði:

"Ef Ísland hefði tekið á sig ábyrgð með hinum umsömdu viðmiðum hefði þá þurft að gera sérstakan samning um  ríkisábyrgð 5. júní 2009 sem undanfarið hefur legið fyrir Alþingi?"

Mbk. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 23:10

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Það er eins gott að íslenskir blaðmenn komist ekki í þessa samantekt þína.  Þá er hætt við að þeir myndu enda eins og Geirfuglinn, nema í stað þess að vera háfaðir, þá myndu þeir brenna yfir um, og færu síðan allir sem einn að gera eitthvað þarflegt, til dæmis að yrkja ljóð, í stað þess að endurróma lygaáróður bretavina.

En þetta má birtast á víðlesnum síðum, eins og til dæmis á Silfrinu, ef þá einhver les þar lengur.  

En takk fyrir daginn og góða nótt.

Kveðja,  Ómar.

Ómar Geirsson, 30.1.2010 kl. 00:06

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er farin að hugsa um það hvort skoða þurfi innlagnir á bankareikninga stjórnmálamanna og hvaðan þær innlagnir hafa komið?  Kannski er líka tímabært að skoða hvaða stjórnmálamenn eiga reikninga og félög í útlöndum þar sem bankaleynd er mikil og siðferði lítið? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.1.2010 kl. 01:21

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jóna.

Margt fróðlegt kæmi þar örugglega í ljós.

En svo má ekki gleyma annarri tegund af mútum sem er vissan um bitlinga eða pólitískan ávinning.

Til dæmis ESB aðildardraumur Samfylkingarinnar og tenging hans við ICEsave.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband