29.1.2010 | 09:07
Nei, það hefur ekki áhrif á stöðu Íslands að það gilda lög í Bretlandi.
Ástæða, íslensk stjórnvöld láta aldrei reyna á þau.
Ástæða, ráðandi stjórnarflokkur Íslands tekur hag ESB og ESB landa fram yfir þjóðarhag.
Þrjátíu prósent flokkurinn hefur rústað æru og trú Íslands á erlendir grundu. Með því að vera harðari en andstæðingar okkar að halda fram málstað þeirra, með því að neita íslensku þjóðinni um þau réttarúrræði sem henni þó bjóðast í deilu sinni við breta og Hollendinga.
Meðan 30% flokkurinn hefur lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum þá er þjóðin eins og lömb á leið til slátrunar. Ekkert á að hindra hina fyrirhuguðu aftöku hennar.
Þó bresk stjórnvöld myndu bjóða sjálfdæmi í málinu, þá myndi Samfylkingin sjá til þess að íslensk stjórnvöld legðu fram þeirra kröfur, ekki kröfur þjóðarinnar.
Samfylkingin trúir því nefnilega að ESB taki aðeins við börðum rökkum þegar sótt er um aðild.
Þess vegna er lamið á íslensku þjóðinni.
Þess vegna hefur ekkert áhrif á réttarstöðu hennar.
Á það er aldrei látið reyna.
Kveðja að austan.
Ekki áhrif á stöðu Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu. Þú skýrir hérna fyrir okkur hvað býr í haus Samfylkingarmanna. Hefurðu líka skýringar á því sem VG er að hugsa?
Birnuson, 29.1.2010 kl. 09:37
Blessaður Birnuson.
Það get ég ekki. Ég hef margtekið það fram að mér er það með öllu óskiljanlegt hvað rekur menn áfram við að svíkja þjóð sína, stuðningsmenn sína, sjálfa sig, hugsjónir sínar og lífsskoðanir.
Mér er það til efs, þó ég væri lesinn maður, að ég fyndi samsvarandi dæmi úr bókmenntum eða mannkynssögunni.
En Samfylkingarmenn eru reknir áfram af ESB draumi sínum.
Ekki flóknara en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.