Annar kjarni ICEsave deilunnar.

 

Michael Hudson prófessor við Coumbia háskóla.

" Þar sem Bretar og Hollendingar reyna að hóta efnahagslegu stríði gegn Íslandi ef Íslendingar gefa ekki eftir og greiða samkvæmt kröfum Englendinga án þess að fara fyrir dómstóla."

 

Jan Kregel hagfræðiprófessor.

 

"Það fyrsta sem ber að gera er að lýsa því yfir að þetta sé deila á milli Evrópuríkja sem beri að leysa fyrir evrópskum dómstóli.

Dómarar geta þá skorið úr um hvort Ísland hafi greiðsluskyldu umfram ákvæði laga um innistæðutryggingar, í úrskurði sem íslensk stjórnvöld yrðu að hlíta."

 

 

Þessir erlendu menn eru að benda á augljósan hlut, að kröfur breta og Hollendina hafa engan lagalegan stuðning, þeir hafa heykst á að láta dómsstóla skera úr um þær.

 

 

Og á þennan annan kjarna ICEsave deilunnar bendir Sigurður Líndal á svo ekki verður betur gert.

 

"Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir einstaklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild." 

 

 

Þetta er svo augljóst að það er grátlegt að þessi staðreynd skuli vera þögguð niður i hinni opinberri umræðu.  Því hefur alltaf verið haldið fram að ekki sé hægt að fara dómstólaleiðin því bretar og Hollendingar vilji það ekki.  Og jafnvel lögmenn hafa mætt í sjónvarpssal og reynt að útskýra þessu nýju réttarreglu að ef sá sem kúgar og brýtur lög, vilji ekki mæta fyrir dóm, þá geti fórnarlamb hans ekkert gert annað en að borga hina ólöglegu fjárkúgun, eða þá reynt að semja um einhverja mildun.

 

 

Það er ljótt að segja það en stundum efast maður um það lágmark þess sem krafist er af fjölmiðlafólki og eða þeim sem fengnir eru til að tjá sig í fjölmiðlum.  Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug, að halda því fram, að það sé komið undir glæpamanninum, eða þeim sem ber upp á annan aðila glæp, hvort réttað sé í málum í réttarríkjum, eða réttarsamfélögum.  Vissulega voru lögin svona á miðöldum, og þá aðeins að hluta, en síðan eru liðin mörg hundruð ár og margar aldir síðan að "að rétturinn til dómstólameðferðar er varinn af íslensku stjórnarskránni, mannréttindasáttmála Evrópu og raunar gildir hann einnig hjá þeim ríkjum sem við höfum deilt við í málinu" svo ég vitna í grein Sigurðar Líndal og Jón Steinars Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu.

 

 

Og fyrir þá sem hengja sig í þvingaða yfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar frá því haustið 2008 þá mættu þeir lesa og íhuga þessi orð Bjargar Thorarensen lagaprófessors.

 

 

"Það var ekki um annað að ræða að gangast undir þá þvingun að taka lán, sem rennur að hluta til þess að ábyrgjast greiðslur tryggingasjóðsins, nokkuð sem ríkinu ber engin lagalega skylda til, hvorki eftir Evróputilskipun né öðrum þjóðréttarreglum. Samningar af þessum toga eru á lögfræðimáli kallaðir nauðungarsamningar. Ekki aðeins í okkar lögum heldur einnig í þjóðaréttinum – og slíkir samningar eru raunar ógildanlegir."

 

 

 

Það er ekki hægt að misskilja þetta, þrátt fyrir góðan vilja þar til.  Það þarf annarlegar hvatir til að ganga gegn gangverki laga og reglna, að hundsa leiðir réttarríkisins í ICEsave deilunni.

 

 

Og það sorglega er að flestir þeir sem þjást af þessum annarlegum hvötum eru samlandar okkar.

 

 

Slíkt er þyngra en tárum tekur.

 

 

Kveðja að austan. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll austanmaður.

Þú afkastar heldur betur af snilldar pistlum sem er vel.  Enda ertu að verja réttan málstað með óhrekjanlegum rökum.  Lítið fer fyrir slíku hjá Bretum og Hollendingum og þeirra starfsmönnum.  Þar byggist málflutningurinn á skæting og hreinum lygum.  Hef áhyggjur af því að full margir trúi þeirra helstu rökleysum, og langar að minnast á nokkra, sem sýna og sanna hvernig áróðursfræðingar "Liers for Hire" haga málum.  Afsakaðu lengdina, og áhugavert væri að fá fleiri punkta í safnið.  Mikið væri samt gaman ef að talsmenn Breta og Hollendinga leggðu eitthvað vitrænt fram sem hefði eitthvað með sannleikann að gera.  Líðanin að lemja á þessum greyjum er satt að segja ekki endilega góð.  Gruna að er ekki ósvipað og hjá þeim sem er full frískur og leggur í bílastæði fyrir fatlaða.

Það er kannski að æra óstöðugan að hamra á áherslupunktum sem sýna fáránleikann í málflutningi stjórnvalda og þeirra kjölturakka sem spúa eitruðum lygum um staðreyndir Icesave málsins.  Eitthvað sem eru þeirra helstu rök fyrir að þjóðin eigi að ganga í lið með Bretum og Hollendingum eins og þeir.  Grunnurinn sem þeir byggja mál sitt á, er nákvæmlega enginn þegar hann tekinn og skoðaður.  Allt of lítið gert að því að henda öllu útúrsnúningarusli og aukaatriðum sem þeir reyna að planta í umræðuna til að tryggja að almenningur geti ekki greint trén fyrir skóginum. Núna vill Steingrímur klessa þeirri smjörklípu að þjóðin mun örugglega skipta um skoðun þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar verði lögð fram, og þess vegna eigi að fresta kosningunum.  Því lengur sem málið dregst halda þessir aðilar að fólk þreytist vegna hræðsluáróðursins frá þeim og gangi í lið Breta og Hollendinga.  Það sem er svo kostulegt í þessari feigðarför ríkisstjórnar Steingríms og Jóhönnu, að þau segjast alltaf að vera að framfylgja upphafshugmyndum Sjálfstæðisflokksins frá fyrstu dögum eftir hrun.  Einhverra hluta gleymist að helmingsábyrgðina ber flokkur sem heitir Samfylkingin og er enn við stjórn sem segir að það er verið að framfylgja þeirra stefnu.  Nefnilega ESB inngöngunni. Eins og ekkert hafi gerst í málinu frá upphafi, og hvað þá nýjar upplýsingar komið fram, þó svo að ennþá eru að berast.

Allir þeir megin liðir sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði sett eru þeir sem stjórnvöld nýta sér í dag og ekkert annað, sem auðvitað eru aumar afsakanir, hvers vegna að Icesave hroðinn er eins og hann er.  Ekkert af því stenst neina skoðun þokkalega vel gefinna.  Hvers vegna er þá málið ekki löngu leyst ef allt var frágengið í október fyrir einu og hálfu ári síðan? Dreg samt ekki í efa að ráðmenn trúi því sem þeir eru að halda fram, því varla eru þeir að gera fyrrum ráðmönnum upp landráðstilraunir og eða hreint og beint landráð sem þessar ásakanir einfaldlega eru.  Eða hvað?

1)  Sjálfstæðismenn vildu reyna samningaleiðina og þám. Bjarni Benediktsson, sem leiddi til undirritun á minnisblaði sem hefur enga lagalega þýðingu í alþjóðasamningsgerð, heldur er eins og nokkurskonar fundarskýrsla þar sem aðilar samþykkja í hvað farvegi viðræðurnar standa og skulu halda áfram í.  Magnaðast er að af öllum leyfir Steingrímur sér að undrast á að einhver hafi skipt um skoðun vegna þess að samningar hafa ekki verið ásættanlegir.  Ef að tekin er ákvörðun þá á hún að standa þó að hún er augljóslega handónýt.   Við samþykkt Brussel viðmiðana var gengið út frá því að eldri viðræður dæmdust að öllu ómerkar og málið væri algerlega á byrjunarreiti hvað viðræður varðaði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sá sig tilneydda til að reyna að skýra út fyrir flokkssystkinum þá fjarstæðu sem stjórnvöld halda fram.  Sjálfsagt eitthvað sem Bretar og Hollendingar hafa logið þau full, sem ekki hefur verið erfitt þar sem gæta hagsmuni þeirra.

Niðurstaða:  Lygar stjórnvalda.

2)  Lygar um hvað gerðist þegar gerðardómur var settur, en reyndist allt annar en um var samið.  Hér ganga draugar ljúgandi eins og þeir Ómar Bjarki Kristjánsson og Auðun Gíslason sem veifa einhverjum lygagögnum Breta og Hollendinga að við höfðum ma. hafnað að dómurinn yrði bindandi, þegar sannleikurinn er sá að það voru Bretar og Hollendingar sem það gerðu á dómsstað.  Gunnar Tómasson fyrrum hagfræðingur AGS hefur um þetta að segja í athugasemd á Silfri Egils:

"Hér var ekki um neinn gerðardóm að ræða í venjulegum skilningi. Fjórir lögfræðingar útnefndir af aðilum málsins öðrum en Íslandi og skiluðu “persónulegu áliti” sínu daginn eftir og tóku það fram að aðilar málsins sem útnefndu þá væru ekki bundnir af “persónulegu áliti” þeirra.  Lykilálit fjórmenninganna var sú að þar sem tilskipun ESB sagði EKKERT um ábyrgð ríkja á innistæðum við kerfishrun eins og það sem varð á Íslandi, þá álitu þeir að ákvæði tilskipunarinnar varðandi einstaka banka giltu líka fyrir kerfishrun.  Þessi lagatúlkun er út í hött!  Samkvæmt viðteknum hugmyndum eftirlitsstofnana á þessum tíma, þá var það talið vera ÚTILOKAÐ að nútíma bankakerfi gætu hrunið!"

Niðurstaða:  Lygar stjórnvalda.

3)  Bæði Steingrímur J. og Svavar Gestsson tóku skýrt fram þegar "glæsilegi" samningurinn var kynntur að hann væri algerlega þeirra, og Svavar tók skýrt fram að eldri samningaviðræður hrunsstjórnarinnar hafi ekki haft nein áhrif.  Það var ekki fyrr en þegar "glæsileikinn" varð ekki sá sá og efni stóðu til, þá skyndilega var Steingrímur & Có, aðeins viljalaust verkfæri Sjálfstæðismanna (og Samfylkingarinnar sem hvarf).

Niðurstaða:  Lygar stjórnvalda.

4)  Fullyrðingar Steingríms J, og stjórnarliða að ríkisstjórnin er bundin meintum munnlegum loforðum samninga og embættismanna (engin skrifleg hafa verið lögð fram) um greiðslur og lagalega ríkisábyrgð á Icesave.  Sigurður Líndal lagaprófessor skýrir fáránleika málsins í langri grein, þar sem þetta kemur ma. fram:

"Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi."

Niðurstaða:  Lygar stjórnvalda. 

5)  Núverandi stjórnvöld hafa alla tíð verið mikið í mun að lagaábyrgð þjóðarinnar er óumdeildur, sama hvað virtustu lagaspekingar þjóðarinnar hafa haldið fram, ásamt hæfust starfsbræðrum erlendis frá.  Þessir aðilar skilja ekki lög eru rökin, og fram á vígvöllinn hafa stokkið bókmenntafræðingurinn Ólína Þorvarðardóttir, skipsstjórinn Björn Valur Gíslason auk jarðfræðinemans Steingríms J. og fyrrum flugfreyjunnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem ma. skýrði fyrir þjóðinni að Ragnar Hall, sem er höfundur Ragnars Halls fyrirvarana, að hann skyldi ekki sjálfur út á hvað þeir gengu.  Hin 3 afgreiddu afar tignarlega Evrópuþingmanninn Alain Lipietz, meðlim í fjármálanefnd Evrópuþingsins sem samdi ma. tilskipun 94 sem þau segja hann hafa misskilið.  Tilskipunina sem segir óumdeilanlega að okkur ber ekki að greiða ólögvarin Icesave falsreikninginn.  Einhverra hluta vegna hafa Jóhann og Steingrímur J. látið hafa eftir sér að það er vafamál að okkur ber að greiða það sem þau hafa hingað til fullyrt að er engin spurning að við eigum að gers.  En þau gefa sig ekki, sama hvað virtustu lagaspekingar þjóðarinnar leggja fram sem óhrekjanlega gögn, en ganga enn harðar fram í að hrauna yfir viðkomandi aðila án þess að svara nokkru efnislega nema að þeir "skilja ekki málið".  Getur verið að enn eru það mikið af földum gögnum sem gætu breytt skilningi þjóðarinnar sem jafnframt  yrði þess valdandi að hún sætti sig við að lög verði ekki virt? 

Sjálfsagt muna allir eftir uppákomunni þegar aðallögfræðingur Seðlabankans tók undir með miklum meirihluta þjóðarinnar að okkur ber ekki að greiða miðað við lög og reglugerðir.  Lögfræðideild Seðlabankans var snarlega lögð í rúst af stjórnarliðum sem ma. fullyrtu að gengi erinda Davíðs Oddssonar.

Niðurstaða:  Lygar stjórnvalda.

6)  Endalaus áróður stjórnvalda um að þjóðin taki á sig drápsklyfjarnar, vegna þess að í raun eru þær nánast ekkert mál.  Jú við höfum mun stærri kostnaðarliði sem Icesave er bara lítill hluti af.  Semsagt það er ekkert mál í raun að því að Icesave er "aðeins einhver 10% af heildarskuldunum".  Hversu mörg af þeim fyrirtækjum útrásar og auðróna hafi  einmitt verið stýrð eftir þessari snilldar hagfræðikenningu?  Gerir ekkert að bæta við eins og 10% sem er lítil prósentutala í hrikalegri skuldastærð.  Endalaust bull um að 95% muni innheimtast af eignum Landsbankans.  Það er þekkt meðal td. lögfræðinga þrotabúa að heimtuprósentan er langt undir 95%.  Helgi Áss lögfræðingur fullyrti slíkt í viðtali áður en hann gerðist starfsmaður stjórnvalda, sem liðsmaður í InDefence.  Sagði á fræðimáli hétu þetta slæm veð.  Stór eign Arion banka fór til bróður Björns Vals Gíslasonar á hálfvirði fyrir skömmu.  Er ekki kreppa líka í Bretlandi og Evrópu?

Stjórnvöld hafa snúist eins og skopparakringla með Steingrími J. hvað varðar hámark skuldarbyrðar vs. verga landsframleiðslu.  Gunnar Tómasson fyrrum hagfræðingur AGS hefur látið eftirfarandi frá sér fara um það:

Fyrrverandi aðalhagfræðingur AGS og hagfræðikennari við Harvard Kenneth Rogoff lét svo ummælt í viðtali við Boga Ágústsson sl. marz að erlend skuldastaða upp á 50-60% af vergri landsframleiðslu væri "very difficult".  Skuldastaða upp á 100-150% þyrfti ekki að vera Íslandi ofviða, "but there are few precedents for that".

Hagfræðingar AGS sem heimsóttu Ísland í kjölfar bankahrunsins létu svo ummælt að erlend skuldastaða Íslands upp á 240% væri "clearly unsustainable".

Ef AGS er ekki að rugla með 310% skuldastöðu í árslok 2009 þá sýnist mér það vera áhyggjuefni".

Niðurstaða:  Lygar stjórnvalda. 

Kveðja frá suð/vestur horninu, sem ekki þurfti að fara út í vöðlum í fyrsta skipti í mánuð.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 19:25

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Já þetta er langt mál og ýtarlegt. 

Snertir dálitið það sem ég sagði í lok þriðja pistils, að núna yrði hver og einn líta í sinn barma og kynna sér málstað þjóðarinnar, og standa fyrir honum þar sem við á.  Á heimilum, vinnustöðum, í fjölmiðlum og á netinu.

Ef fólk veit í hjarta sínum að það er rangt að greiða höfðingjum blóðpeninga, þá dugar það svo sem, en þegar baráttan stendur við tæplega helming þjóðarinnar sem finnst það bara vera allt i lagi, þá þurfa menn að þekkja rökin, og kynna rökin.

Erum við ekki þess vegna að þessu Guðmundur????

Núna liggja þessir pistlar mínir fyrir, og bíða þess að einhver lesi.  Og þeir sem hafa áhuga munu gera það.  

Það eina sem myndi geta hreyft við mér næstu dagana er síðasta blekking Samfylkingarinnar, sem Spegillinn kynnti í kvöld.  EES samningurinn er svo ófullkominn, að ef til deilna kemur á milli EFTA ríkis annars vegar og ESB ríkis hins vegar, þá er ekkert hægt að gera því Evrópudómurinn hefur aðeins lögsögu yfir ESB ríki og EFTA dómur yfir EFTA ríki.

Eru þetta fávitar????  Halda þeir virkilega að það sé hægt að gera EES óstarfhæft ef deilur eru á milli ESB ríkis og EFTA ríkis??  Vissulega geta komið upp deilur milli ríkja, þar sem lögsaga er óskýr.  En samningurinn er skýr um ábyrgð ríkja á framkvæmd hans og um þau réttarúrræði sem þarf að grípa til ef vanhöld eru á.

ESA á að fylgjast með framkvæmd Íslands, og hin meinta deila snýst um að Ísland hafi ekki innleitt innlánstryggingar sínar á réttan hátt fyrst þær eru ekki ríkistryggðar.  Nú ef það er rétt, þá er það ekki ákæranda að úrskurða um það, heldur ESA  og síðan EFTA dómsins.  Vilji kærendur ekki ákæra, þá er málið sjálf dautt, en til að fá málið út úr heiminum þá getur íslenska ríkið beðið ESA um úrskurð, og þar með færi dómstólaleiðin í gang með aðkomu EFTA dómsins og Evrópu dómsins.  Ef ESA þorir ekki að úrskurða, þá er það skýrt lögbrot.  En í stað þess að kæra þá gæti íslenskur aðili höfðað mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur og kært framkvæmd íslenska ríkisins.  Það yrði héraðsdómur að leita álits ESA og EFTA dómsins, og þá færi líka ferli í gang.

Og eftir úrskurð, þá væri málatilbúnaður breta dauður, þó þeir segðust ekki viðurkenna dóminn.  Næsta skrefið væri formleg kæra til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Nató.

Og ef bretar hefðu dóm á bakinu, þá yrði framferði þeirra fordæmt.  

Og síðan er það kostulegur angi á þeim vinnubrögðum sem þú lýsir með leigulygarana að kalla ICEsave deiluna milliríkjadeilu.  Hófst seinna stríð sem sagt vegna milliríkjadeilu????  Ég las að það hefði hafist vegna innrásar Þjóðverja og Rússa á Pólland.  Ég vissi ekki að Pólverjar hefðu bara óvart lent í milliríkjadeilu, mér var alltaf kennt að um ólöglega árás hefði verið að ræða.

Og er þú allt í einu orðinn deiluaðili sem þarf að leggja mál sitt fyrir gerðardóm, ef þú verður fyrir líkamsárás niðri í bæ.  Og jafnvel ekki hægt að dómtaka máli ef árásarmaðurinn segist eiga í deilu og hann viðurkenni ekki lögsögu dómsins?

Stundum held ég að það sé ekki heilabú í starfsmönnum Spegilsins.  Hvaða fífl sem er fær að bulla hvaða vitleysu sem er, aðeins ef hann bullar upp á þjóðina 507 milljarða hið minnsta.

Þetta er sorglegur hálfvitagangur.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 26.1.2010 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 387
  • Sl. sólarhring: 718
  • Sl. viku: 5971
  • Frá upphafi: 1399910

Annað

  • Innlit í dag: 347
  • Innlit sl. viku: 5111
  • Gestir í dag: 337
  • IP-tölur í dag: 335

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband