26.1.2010 | 09:05
Evrópska regluverkið féll með falli íslensku bankanna.
Þeir eru skilgetið afkvæmi þess.
Hinn sameiginlegi markaður gerði kröfu á eitt samræmt regluverk. Þar með var vald einstakra ríkja skert til að fylgjast með fjármálamörkuðum sínum.
Það máttu allir starfa þar sem þeir vildu á þann hátt sem þeir vildu.
En eftirlitið var ekki sameiginlegt, það var ekki einn eftirlitsaðili, eitthvað í ætt við Fjármálaeftirlit Evrópu. Heldur var valdinu skipt svo enginn einn aðili hefði of mikið vald. Heimaríkið gaf út starfsleyfið, gistiríkið sá um daglegt eftirlit.
En enginn hafði beint vald til að grípa inn í á hættustundu ef fjármálastofnanirnar voru innan þess ramma sem hið sameiginlega regluverk setti þeim.
Valdboð án skýrra réttarheimilda er ávísun á gífurlegar skaðabótakröfur. Þess vegna var söngstef Fjármálaeftirlita einstakra landa "Ekki benda á mig".
Og í stað þess að viðurkenna vandann og bregðast við honum á réttan hátt, þá var ákveðið að krossfesta litla Ísland.
Það var hinn verðugi andstæðingur sameinaðrar Evrópu.
En því miður fyrir Eurokrata, þá er krossfesting bönnuð í lögum.
Líka í lögum Evrópusambandsins.
Kveðja að austan.
Bretar kalla eftir hertari reglum í kjölfar Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 488
- Sl. sólarhring: 701
- Sl. viku: 6219
- Frá upphafi: 1399387
Annað
- Innlit í dag: 414
- Innlit sl. viku: 5269
- Gestir í dag: 381
- IP-tölur í dag: 376
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt tilskipun ESB um skyldu ríkja til að halda úti fjármálaeftirliti, þá voru það Bretar og Hollendingar sem báru ábyrgð á eftirliti með IceSave í viðkomandi löndum, burtséð frá því hvaða tryggingasjóður ábyrgðist innstæðurnar. Fjármalaeftirlit þessara landa heimiluðu innlánasöfnun íslensku bankana og mátu það meira að segja sem góða aðferð fyrir bankana til að fjármagna sig, þrátt fyrir að öllum sem gátu og vildu skoða málið ofan í kjölinn mætti vera ljóst að um svikamyllu var að ræða. Þar með brugðust hollensk og bresk yfirvöld eftirlitsskyldu sinni skv. áðurnefndri tilskipun, en svo var það ekki fyrr en eftir að það gerðist sem reyndi á greiðslugetu íslenska tryggingasjóðsins.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2010 kl. 14:28
Blessaður Guðmundur.
Svo má minna á þessi orð Alain Lipietz.
Hver sem bar svo megin ábyrgðina kemur vonandi í ljós þegar málið er skoðað ofan í kjölinn. En það er ekki mál íslensks almennings að leysa úr því, eða borga þeim sem tóku áhættu.
En lærdómurinn er sá að regluverkið er mikið gallað fyrst að þetta gat þróast svona.
Og það er ESB að bæta sitt regluverk, ekki okkar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2010 kl. 23:12
Ég er einmitt að vitna óbeint í Alain Lipietz með röksemdafærslu minni. Hann var einn af höfundum ESB-tilskipunar um skyldu ríkja til að starfrækja fjármálaeftirlit, eins og fram kemur í þýðingu RÚV á viðtalinu í Silfri Egils sem ég skrifaði upp og birti á mínu bloggi. Samkvæmt túlkun Lipietz á þeirri tilskipun er það gistiríkið sem ber ábyrgð á eftirliti með útibúum eins og Icesave var, en ekki heimaríkið þar sem móðurfélagið er staðsett. Þetta hefur hinsvegar ekkert með innstæðutryggingu að gera.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2010 kl. 04:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.