26.1.2010 | 08:28
Stjórnmálamenn þiggja ekki vald sitt af guði.
Þeir þiggja vald sitt af þjóðinni.
Þeir eru bundnir lögum.
Ekkert, ég endurtek ekkert gefur þeim vald til að semja beint við fjárkúgara, þó þeir virðist sterkari í augnablikinu.
Sumt bara má ekki.
Eitt af því er að henda veikum eða óæskilegum fyrir borð ef menn sjá fram á matarskort um borð í skipi. Annað er að semja beint við ítölskum mafíuna um stöðugt aðstreymi líffæragjafa þó það sé arðvænlegt, og jafnvel þó ítalska mafían keypti sér ruslmat hjá Fitch.
Sumt er ekki gert í siðuðum samfélögum.
Eitt af því er að semja við breta og Hollendinga fram hjá lögum og rétti.
Enginn stjórnmálaforingi á Alþingi virðist vera búinn að átta sig á þessari grunnstaðreynd siðaðs samfélags.
Nauðsyn brýtur aldrei lög, aðeins neyð veitir þann rétt. Í ICEsave deilunni hefur aldrei verið sýnt fram á þá neyð sem leyfir samninga án laga og réttar. Og á meðan Ísland er aðili að NATÓ þá er ekki hægt að knýja Ísland til uppgjafar með hótun um kúgun og ofbeldi.
Árás á eitt NATÓ ríki er árás á þau öll.
Þess vegna vil ég ítreka grunnstaðreynd allra deilna í siðuðum samfélögum og vitna í grein Sigurðar Líndals lagaspekings og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara.
"Minnt skal á að rétturinn til dómstólameðferðar er varinn af íslensku stjórnarskránni, mannréttindasáttmála Evrópu og raunar gildir hann einnig hjá þeim ríkjum sem við höfum deilt við í málinu"
Það er ótrúlegt í byrjun 21. aldar skuli velmegun Íslands hafa alið af sér stjórnmálaforingja sem skilja ekki út á hvað siðað samfélag gengur. .
Lög, reglu, lýðræði, mannréttindi
Nógu miklu blóði var úthellt á þeirri 20. til að tryggja þessi grunnréttindi siðmenningarinnar.
Skilja menn ekki að sú gjörð að afneita leikreglum réttarríkisins er eins og að taka grjót úr miðri Kárahnjúkavirkjun.
Það brestur allt. Og tími villimennskunnar rennur aftur upp.
Og þá er það blóð barna okkar sem mun fljóta því villimennskan endar alltaf í átökum.
Þess vegna þiggja stjórnmálamenn ekki vald sitt frá guði.
Kveðja að austan.
Samið á nýjum forsendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og sem fyrr, þá er undirritaður sammála austanmanninum allt til undirskriftarinnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 13:38
Blessaður Guðmundur, er eitthvað að undirskrift minni???
Annars er ég að leggja lokahönd á þriðja kafla fjórleiks míns, núna er ég loks að verða sáttur við störf mín og get glaður sest á helgan stein útí Urðum í Austfjarðarblíðunni.
Ekki verður það verra þegar strákarnir okkar spila sína sinfóníu á taugakerfið. Vonandi verður spenna til síðasta flauts, sem ég læt mig dreyma um að verði á sunnudaginn, en það skiptir samt engu, jafnvel dauðir dansa af æsing þegar leikurinn stendur sem hæst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.1.2010 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.