25.1.2010 | 08:08
Hin rétta sáttarleið aldrei of oft ítrekuð.
Evrópa er réttarríki. Evrópa er samfélag siðaðra þjóða.
Evrópa er ekki samfélag Eurokrata sem mega ráðskast með allt og alla í skjóli skrifræðis og geðþótta.
Breta og Hollendingar gera kröfur sínar á hendur íslenskri þjóð á grundvelli samningsins um EES. Þess vegna þurfa þeir að fara eftir þeim réttarúrræðum sem EES samningurinn kveður á um.
Engin önnur leið er lögbundin, engin önnur leið er sáttarleið.
Ekki heldur sú leið að bjóða upp á gerðardóm, það á ekki við í þessu tilviki, og það er ótækt að grundvallarmál séu leist með gerðarsátt.
Slíkt er að för að réttarríkinu, aðför að siðmenningunni.
ICEsave deilan snýst um þessi grundvallarmál.
1. Hvort það megi breyta lögum eftir á ef það hentar valdinu í Brussel.
2. Hvort reglumeistara ESB megi setja á ótakmarkaða ríkisábyrgð inn í reglur sínar, sem ef illa fer, geta gert heilu þjóðirnar gjaldþrota. Eyðilagt lífskjör almennings í aðildarríkjum, eyðilagt samfélagsgerðina, eyðilagt velferð almennings.
3. Og ef dómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að slíkt megi, þá þarf hann að útskýra hvort það megi setja slíka ábyrgð á með orðinu EKKIog án þess að taka skýrt fram hvernig einstök aðildarríki geti varist þessari ábyrgð eða takmarkað hana.
Allt eru þetta grundvallarspurningar sem koma hinni hugsanlegri ábyrgð íslensku þjóðarinnar ekkert við. Málið er allt stærra og alvarlega en það.
Það má aldrei gleymast að ICEsave ábyrgðin þurfti ekki að vera 650 milljarðar með einhverjum eignum á móti, hún gat verið 6.500 milljarðar með veðum í verðlausum hlutabréfum eftir fall hlutabréfamarkaðarins. Upphæð sem er algjörlega ómöguleg fyrir smáríki eins og Ísland að greiða.
Og ef hún væri samt lögleg, þá yrði Evrópu/EFTA dómurinn að útskýra hvaða innheimtuúrræði væri þá til staðar. Ætti að bjóða upp eigur almennings í þeim ríkjum þar sem stjórnmálamenn trúðu því að Ekki ríkisábyrgð þýddi Ekki ríkisábyrgð? Og ef eigur almennings dygði ekki til, hvað ætti þá að gera????
Allt grunnspurningar sem þarf að svara.
Og gerðardómur svarar þeim ekki.
Kveðja að austan.
Vilja að lögð verði áhersla á að fara með Icesave fyrir dómstóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 436
- Sl. sólarhring: 732
- Sl. viku: 6167
- Frá upphafi: 1399335
Annað
- Innlit í dag: 368
- Innlit sl. viku: 5223
- Gestir í dag: 339
- IP-tölur í dag: 334
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll austanmaður.
Góð skrif og rétt sem fyrr. Fagna þessari innkomu þessara ágætu lagasérfræðinga með þessa kærkomnu en löngu tímabæru áherslu, og örugglega eiga fleiri slíkir fræðingar eftir að bætast við sem eru á sama máli. En svo koma launaliðar og útsendarar stjórnvalda sem reyna að gera lítið úr þeim að vanda. Hef verið að nöldra um þetta alla tíð frá að málið fór á stað. Það átti alltaf að fara með málið starx fyrir dómstóla, og eftir það hefðu þjóðirnar getað sest niður og athugað hvort væri hægt að semja um eitthvað sem byggði á siðferðis og réttlætisgildum. Þetta er deila sem er lagalegs eðlis, en ekki pólitísk, sem Steingrími tókst að gera hana að í einhverri heimskulegri þrá að gerast ofurhetja sem bjargaði þjóðinni frá málinu hræðilega "sem er öllum öðrum að kenna". Hann er að verða stærri skúrkur í málinu með "glæsilegri" niðurstöðunni en þeir sem stofnuðu til þess, enda ekkert sem hefur komið fram sem hefur sýnt eða sannað að nokkuð ólöglegt hafi farið fram. Gjaldþrot og lélegir rekstrarhæfileikar eru oftast ekki ólöglegt. Ef að samningurinn verður neyddur uppá þjóðina af 4flokkunum er engin vafi á að það verður að fara með málið fyrir dómstóla eða gerðardóm til að þjóðin fái niðurstöðu eitt skipti fyrir öll hver réttur hennar var, og hvort að stjórnmálamenn hafi brugðist henni. Eitthvað sem þeir verða að vita áður en lengra er haldið. Einnig verður að fara sérstök rannsókn á öllu sem tengist Icesave. Fyrir og eftir hrun. Og ekki síst hvað var að gerast hjá samninganefndinni, með það í huga hvort að hún hafi brugðist þjóðinni, sem allt bendir til. Stjórnarskrá tekur slíkt fyrir og þá sennilega helst undir lagagreinum sem fjalla um landráð.
Stjórnarliðar og lygamerðir á þeirra vegum, (kemur eitthvað fram í þeirra málatilbúnaði sem er sannleikanum samkvæmt?) eins og þeir Ómar Kristjánsson og Auðunn Gíslason, sem fara fremstir meðal slíkra hér á vefnum sem hagsmunagæslumenn Breta og Hollendinga með stjórnvöldum, hafa haldið því fram að lagaleg staða þjóðarinnar sjáist beint á að þegar gerðardóm átti að setja þá hafi Íslendingar neitað að hann yrði bindandi, sem og vegna fyrirfram vitaðar útreiðarinnar sem við myndum hljóta. Þetta er haugalygi og sannleikurinn í málinu þveröfugur eins og sjá má hér að neðan í afar fróðlegu viðtali við fyrrum fjármálaráðherra, sem varpar ljósi á afar afdrifaríkt tímabil í Icesave deilunni. Alger skylduáhorf þeirra sem bera hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti:
http://www.inntv.is/index.php?option=com_n-thattur&do=watch&vid=1427&id=1422&Itemid=27
Ómar. Takk fyrir austan óveðrið og vatnsganginn. Er að verða dálítið þreyttur á að fara út með hundinn að synda. Gjörðu svo vel að gera ráðstafanir að sækja það aftur.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 15:01
Blessaður Guðmundur, þetta kemur, þetta kemur, er búinn að fá sólarpönnukökurnar, ætla aðeins að hafa sólina nokkra daga í viðbót, svo megið þið fá hana með norðangarranum.
En grein þeirra er góð, en við eigum samt ekki að bjóða aðra lausn en þá sem EES samningurinn setur fyrir, og það er EFTA dómurinn, sem mun örugglega þurfa að fá Evrópudóminn.
En það sem nafni minn vitnar í er einhver bastarður sem jafnvel Stalín hefði skammast sín fyrir. Að vísu ekki að ákveða niðurstöðuna fyrirfram, heldur að framkvæma svona leiksýningu í skjóli nætur án þess að gera henni réttarfarslegt yfirbragð. En það gæti samt gerst aftur, ef menn gá ekki að sér. Þess vegna skiptir skipan dómsins öllu máli.
En hvað annars má segja um þetta útburðarvæl landsölumanna má segja, þá er mjög gaman að geta vitnað í doktora og prófessora, en þeir geta aðeins vitnað í Kidda Sleggju og Hildi Völu. Eitthvað svo glatað, þó Ruv-ararnir séu ekki ennþá búnir að fatta hálfvitaganginn.
En það kemur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.1.2010 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.