22.1.2010 | 15:59
Þið vilduð ICEsave og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Á vissum tíma var Ruv tryggara við hennar hátign Bretadrottningu en við íslensk stjórnvöld.
Af hverju gerir þú þetta Ólafur öskraði lítil stelpa með hljóðnema fyrir utan Bessastaði. Hún trúði ríkisstjórn bretadrottningar að hann hefði gert íslensku þjóðinni skaða með því að kalla eftir lýðræði og réttlæti.
En kannski trúði barnið þessu ekki. Kannski fór hún eftir eldri manna ráðum, sem reyndu að tala eins og BBC við öll tækifæri?
Og héldu að þau myndu fá áfram vinnu hjá ICEsave stjórninni, ríkisstjórn hennar hátignar.
En það er í eðli svikara að svíkja.
Þess vegna eru Ruvarar atvinnulausir.
Og vitið hvað, íslensku þjóðinni er alveg sama.
Farið hefur fé betur, og mun fleiri mættu fara.
Það saknar enginn fólks sem seldi andskotanum og bretum sál sína.
Það saknar enginn bretavina.
Kveðja að austan.
Fréttaaukinn lagður af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að mestu sammála,- en hefði ekki verið upplagt að losna við kjólasýningar-stelpu-kjánann úr kastljósi í leiðinni? Veit að margir hefðu orðið fegnir.
V.G. (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 16:13
Þó ekki finnist mér ég gamall maður, þá verð ég nú samt að taka þannig til orða, að ég man þá tíð þegar á Gufunni gömlu voru mjög vandaðir fréttaskýringaþættir. Þá lá maður oft krakkinn á stofugólfinu heima á Krók og hlustaði á heiminn koma í heimsókn. En nú er öldin önnur og froða og glamúr og beinlínis áróður hefur einkennt RÚV upp á síðkastið. Það sem ég óttast er að ekki muni það minnka við þessar uppsagnir, því enn sitja helstu jarlarnir þar innanborðs og "makka rétt" og sleikja sig upp við valdherrana. Illt er í efni, því ekki eru aðrir fjölmiðlar rismiklir. Tvístruð blogg-skrif eru ekki besta leiðin til að sameina kraftana í að greina hismið frá kjarnanum, en þó eins og þú hefur sagt Ómar, fuglarnir fljúga og flakka víða. Í því er dauf von, en þó von.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 18:38
Ég vil koma því á framfæri að stjórnskipunarskrá skilgreinir EU Evrópsku-Sameiningunar sem aðskildar efnahagslögsögur sjálfsábyrgar með eigin grunn ríkisborgarrétt til framtíðar. Sameiningin er um að gang að eigin mörkuðum Meðlima: Einn markaður með tilliti til utanaðríkjaviðskipta.
Samvinna um lávöruframleiðslu til lækkunar framfærslukostnaðar heildarinnar hlutfallslega miðað við hefðbundnar þjóðartekjur Meðlima-Ríkjanna: grunnur fyrir verðið á evrum til þeirra. Sameiginlegur rekstrarafgangur byggir upp kostnað við sameiginlegan herafla til varnarsóknar.
Þetta er ekkert líkt USA.
Júlíus Björnsson, 22.1.2010 kl. 18:42
Blessaður félagar.
Júlíus, ég vil bara mitt gamla góða Ísland til baka.
Pétur, margt gott er gert á Ruv, en þeir brugðust í skilyrðislausri hlýðni sinni við ráðandi öfl í ICEsave deilunni.
Og eru þjóðníðingar á eftir. Og það er ekki félegt.
Ekki nema fólk sé mjög hrifið af að vera eign erlendra manna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.1.2010 kl. 22:13
Fyrst þegar ESB var kynnt lét ég blekkjast og taldi einn markað merkja sami markaður innan ESB. ESB var að tala við USA og aðra utan að m.t.t þeirra væri EU einn markaður. Þetta virðast allir hafa gert því menn nota það sem rök að innlánatryggingasjóðskerfin byggi á það allt sé einn og sami markaður. Já hvað varða samstilltar lámarkstryggingar til að tryggja að sömu útibú sama Meðlima-Markaðar ofbjóði ekki öryggi annarra útibúa í samkeppni. Svo eiga lámarks innlántryggingar að létt undir með ábyrgu útibúum sama tryggingakerfis þegar eitt lokar. Þau lána einkatryggingarsjóðnum saman.
EU innri markaðir eiga að tryggja öllum Meðlimum sama samkeppni rétt inn á hvers annars markaði.
Grunnreglan í EU er sérhvert Meðlima Ríki hefur sinn eigin ríkisborgarrétt EU ríkisborgarrétturinn bætist við hann.
Sérhvert Meðlima-Ríki er sjálfábyrg efnahagslögsaga [ber ábyrgð á samkeppni sinna markaða] sem kaupir sínar evrur til að setja í umferð á gengi sem tekur mið af þess þjóðartekjum innan EU.
Þetta er eftir stjórnskipunarskrá EU. Ekkert í líkingu við það sem hefur verið haldið fram af meintum EU sérfræðingum.
Áhætta fyrir Breta er mikil að fara fyrir Dómstóla EU því ef dæmdt eins og ríkistjórnin segði fyllist allt upp af samkeppni á bankamarkaði Breta, sem þeir vilja forðast í lengstu lög. Svo bannar Stjórnarskrá EUað að jafn öllum saman í einn markað. Seðlabanka kerfi EU byggir á samkeppni Meðlima-Ríkjanna t.d. með tekjum af evrusölu.
Júlíus Björnsson, 22.1.2010 kl. 23:18
Blessaður Júlíus.
Er bara ekki málið að það tekur tíma að koma á innri markað?? Og er það nokkuð raunhæft????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.1.2010 kl. 09:59
Það var ágætur vísir hér að innri markaði fyrir 30 árum, Hvorki þjóðverjar eða Frakkar hafa slakað á þeim efnum.
Óháð kostnaðarsamri samkeppnisinngöngu í EU. Þá er það öflugur innri heimamarkaður sem er grundvöllur stöðugra hárra þjóðartekna.
Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur sögðu og segja þýskumælandi. Bretar segja þetta er þinn eigin persónulegi tebolli.
Júlíus Björnsson, 23.1.2010 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.