22.1.2010 | 12:59
ICEsave stjórnin krossfesti Alain Lipietz.
Hans glæpur var að segja satt og rétt frá. Og sá sannleikur afhjúpaði lygavaðal breta og bretavina í ICEsave deilunni.
Egill Helgason, fjölmiðill Íslands, átti stórgott viðtal við Alain Lipietz, þingmann á Evrópuþinginu, í þætti sínum 10.janúar síðastliðinn. Viðtalið má lesa í heild í bloggi hér að framan og ég skora á alla að kynna sér efni þess. http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1008263/
Þar afhjúpar Alain alla þá lygi sem hér hefur vaðið uppi af hálfu stjórnarliða um hina meintu skuldbindingu íslensku þjóðarinnar og hann sýnir fram á af hverju bretar og Hollendingar mega ekki heyrt minnst á dómstólaleiðina.
Fjárkúgari leitar aldrei til dómsstóla. Ef hann gæti það, það er ef hann væri með löglega kröfu í höndunum, þá gerði hann það. En þá væri hann ekki fjárkúgari.
Ég spáði því strax að nú færi rógsvél Samfylkingarinnar (það er hún sem drífur blekkingarvélina áfram) af stað við að krossfesta Alain.
Það var sek þjóð sem átti að samþykkja ICEsave. En svo útvegaði Eva Joly Agli Helgasyni hagfræðing og þingmann á Evrópuþinginu sem var í þeirri nefnd Evrópuþingsins sem hafði með tilskipanir þess að gera um fjármálamarkaði, og þessi hagfræðingur upplýsti íslensku þjóðina að það sem stæði í tilskipunum Evrópusambandsins, að það stæði þar, ekki eitthvað allt annað.
Og ef það væri ágreiningur þá væri hann leystur með leiðum réttarríkisins.
En það var þessi setning sem var dauðasök í málinu, og Alain var ekki fyrirgefið.
"Ákvörðun um að breyta skuldum einkafyrirtækja í skuld ríkisins gæti aðeins tekið gildi eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta hefur verið í gildi (that is truth) frá því í byltingunni á 18. öld. Ríkið getur ekki tekið peninga af þegnum sínum af því að það vilji lána einhverjum öðrum féð. "
Tími villimennsku og geðþótta höfðingja var liðinn. Þjóðir hefðu sinn rétt sem einhverjir reglusmiðir eða gírugir stjórnmálamenn gætu ekki tekið af þeim.
Því var rógsvélin óvenju svæsin og rætin. Allir auðmannsleppar landsins voru virkjaðir til að flytja róg og níð um þau Evu og Alain.
Þann dag hélt ég mig við tölvuna og reyndi að mæta öllum fréttum á Mbl.is jafnóðum og þær birtust. Ég á því pistla um þær sem ég legg sem útgangspunkt um vinnubrögð rógsvélarinnar en á vörn minni þá var einn stór galli, ég var hættur að horfa á Silfrið sökum leiðinda, og hafði því ekki séð viðtalið við Alain.
En núna þegar ég er búinn að pikka það niður, þá veit ég eðli þess rógs sem að baki lág. Og í næstu þremur pistlum ætla ég að taka hann fyrir svo fólk geti áttað sig á hvernig blekkingum og rangfærslum er beitt til að afvegleiða umræðuna.
Ef við ætlum ekki að enda sem bretaþrælar, þá þurfum við að þekkja vinnubrögð óvinarins, og þann blekkingarleik sem hann stundar.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 105
- Frá upphafi: 1388601
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.