Vinarödd úr Norðri.

Og þær verða fleiri þegar Norðurlandabúar sjá í gegnum þann blekkingarvef sem Eurokratar hafa ofið í kringum ICEsave deiluna.

Það ræðst engin á smáþjóð í neyð, ekki nema siðblindir Eurokratar sem hafa allir sem einn stutt ólöglegar fjárkröfur breta á hendur saklausri þjóð.  Þjóð sem var rænd af auðmönnum sem unnu samkvæmt hinu Evrópska kerfi, sem Ísland innleiddi við upptöku Evrópureglna í fjármálum eftir aðild landsins að EES.

Því miður þá kaus íslenska þjóðin þessa Eurokrata til að leiða þjóðina á neyðartímum.  Þeir buðu fram heilaga manneskju sem þjóðin treysti, og þess vegna fór sem fór.

Ef þjóðin hefði kosið Íslendinga, ekki Eurokrata, til að leiða vörn þjóðarinnar gegn hinni erlendri árás, þá væri ICEsave deilan löngu leyst.

Það gilda lög og reglur í Evrópu.  

Krafa breta er án dóms þar til bæra dómsstóla, því er hún ólögleg og brot á öllum alþjóðlögum, sem og breskum og íslenskum lögum.

En Eurokratarnir hafa ekki viljað leita til dómstóla um réttlæti.  Þeir óttast slíkt réttlæti. 

Draumur þeirra um þvingaða aðild íslensku þjóðarinnar að Evrópusambandinu er í hættu.

Þeir trúa því að aðeins sigruð, auðmýkt þjóð gangi þar inn með betlistaf í hönd og biðji um ölmusu. 

Þeir halda að velferðin hafi eyðilagt sjálfstæðisgen forfeðranna.  

En það er rangt.  Íslenskur almenningur lætur ekki troða sér í svaðið baráttulaust, hvað þá að hann muni kyssa fætur kvalara sinna.

Það eina sem heldur stjórn Eurokrata að völdum er massífur lygaáróður fjölmiðla auðmanna og bretavina Ruv.  Og sú staðreynd að íslenskur almenningur er hrekklaus. 

Hann trúir ekki illvirkjum og svikum upp á forystufólk sitt, hvað þá heilaga manneskju.  

En jafnvel sá hrekklausasti er að rumska.

Tími Eurokratanna er liðinn.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Styðji Ísland af öllum mætti verði útkoman nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

-Íslands óhamingju verður allt að vopni - sagði þekktur maður þegar Jón Eiríksson konferensráð í Kaupmannahöfn lét sig hverfa í Holmens kanal fyrir miðja 19 öld.

Þessi þjóð lenti í klóm siðlausra frjálshyggjuafla sem unnu saman í stjórnsýslu og viðskiptum hérlendis sem erlendis. Nú hafa Eurokaratarnir tekið við öreigunum á Íslandi sem fyrrnefnd öfl bjuggu tll og hafa sett upp skiptastjórn með umboðsmenn sína í efstu stöðum stjórnsýslunnar að bakhjarli.

Frjálshyggjuöflin og Eurokratarnir eru ekki gagnstæðir pólar eins og margir halda fram. Það er til gamalt og gróft máltæki sem segir: "Það er margt líkt með kúk og skít."

Árni Gunnarsson, 21.1.2010 kl. 12:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Ég var að hugsa áðan hvað ég væri að gera hér kvalinn við tölvuna.  Andinn lætur á sér standa og ég næ ekki takti við þann eina pistil sem ég ætlaði að skrifa í dag.  

Þá fékk ég þetta innslag þitt inn og loksins brosti ég.  

Svarið er ólyktin, það er daunninn sem leggur af hvoru tveggja sem sameinar. 

En heiðarlegt íhald, og heiðarlegir kratar  eru ágætis fólk.  Og átök á milli hugmynda er það sem fleytir mannsandanum áfram.  

Og kunna að bregðast við tortímingaröflum, það held ég að eigi eftir að mynda breiðfylkingu ólíkra lífsskoðana til bjargar mannkyninu.  Því ef þetta siðleysi nær fram að ganga, þá er stutt í þá vargöld sem gengnir menn óttuðust svo mjög.

Þú skalt ekki hjáguði hafa segir í vísri bók.  Taki menn mark á því, þá eiga þeir að hafna helstefnu Nýfrjálshyggjunnar og henda henni á öskuhauga sögunnar, hún mun þar hvíla innan um annan viðbjóð.  Og svo segja menn nei við ICEsave og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, setjast síðan niður við sáttarborð ólíkra sjónarmiða með ýmsa þjóðlega drykki eins og mysu, landa og whskí.

Það kúgar enginn sjálfstæða menn sem standa saman.  

Og slíka samstöðu óttast höfðingjarnir mest.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband