22.1.2010 | 07:01
Michael Hudson í Silfri Egils sunnudaginn 10. janúar.
Egill: Hvert er mat þitt á stöðunni hér?
Michael Hudson: Ég tel Íslendinga hafa traustan lagalegan grunn fyrir því að þeir þurfi ekki að borga til baka. Leiðari (editor) minn snérist um að benda á að þeir þurftu ekki að borga og kjarni málsins er að leiðarhöfundar Financial Times í ritstjórnargrein og í þremur öðrum pistlum voru sammála um að Íslendingar þyrftu ekki að borga. Og ástandið er svo alvarlegt a mati FT að allar þjóðir Evrópu gætu verið að sundrast í lánardrottnara og skuldara vegna þess. Þar sem Bretar og Hollendingar reyna að hóta efnahagslegu stríði gegn Íslandi ef Íslendingar gefa ekki eftir og greiða samkvæmt kröfum Englendinga án þess að fara fyrir dómstóla.
Ég tel Íslendinga hafa traustan málstað; skuldum við þetta fé???Ef við skuldum það þá borgum við en leitum til dómstóla.
En við erum á því að Gordon Brown hafi greitt breskum innstæðueigendum upp á sitt einsdæmi og þar með gripið fram fyrir hendur annarra og án nokkurs samráðs við Íslendinga og án þess að fylgja evrópskum lögum. Samkvæmt evrópskum lögum höfðu Íslendingar níu mánuði til að ganga frá hver skuldin væri við innstæðueigendur og hve mikið þeir ættu í raun að greiða til baka.
Ég skal segja þér hvað gerðist í Bandaríkjunum í ámóta aðstæðum; margir Bandaríkjamenn töpuðu fé sínu hjá Bernie Madoff í pýramída-svindli og til er lítill sjóður til að bæta fyrir svindl af þessu tagi. Sjóðurinn dugði engan veginn til að borga öllum svo það litla sem í sjóðnum var skammtað til þeirra sem töpuðu í hlutfalli við hve mikið tap þeirra hafði verið án þess að lagðir væru við vextir.
Það sama hefði átt að gera í Bretlandi. Gordon Brown hefði átt að láta Íslendinga fara að evrópskum reglum; nota níu mánuði til að reyna að endurheimta fjármunina og athuga hvað varð um þá, hvert þeir fóru og taka svo Tryggingasjóðinn sem var um 1% af innstæðum og greiða úr honum hlutfallslega til þeirra sem höfðu tapað. Á þann máta hefði málinu verið lokið í samræmi við lög. Gordon Brown og hollenski kollegi hans létu til skarar skríða án tillits til laganna. Greiddu út af eigin fé til að bjarga orðspori sjálfra sín og til að koma í veg fyrir annað áhlaup á Northern bankann á Englandi þar sem sparifjáreigendur biðu í röð eftir að taka út fé sitt. Þeir brugðust við vandræðaásandi heima fyrir á heimullegan hátt og nú vilja þeir að Íslendingar greiði fyrir mistök Gordon Brown. Það er einfaldlega rangt.
Egill: Þú segir að ákveðin gjá sé að myndast milli lánardrottna og skuldara; þetta er áhugavert atriði og við erum hluti af stærri heild en þeirri sem snýst bara um Ísland og ICEsave-reikningana.
Hudson: Já, og blaðamaður hjá Financial Times, Martin Wolf hefur opnað bloggsíðu um það mál þar sem spurt er hvort grandalausum (innocent) þjóðum skul gert að borga og í raun ættu Írar, Grikkir, Ítalir og aðrar þjóðir, Lettar og þær þjóðir sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Allar þessar þjóðir eru í sömu sporunum og Íslendingar. Lánardrottnar krefjast þess að þær skeri niður útgjöld til sjúkrahúsa, að þær hækki skatta, dragi úr lífeyrisútgjöldum, að þær í raun skapi efnahagskreppu og fari á faraldsfót til þess að borga lánardrottnum; þetta er geggjun.
Engin efnahagsheild styttir sér aldur svo nú eru Íslendingar í hópi Letta, sem eru skuldsettasta þjóð Evrópu en Lettar lýstu yfir stuðningi við Íslendinga frá því á föstudag og allt í einu er ESB farið að draga í land svo þegar Brown segir; við bolum ykkur burt frá ESB ef þið greiðið ekki féð sem ég greiddi sparifjáreigendum þá kemur til framkvæmdastjóri ESB og segir: Þetta er mál á milli Breta, Hollendinga og Íslendinga og snertir ekki Evrópusambandið. Og aðar þjóðir Evrópu óttast að fjármagnsöflin taki yfir alla pólitíska orðræðu og fórni Evrópu á altari þröngra hagsmuna bankanna.
Egill: Matsfyrirtækin... Samkvæmt þér ættum við ekki að taka mark á þeim??
Hudson: Þau hafa glatað öllum trúverðugleika sínum í þessu þegar Íslendingar sögðu: Leitum til dómstóla og fáum á hreint hvað við eigum að borga. Það hefði átt að vera góðar fréttir fyrir skuldabréfaeigendur. Það þýddi að Ísland kæmist hjá gjaldþroti. En í staðinn stilltu Fitch og hin matsfyrirtækin sér upp við hlið viðskiptavina sinna; matsfyrirtækin taka ætíð málstað viðskiptavina sinna sem eru harðsvíraðar öflugar fjármálastofnanir og eru í raun kúgararnir.
Og matsfyrirtækin, sem hafa kúgað bandarískar borgir, hafa til dæmis komið að máli við yfirvöld Cleveland-borgar og sagt: Ef þið einkavæðið ekki orkufyrirtækin ykkar og aukið aðrar álögur, leggjum við á ykkur neikvætt lánshæfimat og sveltum ykkur með lánsfé þar til þið hafið selt almenningseignir ykkar bönkunum eða til viðskiptavina þeirra.
Um þetta hafa verið pólitísk átök í Bandaríkjunum í þrjá áratugi. Og nú reyna þeir þetta á Englandi. Öflugir lánardrottnar eins og Bretar og Hollendingar beita fyrir sig matsfyrirtækjunum og segja: Þið fáið lakt lánshæfismat og lítið aðgengi að lánsfé ef ið farið ekki eftir því sem við segjum.
Það er yfirgangur og efnahagslegur hernaður. Þetta er að sundra Evrópu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.