19.1.2010 | 13:11
Hver semur við fjárkúgara??
Það er skýrt kveðið á um í lögum að fjárkúgara séu dregnir fyrir dóm og dæmdir fyrir refsverða háttsemi. Það er engin forsenda refsilækkunar að hluti fórnarlambanna séu meðsek.
Það eru líka skýr ákvæði um að aðstoð við að fremja glæp sé refsiverð.
Og númerið hjá EFTA dómstólnum er 00 Luxembúrg eitthvað.
Tími til kominn að hringja í þá.
Kveðja að austan.
Engar viðræðuóskir frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 273
- Sl. sólarhring: 836
- Sl. viku: 6004
- Frá upphafi: 1399172
Annað
- Innlit í dag: 232
- Innlit sl. viku: 5087
- Gestir í dag: 223
- IP-tölur í dag: 220
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já það er alveg rosaleg fjárkúgun að vilja fá það til baka sem er stolið af manni...
Óskar, 19.1.2010 kl. 13:21
Óskar, ef Jón Jónsson stelur af þér 1000 kr., mátt þú þá sjálfkrafa fara og taka 1000 kr. af nágrana Jóns?
JS (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 13:38
JS ég skil alveg pointið hjá þér - bara verst að mjög fáir í fjármálalífi vesturlanda skilja það. Að vísu er mogginn búinn að draga einn og einn wannabe hagfræðing upp á dekk undanfarna daga til að þjóðin kjósi nú örugglega yfir sig einangrun og fátækt svo sjallar komist aftur til valda og geti haldið áfram þar sem frá var horfið haustið 2008 við að slátra þjóðinni.
Óskar, 19.1.2010 kl. 13:43
Ert þetta þú Óskar minn. Gaman að sjá að þú sért hress og farnist vel.
En ég vona ekki að þú eigir það mjög oft til að stela. Það er bæði ljótt og svo vilja menn enda í grjótinu fyrir það.
Ef þú hefur hjálpað Björgólfi að stela þessum peningum, þá í guðanna bænum gefðu þig strax fram og játaðu.
Þú sleppur kannski með tvöfaldan lífstíðardóm, ef þú ert heppinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.1.2010 kl. 13:44
Ómar mér finnst þessi færsla þín no. 4 svo hlægilega rugluð að ég ætla bara að sleppa því að gagnrýna hana- hún dæmir sig algjörlega sjálf!
Óskar, 19.1.2010 kl. 14:01
Blessaður Óskar.
Erum við ekki í þessum bransa til að skemmta okkur??
Hluti af þeirri skemmtun er að taka þá ekki of alvarlega sem sem ljúga þjófnaði upp á þjóð sína. Við Íslendingar erum lítil og ligeglad þjóð og finnst það allt í lagi þegar fólk styður lögleysu og þjófnað útlendra manna. Slæm forfrömun er betri en engin höfum við alltaf sagt.
En á bak við þessa fullyrðingu þína um þjófnað íslensku þjóðarinnar sem lélegan brandara þinn til að réttlæta ólöglega fjárkúgun Hollendinga, þá býr öllu alvarlegri hugsun. Þú ert einn af þeim sem samþykkja þá hugmyndafræði að krossfesta fjöldann vegna meintra glæpa einstaklinga. Þekktasta dæmi þessa úrkynjunar mannlegs siðferðis er þegar nasistum tókst að afla sér fjöldafylgis í upphafi þriðja áratugarins með því að benda á nokkra óvinsæla fjármálamenn úr röðum gyðinga. Þeirra arðrán eða júðska var talin réttlæta hörku gegn ollu gyðingasamfélaginu, og á þessum siðferðislega sora flaut nasistaflokkurinn inn á þing og til áhrifa.
Sem betur fer þá var sami sori ekki í forgang þegar glæpir seinna stríðs voru gerðir upp. Og síðan þá taldi siðmenningin sig hafa þroskast.
Alveg þangað til að það fannst fólk sem styður pólitíska lukkuriddara og siðblindingja í ránskröfu þeirra á hendur grandalausum almenningi smáríkis svo ég vitni í Michael Hudson.
Og Hudson setur slík rán í samhengi við dauðastríð Nýfrjálshyggjunnar, og bendir á hvaða meiði krafa breta og bretavina er. Lipietz bætti um betur og sagði að siðmenningin hefði losað sig við þrældóm fjöldans vegna gjörða auðmanna með frönsku stjórnarbyltingunni.
Og svo kemur þú Óskar minn og segir Franska hvað???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.1.2010 kl. 14:36
Það er rosaleg fjárkúgun, Óskar, að heimta peninga af röngum manni undir byssuhlaupi. Þeir sem vilja endilega vera fjárkúgaðir, mega það vel ef þeir halda okkur hinum utan við það.
Elle_, 20.1.2010 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.