19.1.2010 | 11:32
Hver eru rök Krauss???
Fræðimenn kljást á síðum FT. Og er það vel. Rök málsins þurfa að vera öllum kunn.
Og vissulega er það rétt hjá Krauss að samkvæmt því regluverki sem fjármálaeftirlit landanna að þá var um skipta ábyrgð að ræða. Íslenska fjármálaeftirlitið bar meginábyrgðina á Landsbankanum (solvency) en það hollenska þurfti að fylgjast með greiðsluhæfi (liquidity).
En hvaða hundalógík er að halda því fram að annað fríi hitt ábyrgð. Það er til lítils að hafa gjaldhæfan banka eftir þeim reglum sem um það gilda, ef útibú geta tekið til sín peninga án þess að hafa tiltækar eignir á mótir. Hvorugt verður aðskilið í heilbrigðum rekstri, og á krepputímum, þegar alþjóðlega fjármálakreppa er í uppsiglingu, þá er einmitt liquidity lykilatriðið, að það sé til nægir fjármunir til að bregðast við bankaáhlaupi.
Og á þeirri staðreyndi geta hollensk stjórnvöld ekki frýjað sig.
Og hvað hundalógík er það að segja að hollensk stjórnvöld hafi þurft að samþykkja íslenska bankaútibúið vegna evrópsku reglugerðarinnar? Og gefa þar með í skyn að ábyrgðin sé öll íslenskra stjórnvalda. Íslensk stjórnvöld voru líka bundin þessari sömu reglugerð. Þau urðu að veita starfsleyfi sitt ef þau á annað borð leyfðu bankanum að starfa á Íslandi.
Það var í gildi einn sameiginlegur markaður, það máttu allir, sem á annað borð höfðu starfsleyfi, starfa þar sem þeir vildu við það sem þeir vildu.
En kannski hefur prófessor Krauss ekki frétt af því, það er jú langt á milli Stanford og Brussel.
Og hvað tal er þetta um ábyrgð.
Saknæm ábyrgð myndast aðeins þar sem lög og reglur hafa verið brotnar. Íslenska og hollenska fjármálaeftirlitið unnu eftir evrópskum reglum. Í þeim reglum voru líka fyrirmæli hvernig átti að taka út fjármálastofnanir, hin svokölluðu álagspróf, og kröfur um lágmarks eigið fé og svo framvegis.
Hingað til hefur enginn af fjandvinum Íslands geta að sýnt fram á að þar hafi íslensk stjórnvöld brotið lög og reglur, eða ekki farið eftir þeim á þann hátt sem var gert í öðrum löndum. Enda voru íslensk stjórnvöld undir eftirliti, ESA, OECD, alþjóðlegu matsfyrirtækin skiluðu öll inn skýrslum. Og þær skýrslur voru jákvæðar, í þeim voru ekki ábendingar um neitt misjafnt, en vissulega var bent á að íslensku bankarnir þyrftu að bæta tekjuflæði sitt frá innlánum, og í því samhengi var Landsbankanum sérstaklega hrósað fyrir ICEsave reikninga sína.
Sem núna eru taldir saknæmir og eiga að falla á íslensku þjóðina ef marka má skrif Krauss.
En allar fullyrðingar og kröfur á þeim grunni að um saknæmt athæfi hafi átt sér stað þurfa að hvíla á leiðum réttarríkisins. Sjónarmið Krauss geta verið gild, en þá þarf dómur að fjalla um þau og taka afstöðu til þeirra.
Og það er grundvallarlögmál í rétti, að taka afstöðu út frá þeim upplýsingum og staðreyndum sem lágu fyrir á þeim tíma sem ákvarðanir voru teknar, og hlutirnir framkvæmdir. Þú dæmir ekki eftir á, það er ekki hægt að dæma út frá upplýsingum nútíðar og segja að fyrst allt hrundi, þá hljóta allir að vera sekir.
Þess vegna er þessi umræða fjarstæða, þó spámennska sé viðtekin í hagfræði, þá er spámennska ekki viðtekin í lögfræði. Sú huglæga afstaða að telja mann sekan, er ekki næg til að viðkomandi sé sekur, hvað þá að þú beitir hann kúgun og hótunum til að borga skaðabætur vegna hinnar huglægu sektar.
En það vita menn kannski ekki heldur hjá Stanford.
Og örugglega vita íslenskir bretavinir það ekki heldur. Allt, sem þeir hugsanlega geta túlkað sem rök fyrir greiðsluskyldu íslenskra skattgreiðanda vegna gjörða og athafna höfðingja, er þeim mikils virði og fagnað mjög.
Hjá þeim gildir aðeins ein regla, aðeins ein lífsýn. "Helvítin skulu borga"
Og þá eru þeir ekki að tala um íslenska auðmenn.
Kveðja að austan.
Segir Wade hafa rangt fyrir sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 11:08 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 144
- Sl. sólarhring: 954
- Sl. viku: 5875
- Frá upphafi: 1399043
Annað
- Innlit í dag: 124
- Innlit sl. viku: 4979
- Gestir í dag: 121
- IP-tölur í dag: 121
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta Icesave mál verður ekki einfaldara. Var það ekki glapræði af Ólafi Ragnari að staðfesta ekki þetta þingmál?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2010 kl. 14:19
Segðu!
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2010 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.