Verðir Íslands fá rödd á erlendri tungu.

 

Íslendingar hafa lögin sín megin í ICEsave deilunni.  Allur málatilbúnaður breta, auk íslenskra bretavina í ríkisstjórn Íslands er kolólöglegur.

Bretar, og íslensku bretavinirnir gera kröfu í íslenskt skattfé með tilvísun í Evrópska reglugerð sem íslenska ríkið tengist i gegnum EES samninginn.  En allar kröfur, hversu löglegar sem þær annars eru, eru ólöglegar ef þær virða ekki þau réttarúrræði sem kveðið er á um í þeim samningi sem vísað er í.

Í þessu tilviki þá á ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að taka kröfu breta, og íslenskra bretavina fyrir, og síðan eftir atvikum þá á EFTA dómstóllinn að úrskurða ef málsaðilar eru ósammála úrskurði ESA, eða þá ef ESA skýtur kröfu breta, og íslensku bretavinana, beint til EFTA dómsins.

Það er grundvallaratriði að fólk átti sig á þeirri staðreynd að meint krafa fjárkúgara getur verið lögleg, en aðferðafræðin við innheimtu hennar, það er sjálf fjárkúgunin er ólögleg.  Og þar með fellur fjárkúgunin alltaf um sjálfa sig.

Á þetta hafa Verðir Íslands ítrekað bent á í greinum sínum.

Og þeir hafa verið þaggaðir niður.  Ef það þyrfti að sanna tilvist þeirra, þá yrði að beita aðferðafræði eðlisfræðinnar í skammtafræði til að sanna hana.  Þeir sáust ekki fjölmiðlunum en hljóta samt að vera til því fjölmiðlar auðmanna, DV og Fréttablaðið ásamt Morgunblaðinu á meðan það laut húsbóndavaldi Björgólfs, auk ríkisútvarpsins voru uppfullir af fréttum og fréttaviðtölum þar sem rökin voru "ég tel", "mér finnst", "þetta er rugl", og annað í þeim dúr.  

Og allir þeir sem töldu eða fannst eða eitthvað, þeir voru allir að bregðast við vönduðum málflutningi þeirra Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar Blöndal, því á rök þeirra mátti aldrei minnast.

En rök þeirra lifðu á netinu og gengu þar á milli manna, og smán saman komust þau inn í umræðuna.  Vendipunkturinn var þegar núverandi forsætisráðherra laug ítrekað að þjóð sinni að hin meinta "alþjóðleg skuldbinding" íslensku þjóðarinnar væri 75-100 milljarðar, þá fékk hinn hugsandi íslendingur nóg.  Hann lét ekki lengur teyma sig eins og útslitna mjólkurkú í sláturhúsið.

Aðeins vextirnir voru um 250 milljarðar (fer eftir gengi og þróun endurgreiðslu) og fyrst sú heilaga manneskja, sem þjóðin hafði treyst svo vel fram að þessu, laug til um upphæðina, laug hún þá ekki líka til um hina meintu alþjóðlegu skuldbindingu?

Jú, sagði Andstaðan í Netheimum, og vitnaði í Verði Íslands.

Núna, loksins ári frá því að fyrstu þrjár megin greinar þeirra félagar birtust í Morgunblaðinu, ætlar íslenska þjóðin að fá þær birtar í erlendum tímaritum svo almenningi í viðkomandi löndum verði ljós lögleysa og kúgun breta og bandamanna þeirra.  Þar á meðal ráðamanna bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum.  

Hér eftir mun ekkert sænskt hálfmenni opna munninn í þarlendum fjölmiðlum og ljúga fjárkúgun breta upp á íslenska þjóð með þeim rökum að hér sé um alþjóðlega skuldbindingu Íslands vegna aðildar landsins að EES.  Sænskir fjölmiðlamenn eru upplýstir, og þeir lúta ekki stjórn íslenskra auðmanna eða íslenskra bretavina.  Sannleikurinn mun sigra lygarnar.

Í Svíþjóð, og annars staðar á Norðurlöndum er fólk farið að skilja, að það er samsekt um glæp.  Þann stærsta glæp af öllum, glæpnum gegn réttarríkinu og siðmenningunni.

Svíar, Norðmenn, Finnar, þessar bræðraþjóðir munu ekki láta vitorðsmenn breta, og íslenskra bretavina, ljúga skuldum auðmanna upp á saklausa skattgreiðendur varnarlausrar bræðraþjóðar.

 

En hvað segja  íslenskir bretavinir um þetta framtak að þýða greinar Stefáns og Lárusar.

"Ég er afar ósáttur" sagði einn í viðtali við NPR.

Og allur heimurinn sér í hnotskurn í hverju Íslands ógæfa er fólgin.

Verðir lands og þjóðar eru ekki búsettir í íslenska stjórnaráðinu.

Þar dvelja Verðir breta á Íslandi.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Birta greinar sínar erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óskandi að þetta veki athygli erlendis, því betur má ef duga skal þegar okkar eigin stjórnvöld eru á móti því að skoða lagalega stöðu Íslands í málinu. Þar sem ég þekki dálítið til, þá veit ég að þeir hafa skrifað sínar greinar án þess að hafa af því persónulegan ávinning og án gróðasjónarmiða og það sem meira er, að þeir hafa kostað þessar þýðingar sjálfir.

OF (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 18:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þessa athugasemd OF.

Þetta var eiginlega eina greinin sem ég vonaðist til að fólk læsi í dag.  Og íhugaði.  En svo reyndar bætti ég við annarri áðan, sem fólk má líka íhuga.

Allt snýr þetta að baráttunni um að þjóðin sitji ekki uppi með drápsklyfjar ICEsave.

Og þar hafa þeir menn, sem ég kalla Verði Íslands,  verið okkar sterkasta vopn.  Því þeir ljáðu rödd réttlætisins lagarök sem hinir viljugu hafa ekki átt svar við.

Og verk þeirra er ennþá stærra eða göfugra ef ég má vera væminn, þegar þú upplýsir að þeir hafi borgað þýðingu greina sinna úr eigin vasa.  Satt að segja trúði ég því að það væri komið eitthvað skipulag á Andstöðuna þarna í Reykjavík.  

En hvað um það, verkið er frábært og vendipunktur þeirra greina verður seint þakkaður.  Og fyrst þú þekki til þeirra félaga, þá máttu skila þakklæti mínu til þeirra.  

Þetta eru virðingarverðir menn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.1.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband