14.1.2010 | 23:44
Nýr og mun geðfelldari tónn í ICEsave söng Jóhönnum
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við tilkynningu Ólafs Ragnars um að vísa frumvarpinu um ICEsave ríkisábyrgðina til þjóðarinnar, var henni til mikillar skammar.
Á mannamáli sögðu þau fátt annað en Óli hrekkjusvín og annað sem Spaugstofan þýddi af sinni alkunnu snilld.
Burtséð frá því hvort fólk var sammála ákvörðun forsetans eður ei, þá var þetta hans ákvörðun. Og ríkisstjórnin situr í umboði forseta Íslands. Það er hann sem skipar ríkisstjórnina, það er hann sem samþykkir lög með undirskrift sinni.
Við aðstæður verða menn að sýna stillingu og lámarkskurteisi, ekki haga sér eins og skammir og skítkast sé eina orðfærið.
Hvað sem verður sagt um Davíð Oddsson, og allt hans skap, þá hélt hann stillingu sinni opinberlega, og beygði sig undir ákvörðun forsetans.
Vissulega kom ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu, en það var vegna þess að þáverandi ríkisstjórn settist niður og íhugaði málið, hvað það var sem olli því að forsetinn neitaði að skrifa undir. Og skipaði í kjölfarið nefnd sem í áttu allir flokkar á Alþingi fulltrúa.
Á mannamáli heitir þetta lýðræði. Ekkert lýðræði er það fullkomið að það þurfi ekki öryggisventil.
Og á þessu virðast þau Steingrímur og Jóhanna hafa áttað sig.
Segjum sem svo að ávinningurinn við að skuldsetja sig svona mikið, sé meiri en það sem greitt verður í vexti og afborganir af ICEsave. En hann getur aldrei verið það mikill að hann vegi upp klofning þjóðarinnar.
Eins er ef þingið hefði hafnað ICEsave með minnsta mun. Þá hefði ólgusjór "alþjóðasamfélagsins" tekið við, og klofið þjóðarfley hefði sokkið í því hafróti.
ICEsave deilan verður aldrei leyst nema með samstöðu þjóðarinnar.
Og í svona umdeildu máli, er aðeins hægt að ná samstöðu um eina leið.
Sú leið heitir lög og regla.
Íslenska þjóðin reynir að standa við skuldbindingar sínar, en á þann hátt að fólki og velferð sé ekki fórnað fyrir. Við lifum á 21. öldinni, ekki þeirri átjándu þegar bretar og Hollendingar efnuðust af þrælaviðskiptum.
Og íslenska þjóðin greiðir aðeins þær skuldbindingar sem eru sannanlegar samkvæmt þeim lögum og reglum sem um málið gilda.
Það er sagt að ekki sé hægt að dómtaka málið þar sem Ísland sé EFTA ríki og gagnaðilar okkar í Evrópusambandinu. En þetta er eins rangt og hægt er að hugsa sér. Stundum er meint fáfræði umræðunnar á því stigi, að það mætti halda að deiluaðilar væru að ræða um meinta pönnukökulögun jarðar.
Bretar og Hollendingar krefja okkur um greiðslu á lágmarkstryggingu samkvæmt regluverki Evrópusambandsins. Og Íslendingar séu skuldbundnir að að hlíta því regluverki þar sem þeir séu aðilar að EES samningnum.
Með öðrum orðum er krafan byggð á EES samningnum. Í EES samningnum er skýrt kveðið á um hlutverk tveggja stofnana EES, sem eiga að fylgjast með framkvæmd EFTA ríkja á innleiðingu tilskipana ESB sem og að eftir þeim sé farið í einu og öllu. Því á innri markaðnum gilda sömu lögin, sömu reglurnar.
En Evrópudómsstóllinn dæmir hjá ESB, EFTA dómsstóllinn hjá EFTA ríkjum.
Ísland er EFTA ríki. Ef landið telur sig hafa farið í einu og öllu eftir reglum ESB, en öðru er haldið fram, þar á meðal af framkvæmdastjórn ESB, þá getur Ísland einhliða beðið um úrskurð ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á þeim reglum, og hvernig hún túlkar hann.
Þar sem um grundvallarmál er að ræða, þá myndi ESA vísað málinu beint til EFTA dómsins, sem hefur lagaheimild samkvæmt EES samningnum að hafa samráð við Evrópudómsstólinn.
Og þá fengist loks alvörudómur í þessu grundvallarmáli.
Íslendingar þurfa ekki að stefna bretum og Hollendingum fyrir einhvern alþjóðlegan dóm (gerðardóm), eða bretar að stefna okkur. Það er eins og umræðan hér heima haldi að EES samningurinn sé eitthvað samningsskrípi, hripaður niður á nokkur A4 blöð. En ekki alvöru þjóðréttarlegur samningur sem er með skýr ákvæði um réttarfarsleiðir ef kemur til ágreinings um framkvæmd hans
EES samningurinn er skýr. Við erum krafin um ríkisábyrgð á innlánum íslenskra banka sem störfuðu í Hollandi og á Bretlandseyjum með tilvísun í EES samninginn.
Og það eru réttarfarsleiðir EES samningsins sem skera úr um hvort sú krafa er lögleg eður ei.
Og þeim dómi þarf að hlíta.
Allir aðilar málsins.
Kveðja að austan.
Forsætisráðherra bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 11:05 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 174
- Sl. sólarhring: 909
- Sl. viku: 5905
- Frá upphafi: 1399073
Annað
- Innlit í dag: 144
- Innlit sl. viku: 4999
- Gestir í dag: 141
- IP-tölur í dag: 140
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og oft áður er þetta góður pistil hjá þér Ómar. Hins vegar er ég ekki sammála öllu sem þú setur fram. Þú færir rök fyrir því að krafa Breta og Hollendinga sé byggð á EES-samningnum. Þessu er ég ekki sammála, vegna þess að í honum er ekkert að finna sem skuldbindur okkur til greiðslu vegna útibúsins Icesave.
Krafa Bretlands og Hollands er ekki byggð á lögum heldur yfirgangi. Jafnvel Icesave-stjórninni er þetta örugglega ljóst. Eftir sem áður verða andskotar okkar að færa fram einhver lagaleg rök, ef þeir fara með málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, sem er það dómsstig sem stendur þeim fyrst til boða.
Vandamálið er og hefur verið það sama frá upphafi málsins, að Bretar og Hollendingar munu ekki fara með málið fyrir dómstól. Frekar munu þeir láta málið falla niður og ég vænti þess að það muni þeir gera ef báðum Icesave-samningunum verður hafnað.
Staðan er því þannig að ef við viljum komast undan kúgum nýlenduveldanna, sem ég er löngu farinn að efast um, þá verðum við að fella síðari ábyrgðar-lögin úr gildi með miklum mun atkvæða. Síðan verður Alþingi að fella úr gildi fyrri ábyrgðarlögin. Þá eru allir vegir okkur færir og þá stöðu eigum við að nota til að lögsækja Breta fyrir beitingu hryðjuverkalaganna. Við eigum þar unninn málarekstur.
Að mínu mati er Icesave-söngur Jóhönnu ekkert geðfeldari en áður. Þetta eru bara blekkingar og það sýna til dæmis tilraunir hennar til að hafa af almenningi þjóðaratkvæðið. Einar Karl Haraldsson hennar hægri hönd hefur sagt þetta berum orðum við erlenda fréttamenn. Þetta sóða-lið beitir öllum brögðum og ég gef ekkert fyrir loforð þeirra eða samninga.
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.1.2010 kl. 00:09
Blessaður Loftur.
He, he, þú mátt ekki skamma mig svona mikið að reyna að vera jákvæður.
En þegar tveir deila, og það þarf að nást lausn, þá verðum að sætta okkur við að ekki séu allir sammála okkur. Og þess vegna þarf að dæma.
En svona til að fyrribyggja allan misskilning, því vissulega getur hann orðið þegar svona pistill er sleginn jafn hratt of puttarnir leyfa, en þegar ég segi "byggist á", þá er ég einfaldlega meina að krafa þeirra er með tilvísun í EES samninginn, þar sem íslensk stjórnöld gangast undir regluforræði hins innra markaðar. En tilskipunin er eESB regluverk, en ESA á að útskurða um framkvæmd EFTA ríkja á þeim. Engin önnur stofnun getur gert það samkvæmt EES
Í mínum huga er ekki vafi hvernig dómurinn fer, enginn dómsstóll getur ákveðið ríkisábyrgð eftir á. Og hefur ekki rétt til þess. Og enginn reglumeistari getur sett á á ríkisábyrgð fyrir ótakmarkaðri upphæð, sbr til dæmis þinn góði pistill frá því í haust þar sem þú settir rökin í jöfnu. Því hvað hefðu menn gert ef upphæðin verið 5-föld þessi upphæð??? Sent menn til að reka Íslendinga úr húsum sínum og sett þá vergang?????
Allar ríkisábyrgðir þurfa að hafa þekktan endapunkt, þær mega ekki ógna fjárhag og stöðugleika ríkissjóðs, hvað þá að gera heilu þjóðirnar gjaldþrota. Þetta er svo augljóst að ótrúlegt að hugsandi fólk skuli hafa látið sér detta það í hug að orðalagið "ekki" ríkisábyrgð þýddi ótakmörkuð ríkisábyrgð.
En hafi verið um ríkisábyrgð að ræða, þá þarf að segja það á skýran hátt þannig að það hafi ekki getað misskilist, sem og hitt eins og Stefán Már Og Lárus benda á, það hefði þurft að koma fram skýrar reglur um hvernig einstök aðildarríki gætu takmarkað þessa ábyrgð án þess að leggja hömlur á bankarekstur.
Það rekur sig sem sagt allt í hvers manns horn í málflutningi Borgunarsinna eins og þú veist mæta vel.
Vissulega er hægt að verjast á marga vegu, en vandinn er alltaf sá sami, klofin þjóð verst ekki, og klofin þjóð borgar ekki ICEsave.
Þann vítahring þarf að leysa.
Um vilja Jóhönnu og Samfylkingarinnar er ég hóflega bjartsýnn (og oft hef ég ýkt minna en þetta), en samt, á hann þarf að reyna. Og atvinnulífið er líka að ranka við sér sbr grein þremenninganna í Morgunblaðinu. Og margir margir fleiri eru að spá í útgönguleið.
Og þá Loftur erum við komnir að kjarna minnar greinar, svona fyrir utan að ég ætla að taka mér frí og langaði að enda á rólegheitunum, en hann er sá að benda fólki á forsendur sáttar.
Þó allir flokkar landsins sameinist um pólitíska lausn, jafnvel þá sem var samþykkt 2. sept, þá verður alltaf ófriður um ICEsave á meðan ekki er farið eftir lögum og reglum sem um málið gilda.
Þeir skulu ekki láta sig dreyma um annað.
En takk fyrir mig Loftur og góða nótt.
Ómar.
Ómar Geirsson, 15.1.2010 kl. 00:39
Ég verð nú að segja að ég fæ hroll, þegar Jóhanna segist vera bjartsýn. Það getur eiginleg þýtt hvað sem er.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 05:37
Sælt verði fólkið.
Sammála seinasta ræðumanni. Treysti ekki orði sem kemur frá stjórnarliðinu, frekar en td. Baugs og Björgólfsfeðgunum. Enda opinberir þræðir þar sem þar liggja á milli. Helstu rök stjórnarsinna að málið má ekki fara fyrir rétt er að við gætum farið mun verra út úr því en "glæsilega samningnum". Við þurfum ekki ölmusu Breta og Hollendinga. Heldur vil ég tapa dómnum og vera viss um að réttlætið hafi sigrað, en að sitja í einhverjum vafa um að hafa getað unnið máli og þess vegna fara mun betur út úr málum en allt bendir til að við gerum. Málið á að fara fyrir dómstóla með endanlegri niðurstöðu, en ekki eins og mótaðilarnir krefjast að þurfa ekki áð hlíta niðurstöðunni, nema að þeir sigri.
Óháð samninganefnd á að taka við keflinu. Samninganefnd sem byggir á færustu fagmönnum hvar sem þeir finnast í heiminum. Fyrr held ég að þjóðin verður ekki tekin alvarleg. Þáttur uppgjafaliðsins og stjórnarflokkanna verður fyrst og fremst til að ganga erinda Breta og Hollendinga að trúmennsku og staðfestu. Þeir eiga ekki eftir að gera neitt til að betri samningar geta náðst, heldur setja allt í uppnám til að þreyta fólk og til pólitísk heimabrúks. "Við sögðum allan tíman að við borum búin að gera allt sem hægt var og ekki hægt að komast með málið lengra". Það er þeirra lífakkeri fyrir næstu kosningar að vera ekki tekin fyrir að hafa gætt hagsmuni þjóðarinnar í "glæsilegri samningagerðinni".
Auðvitað hlægja samninganefndi Breta og Hollendinga að aftur koma sömu klúðrararnir til samninga eins og í fylgd stjórnarandstöðuforeldra. Maður getur rétt ímyndað sér hversu þeir skemmtu sér þegar Svavari og Indriða dúkkuðu upp sem aðalsamningamenn þjóðarinnar, hafandi allar upplýsingar austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi um þessa pappakassa, síðan þeir böðuðu sig í dýrðarveröld þarlendra heilaþvottastöðva og þjálfunarbúða. Ætti að vera heppilega þægileg staða fyrir Breta og Hollendinga en óheppilegri fyrir kommana.
Óháða samninganefnd og bökkuð upp af utanþingsstjórn eru einu vitrænu skilaboðin sem umheimurinn mun virða að mínu mati. Annað er áframhaldandi skrípaleikur. Við munum hvernig "stórkostleg" niðurstaða tókst með þverpólitíska skrípaleikinn í sumar með Icesave 1 fyrirvarasamninginn. Hvað hefur breyst?
Kveðja úr austfirskri grámyglu á suð/vesturhorninu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 15:12
Sæll Ómar.
Þú verður því miður að sætta þig við að ég tek á málefnum og ef þú setur fram skoðun sem mér sýnist ekki standast, er engrar miskunar að vænta. Það er eindregin skoðun mín að Icesave-stjórnin sé að blekkja, þegar hún býður stjórnarandstöðunni til samstarfs. Tilgangurinn er að hindra þjóðaratkvæðið og ekkert annað. Því miður virðist stjórnarandstaðan vera það óreynd að hún mun líklega ganga í gildruna.
Enginn málsmetandi maður erlendur, tekur lengur málstað nýlenduveldanna. Íslendsk stjórnvöld verða að fylgja þessari stöðu eftir og segja hreint út að við eigum ekki að greiða Icesave og að við ætlum ekki að greiða. Sú slepja sem Jóhanna býður uppá, er ekki sæmandi og dregur úr krafti okkar.
Það er mín skoðun, að ef Icesave-stjórninni tekst að véla stjórnarandstöðuna til að hindra þjóðaratkvæðið, verði forsetinn að afturkalla umboð Jóhönnu og ríkisstjórnarinnar. Það er algjörlega rétt hjá þér að ríkisstjórnin situr í umboði frá forseta Lýðveldisins:
Um þetta erum við sammála eins og nærstum allt sem varðar Icesave-málið. Þú mátt bara ekki vera of samningsfús, því að við svikara er að fást. Það er ekkert geðfellt við Jóhönnu !
Loftur Altice Þorsteinsson, 15.1.2010 kl. 16:20
Blessaður Loftur.
Það er ljótt af þér að eyðileggja sáttartón minn.
Þú veist að ég er sammála hverju orði sem þú segir.
En þú þarft líka að spyrja þig þeirrar spurningar hvað hefði gerst ef 33 þingmenn hefðu hafnað ICesave????
Og þar sem þú ert heiðarlegur Sjálfstæðismaður, þá veist þú það mætavel, að mjög sterk öfl innar flokksins vilja þessa ICEsave samninga. Þó ég skjóti á Bjarna Ben fyrir reynsluleysi, þá á hann mjög mikinn heiður skilinn fyrir að halda sjó í þessari orrahríð, og standa með þjóðinni. En hann getur ekki ennþá treyst á flokkinn á bak við sig. Til þess eru skoðanirnar of skiptar.
Og Loftur, ef þú hefur ekki styrk til að sigra, þá spáir þú í næst bestu leiðinni til að ná fram þínum markmiðum.
Og ég get ekki að því gert að flokkur þinn er að semja um svik.
Hugsaðu málið aðeins betur og spáðu í þau skilyrði sem ég set fyrir sátt.
Ef það á að vera sátt í þjóðfélaginu, þá þarf sáttin að uppfylla þessi skilyrði.
En síðast þegar ég vissi þá voru öll ráðandi öfl á móti okkur Loftur. Og þau öfl eru ekki bara í Samfylkingunni.
Aðeins réttlátur dómur fær mig til að leggja niður vopn.
Ég sé ekki sátt um annað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.1.2010 kl. 17:24
Blessaður Guðmundur.
Síðast þegar ég vissi, og hef ég rúmlega tíu ára reynslu, þá er rok og rigning hið náttúrlega veður í öllum útkjálkum sem skaga út í Norður Atlantshafið.
En þegar er ekki ísöld, og sunnanþeyrinn blæs, þá máttu koma austur, og allavega þá skal ég bjóða upp á landa, það er ef Steingrímur, sá mæti maður (alveg satt, ég veit það) vill ekki að fólk versli í ríkinu. Spánn og Austfirðir, hvað geir diffinn???' Sérð ekki muninn ef þú lendir á suðrænum áttum, ekki norðan garra útrásarvíkinga, ættaða frá Norður Pólnum.
En spáðu í styrk okkar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.1.2010 kl. 17:37
Þjóðaratkvæðagreiðslan er ALGERT MUST, þá komumst við uppúr skotgröfunum og sýnum umheiminum að við ætlum ekki að láta kúga okkur, þjóðin sameinast og verður ekki í sömu sporum og 1262.
Nanok (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 18:00
Guðmundur 2, þú skrifar: Heldur vil ég tapa dómnum og vera viss um að réttlætið hafi sigrað.
Málið á að fara fyrir dómstóla með endanlegri niðurstöðu, en ekki eins og mótaðilarnir krefjast að þurfa ekki áð hlíta niðurstöðunni, nema að þeir sigri.
Óháð samninganefnd á að taka við keflinu. Samninganefnd sem byggir á færustu fagmönnum hvar sem þeir finnast í heiminum.
Heldur vil ég líka tapa dóminum en lyppast niður gegn kúgun og lifa undir kúgun. Og ef við endilega viljum semja, ættum við vissulega að nota í það óháða samnnganefnd með færustu fagmönnum. Ekki neinum öðrum og ekki neinum pólitískum vinum stjórnarflokkanna. Hins vegar segi ég að við ættum að hafna Icesave alfarið og segja Bretum og Hollendingum að haldi þeir sig hafa mál gegn okkur munum við hitta þá fyrir dómi. Það vilja þeir ekki, þeir vilja ekki sækja mál sem þeir hafa ekki gegn okkur. Þeir vilja nota hótanir vitandi hvað Jóhanna er móttækileg vegna EU-sins hennar dýrðlega. EU-sins sem er að gera lönd innan ríkjasambandsins gjaldþrota.
Elle_, 17.1.2010 kl. 16:47
Minn kæri Ómar, ég játa upp á mig skömmina. Auðvitað er ekki vel gert að gagnrýna samherja sína þótt þeir fylgi ekki nákvæmlega manns eigin línu. Hins vegar höfum við ekki aðkomu að Icesave-málinu, nema í gegn um skrif okkar og annan málflutnings. Í ljósi þess er mikilvægt að við höldum til haga ítrustu kröfum landsmanna og látum aðra um að finna hina mögulegu málamiðlun.
Þrátt fyrir að við erum stuðningsmenn sem stöndum á hliðarlínunni, þá verðum við að trúa því að við höfum einhver áhrif á gang mála. Eru ekki nægilega margir á vellinum sem vilja slaka út öllum okkar réttindum ? Eru ekki nægilega margir sem sitja á svikráðum og erum við þó ekki sammála um hvar þá er að finna ?
Ég met stöðuna þannig, að við og okkar samherjar hafi náð miklum árangri í baráttu við heimskuna. Það er fremur heimska sem ræður för hjá Icesave-stjórninni, fremur en ótti við hið óþekkta sem þó er hér áhrifavaldur. Hvað er til dæmis hægt að nefna það annað en heimsku, að stjórnin skuli ekki láta semja lögfræðilega greinargerð sem heldur fram okkar málstað ?
Að sönnu var það fyrst í nóvember 2008 sem ég gerði mér grein fyrir að ábyrgð af útibúi Landsbankans var öll á hendi Breta og Niðurlendinga. Alain Lipietz staðfesti þá niðurstöðu með glæsilegum hætti og nú ætti öllum að vera ljóst að ábyrgð Íslands var engin á útibúum bankanna erlendis. Ábyrgð bankanna á tjóninu hér heima er samt ærin. Það ætti að vera krafa stjórnarandstöðunnar að greinargerð verði gerð um lagalega stöðu okkar, áður en setst er með Svika-Móra og Jókerhönnu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.1.2010 kl. 17:33
Og kæri, Ómar. Þó ég færi nú aldrei að skjóta einn duglegasta og færasta bloggarann gegn Icesave hryllingnum niður, verð ég að lýsa yfir minni hörðu persónulegu skoðun um að ALLT sem Jóhanna Sig. lætur út úr sér eru blekkingar einar og ótrúverðugt.
Elle_, 17.1.2010 kl. 23:10
Blessuð Elle og Loftur.
Afsakið hve ég kem seint inn með mitt andsvar. Ég hef legið hálfkvalinn upp í rúmi síðustu daga og lítið geta gert, nema lesa.
En ekkert er svo slæmt að það eigi ekki sínar góðu hliðar, ég áttaði mig til dæmis á því að ekki get ég alveg yfirgefið síðasta barna mitt alveg munaðarlaust, leið laga og réttar, sem er hin eina leið sem siðmenningin býður upp á þegar tveir deila, að hún virðist eiga undir högg að sækja í umræðunni. En verði hún ekki farin, þá verða vígaferli í landinu.
Og Loftur, athugasemdir þínar gerðu ekkert annað en að styrkja grein mína. Hafi einhver lesið sem hefur efast um lögmæti málstaðs okkar, þá ætti sá hinn sami að hafa losnað við efasemdir sínar, annað hvort með því að skilja rök þín hér, eða fletta upp á þér á blogginu, hafi hann þá ekki þegar gert það (sem er mótsögn, því þá gæti hann ekki efast um lögmæti okkar fyrir dómi). Þú tókst þann pólinn í anda Helga Hálfdánar, að gera ágreining um tilvísun mína í EES samninginn, og áréttaðir þá okkar heilögu kröfu. Og hvað get ég sagt þar sem ég er sammála hverju orði?? Pass??
Nei, ekki alveg, verð að svara eins og ég svaraði Egil forðum á bloggi hans þegar hann fetti fingur út í að ég kallaði Jón Baldvin meintan landráðamann það er ef fjárkröfur breta og Hollendinga væru löglegar. Jú, ekki voru þær byggðar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eða Stofnskrá Nató. En það að byggja kröfu á einhverjum alþjóðasamningi, gerir hana ekki sjálfkrafa rétta, en sú réttarleið sem samningurinn byggir á, hlýtur að vera hin lögformlega leið sem farin er til að leysa ágreining sem kemur upp vegna túlkunar á samningnum..
Í þess sambandi þá skiptir engu máli að vísa í forræði íslenskra dómstóla, þeir eru skuldbundnir samkvæmt EES að leita álits EFTA dómsins. Og við þurfum heldur ekki að bíða eftir að bretar kæri, við getum sjálf beðið um úrskurð.
Og þann úrskurð óttast ég ekki, það eru breta og Hollendingar sem óttast hann. Og í fyrstu drögum Svavar samningsins voru þau ótrúleg landráð framin að íslenska ríkisstjórnin ætlaði að afsala þjóðinni þeim rétti að sækja mál sitt fyrir EFTA dómnum. Slíkt ákvæði setja aðeins sekir menn inn.
Og Elle, heillakona, vinur er sá sem til vamms segir. En þú ættir að vera farinn að þekkja mig það vel að ef ég vík vingjarnlegu orði að óvinum þjóðarinnar (það er á meðan þeir vinna gegn henni, en ég fyrirgef þeim um leið og þeir segja "fyrirgefið") að þá býr eitthvað að baki sem er þeim ekki svo vinsamlegt. Eða ég er að undirbúa atlögu að öðrum.
Og mundu að andstæðingar þjóðarinnar eru mun víðar en í ríkisstjórninni. Sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vilja semja við bretana. Ekki semja um lög og rétt, heldur semja um eitthvað sem þeir þora í slaginn við Loft og aðra sem lemja á öllum landráðum.
Lestu til dæmis grein Styrmis í rólegheitum í síðasta Sunnudags Mogga. Þar er gamli refurinn að draga upp nýja víglínu, þar sem núverandi stjórn og "talsmenn hinnar pólitísku sáttar" í öðrum flokkum, ná saman um mjúka silkihlekki handa þjóð okkar.
Og hver segir að það hafi ekki alltaf verið upphaflega markmiðið?????
Þú hlýtur að hafa heyrt um vondu og góðu lögguna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.1.2010 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.