14.1.2010 | 23:03
Burt með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn áður en það er orðið of seint.
Hver þiggur aðstoð Björgunarliðs sem vissuleg hefur tæki og tól til að hjálpa fólki upp úr rústum, en þegar þeim störfum er lokið, þá heldur það opinn þrælamarkað með eftirlifendur?
Þetta er saga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í hnotskurn, hrossalækningar hans geta gagnast til skamms tíma, en hann eyðileggur innviði þeirra samfélag sem hann kemur nálægt.
Sjóðurinn er gjörsamlega siðblindur á líf og kjör almennings í þeim löndum sem hafa lent í klóm hans.
En skitt með það, að tala um siðferði, að tala um eitthvað sem er rangt, sem megi ekki gera, það er vísasta leiðin til að tæma fundarsali á Íslandi. Skiptir engu máli þó við séum að tala um eigið samfélag.
Svo ég ætla að halda mig við hina efnahagslegu heimsku sem býr að baki ráðum sjóðsins.
Af hverju er rangt að lækka vexti í löndum sem þurfa aðstoð sjóðsins, en slíkt talið nauðsynlegt öðrum löndum til að mæta fyrirsjáanlegum samdrætti og verðhjöðnun? Annað hvort er það skynsamlegt eða ekki. Sjóðurinn segir að það sé út af gjaldmiðlinum, en gjaldmiðillinn er varinn með gengishöftum. Óopinberlega segir sjóðurinn að þetta sé gjaldið fyrir að fá að hafa gjaldeyrishöft, háir vextir tryggi góða ávöxtun á spáfénu sem innlyksa er í landinu.
Sjóðurinn er jú fyrst fremst að gæta hagsmuna hins alþjóðlega fjármagns. Og hjálp hans miðast eingöngu við að útvega ný lán svo þetta fjármagn fáist endurgreitt með vöxtum og vaxtavöxtum. Með öðrum orðum þá hefur sjóðurinn undanfarna 2 áratugi, hið minnsta, verið alþjóðlegt björgunarskip spákaupmanna sem geta kallað á það þegar fjárfestingar þeirra er í hættu.
Vissulega veitir sjóðurinn líka tæknilega aðstoð, og þar innanborðs er margt hæfra sérfræðinga sem láta margt gott af sér leiða.
En það breytir því ekki að efnahagsáætlanir sjósins virðast aldrei í raun ná lengra en að tryggja gjaldhæfi ríkja á erlendum lánum þeirra.
Hjá alþjóðlegum fjárfestum heitir þetta að viðhalda trú þeirra og trausti. Á mannamáli heitir þetta að þeir hirða gróðann þegar uppsveiflan er, en þegar kreppir að, þá tekur almenningur skellinn. Ekki ósvipað eins og var með lán bankanna til hlutabréfakaupa stjórnenda sinna. Gróðinn var þerra en tapið bankans.
Það er ekki bjart framtíð fyrir íslensku þjóðina, að fólkið í stjórnkerfinu og hjá atvinnulífinu, fólkið sem kom þjóðinni á hausinn, telur forsætisráðherra í trú um að hér verði engin endurreisn nema þeir fái ný og ný lán. Að lánaáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé eins og Jóhann Sigurðardóttir segir:
"að endurskoðun efnahagsáætlunarinnar sé einn af mikilvægustu þáttum í endurreisn íslensks efnahagslífs. Því sé afar þýðingarmikið að endurskoðunin eigi sér stað svo fljótt sem kostur er, ekki síst til þess að tryggja fjárfestingar og uppbyggingu atvinnulífs í þeirri endurreisn sem hafin er á Íslandi."
Forsætisráðherra talar eins og allt sé hér í rjúkandi rúst, en sannleikurinn er sá að aðeins tvær atvinnugreinar urðu fyrir áfalli, fjármálageirinn og verktakabransinn. Hvorutveggja greinar sem voru drifnar áfram á ódýru lánsfé.
Og lausnin á efnahagserfiðleikum þjóðarinnar er að taka gífurlega há lán svo hægt sé að endurræsa þessar greinar með nýju lánafyllirí.
Í hvað langan tíma???? ´2 ár, 5 ár, 7 ár?????
Og hvaða endurreisn verður í landi þar sem skattahækkanir stjórnvalda eru eina ráðið til að endurgreiða lánin, og svo langvarandi lággengi krónunnar. Það á sem sagt að endurreisa atvinnulífið með aðferðum sem drepa niður alla nýsköpun, erlenda fjárfestingu og innlenda neyslu.
Hver vill búa í svoleiðis þjóðfélagi?????
En ég ætla að vitna í 2 hagfræðinga sem hafa bent á þá staðreynd að efnahagsvandi vegna of mikilla skulda er ekki leystur með því að taka ný og hærri lán sem öruggt er að þjóðin ræður ekki við.
"Það er gott og blessað ef maður trúir á að sjálfsvörn felist í því að taka meira fé að láni til að greiða fyrir syndir fortíðar en við erum að því," segir McWilliams. Í reynd sé verið að taka meira fé að láni til að borga upp óskynsamleg lán fortíðar."
Þetta sagði David McWilliams, írskur hagfræðingur í mjög fróðlegu viðtali á Ruv í kvöld, og var þá að bera saman vanda Íra og Íslendinga.
Og hollenskur hagfræðiprófessor sagði þetta í viðtali við Morgunblaðið.
"Fullyrðingar í fjölmiðlum um að Ísland verði útskúfað frá fjármálamörkuðum ef það tekur ekki á sig þessa skuldabyrði eru fjarstæða. Þvert á móti myndi skuldafjallið og skattahækkanirnar sem þær myndu kalla á fæla á brott erlenda fjárfesta" Prófessor Sweder van Wijnbergen, Amsterdamháskóla"
Þessi maður hefur unnið í langt árabil sem ráðgjafi ríkisstjórna sem voru að glíma við efnahagsvanda vegna of mikillar skuldsetningar. Hann veit hvað hann er að segja.
En aðilar viðskiptalífsins auk hagfræðidverga landsins vita það ekki. Hrunið er augljós sönnun þess að þetta fólk bjó upp til fjalla í þekkingu og viti, og það kom af fjöllunum þegar hrunið var. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands ný búinn að blása til rannsóknar á stjórnunarsnilld íslensku útrásarvíkinganna.
Og það er þetta fólk sem er hlustað á, ekki sérfræðingana sem vita að 2+2 eru fjórir. Sá sem ræður ekki við skuldir, hann tekur ekki hærri lán, hann semur.
Og að lokum langar mig að vitna í skemmtilegan pistil Útherja í dag um þau Gógó og Georg, en þar segir.
"Umræðan hér á landi einkennist oftar en ekki af léttúð gagnvart gríðarlegri skuldsetningu ríkissjóðs og hún er sjaldnast sett í gagnlegt samhengi. Sé til að mynda horft til afborgana ríkisins vegna erlendra skulda sem hlutfall af tekjum ríkisins sjást sláandi tölur. Þannig má nefna að þetta hlutfall mun fara í tæp 60% á árinu 2011. Sambærilegt hlutfall sást hjá stjórnvöldum Nýfundnalands rétt áður en það missti sjálfstjórn á fjórða áratug nýliðinnar aldar. Þrátt fyrir að engar líkur séu á að íslenska ríkið feti sömu slóð er vert að taka fram að engin ríki hafa skuldað jafnmikið án þess að til meiriháttar og slæmra atburða hafi komið í kjölfarið."
Af hverju er hamförum þjóðarinnar ekki afstýrt ef hægt er????
Og fyrstu skrefin hafa verð stigin í þá áttina. Þingmenn Hreyfingarinnar og Framsóknarflokksins hafa lagt fram tillögu þar um. Um hana má lesa á linknum hér að neðan.
Fróðleg lesning öllum þeim sem vilja að börn þeirra erfi ekki verra land en við tókum við af foreldrum okkar.
Kveðja að austan.
http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1005017/
Áætlun AGS afar þýðingarmikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 11:00 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 322
- Sl. sólarhring: 786
- Sl. viku: 6053
- Frá upphafi: 1399221
Annað
- Innlit í dag: 273
- Innlit sl. viku: 5128
- Gestir í dag: 257
- IP-tölur í dag: 255
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.