14.1.2010 | 09:02
"Allt klappað og klárt af okkar hálfu"
Segir Steingrímur Joð Sigfússon.
Hann er búinn að semja, og ætlar sér ekki að kvika frá þeim samning.
Sama hvaða upplýsingar berast um hin meintu lögbrot breta og kúgun.
Til skamms tíma gat ICEsave stjórnin þaggað niður þá umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum en hún gerði þau afdrifaríku mistök að láta Morgunblaðið í hendur kvótaauðvalds sem kann henni litlar þakkir fyrir hugmyndir sínar um kvótainnköllunina.
Þess vegna fara hagsmunir Morgunblaðsins og stjórnvalda ekki saman, og Davíð ritstjóra var sleppt lausum í ICEsave málinu.
Og þjóðin fær upplýsingar og fréttir um sjónarmið innlendra og erlenda manna sem spyrja hvernig svona lögleysa geti átt sér stað.
En ef ekki er hægt að þagga niður, þá er látið eins og ekkert hafi breyst. Þegar Eva Joly gerði það sem íslensk stjórnvöld áttu að vera búin að gera fyrir langa löngu síðan, að spyrja þá sem með reglurnar sýsla, og fékk hjá þeim staðfestingu þess að innlánstryggingasjóðum, eðli málsins vegna, væri ekki ætlað að takast á við kerfishrun, þá var þeim upplýsingum ekki fagnað.
Réttar væri að tala um ófögnuð.
Joly var rægð, og út úr málflutning hennar snúið.
Menn sem hafa samið af sér, þeir vilja ekki sannleikann þegar "allt er klappað og klárt".
Sannleikurinn gæti skyggt á uppklappið.
En jafnvel heyrnarlausasti ráðherra, hlýtur að taka eftir, að þjóðin klappar ekki með.
Hún vill kjósa, og hún mun fella þennan samning.
Þess vegna eru frekari svik í undirbúningi.
Það er ekkert stopp í ICEsave deilunni.
Kveðja að austan.
Stopp í Icesave-málinu þessa dagana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 11:43 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 322
- Sl. sólarhring: 786
- Sl. viku: 6053
- Frá upphafi: 1399221
Annað
- Innlit í dag: 273
- Innlit sl. viku: 5128
- Gestir í dag: 257
- IP-tölur í dag: 255
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Mín skoðun er sú, að Svarssamningurinn glæsilegi er sá samningur sem Steingrímur er fastur í og með. Allt annað hefur verið blekkingarleikur. Að alla tíð var Icesave 1 útilokaður vegna þessa, og hvað þá Icesave 2. Allur sá ferill hafi verið til að sýnast og kaupa ríkisstjórninni tíma. Annarsvegar að róa stjórnarandstöðuna og ekki síður almenning og að þreyta hann til uppgjafar á málinu. Hefur einhvertímann verið lagt fram nokkuð frá Bretum og Hollendingum sem sýnir að þeir hafi hafnað fyrirvörum Icesave 1? Getur verið að þeir komu aldrei til greina vegna Svavarssamningsins glæsileg? Voru það ekki einungis flugfarþegar sem sáu á tölvuskjá alfræðingsins Indriða Þorlákssonar? Guðbjartur Hannesson virtist tala af sér í andsvari við Vigdísi Hauksdóttur á þingi fyrir atkvæðagreiðslu um Icesave 2, að hann hafi vitað fyrir atkvæðagreiðslu vegna Icesave 1 fyrirvarasamninginn að hann yrði ekki samþykktur. Hvernig stendur á því, og hvers vegna gekk ekki stjórnarandstaðan að hörku eftir þessum upplýsingum?
Eiríkur Tómasson skýrði frá því í sjónvarpinu í umræðu um Icesave 1 tengt úrskurð forsetans um þjóðaratkvæðagreiðslu að hann hafi séð leynisamninga sem breyttu heildarmyndinni um Icesave samninginn. Leiðari Morgunblaðsins fjallar um málið í dag og segir ma:
Er ekki kominn tími til að gengið verður af hörku að Steingrími J til að fá upplýst um eitt skipti fyrir öll hvað hann er að fela?
Bestu kveðjur úr austfjarðarrokinu á suð/vesturlandinu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 12:51
Birtist á AMX 6 mínútum eftir að ég póstaði fyrra innleggið. Ma. birta þeir orðrétt hvað Eiríkur sagði þann 6. janúar:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 14:00
Blessaður Guðmundur.
Það rignir víst í dag jafnt á réttláta sem rangláta.
En við skulum samt vona að réttlætið sigri að lokum. Ég yrði til dæmis mjög sáttur í sumar að njóta sunnanþeysins með bjór í hendi, vitandi að AGS og ICEsave hafi týnst í hafvillum og ekki sést síðan.
Tillaga Hreyfingarinnar og Framsókn er fyrsta skrefið til þess að taka þennan skuldaslag.
En finnst þér ekki fyndið hvað Steingrímur Joð vinnur vel fyrir ESB aðild Íslands. Ég trúi Eiríki, að allavega hafi ESB gefið stjórninni undir fótinn, hvort sem það er að marka eður ei.
En það vantar allt malt í stjórnarandstöðuna. Hún er ekki nógu dugleg i að halda utanum mótsagnir og rökvillur ICEsave liða. Stærsta skýringin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn vill semja, þó ekki eins og alvöru bjánaprik, en semja samt.
Það var aðeins algjör klaufaskapur og hroki Samfylkingarinnar sem kom í veg fyrir það að breiðri samstaða hefði verið um málið.
Sem betur fer eru þeir oft betri en enginn þessi grey.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.1.2010 kl. 14:29
Ómar, Sjálstæðisflokkurinn hefur ekki verið nógu harður í gagnrýni bullið og rökvillurnar í stjórnarflokkunum, þeir gætu verið og ættu að vera miklu harðari. Og þó þeir hafi lagt harða vinnu í mótrök gegn Icesave, hefur Framsóknarfólkið verið miklu harðari gegn mótsögnum og rökvillum stjórnarflokkanna í gegnum allt málið frá upphafi.
Elle_, 15.1.2010 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.