13.1.2010 | 18:29
Bretar gæta sinna hagsmuna.
Enginn starfsmaður breska ríkisins kemst upp með að tala gegn bresku þjóðinni i viðkvæmri milliríkjadeilu.
Þó er ICEsave krafa breta um það bil 1% af öllum peningum sem breska ríkið ætlar að fá að láni á þessu ári.
En að vísu eina lánið sem byggist á grímulausri fjárkúgun.
En samt, 1% er há upphæð í augum breta, þó innan við að vera prómil af breskum þjóðarúrgjöldum
Hvað halda menn að hefði verið gert við starfsmenn BBC ef til dæmis Þjóðverjar hefðu beitt Evrópusambandinu fyrir sig í kröfu um skaðbætur fyrir ólöglegar loftárásir breta á Dresden þar sem þeir slátruðu tugþúsundum óbreyttra borgara af gamni sínu.
Og krafið breta um 2/3 af þjóðarframleiðslu ársins í skaðabætur???
Svarið er mjög einfalt, þeir hefðu tekið fram reipið sem var notað til að hengja upp landráðfólk í seinna stríði.
Á Íslandi er önnur sjónarmið gildandi. Á Íslandi fær enginn vinnu hjá Íslenska Ríkisútvarpinu nema hann vinni látlaust gegn þjóð sinni.
Íslenska þjóðin er svo rík, að henni munar minna um 2/3 af landsframleiðslu sinni en bretum munar um prómil af sinni.
Á Íslandi er þeim hampað sem geta logið í þágu breta.
Fréttatilkynning Jóhönnu Sigurðardóttir þar sem hún hótaði forseta Íslands með því að ef hann skrifaði ekki undir ICEsave, þá myndu bretar biðja um allt að 5 falda ICEsave upphæð, var endalega hrakin í Morgunblaðinu í dag af lögfræðingunum Stefáni Már Stefánssyni og Lárusi L. Blöndal.
Það er öruggt að spunakokkar Samfylkingarinnar, á launum hjá íslenskum almenningi, munu finna eitthvað skrípið til að tala gegn þessum rökum á öldum ljósvakamiðlanna.
Og ólæsir fréttamenn Ruv munu boða þá fagnandi í viðtal.
Því sannleikurinn gæti alltaf eyðilagt málstað ríkistjórnarinnar í ICEsave uppgjöf hennar.
Það heldur enginn vinnunni hjá Ruv nema hann styðji fjárkröfur breta upp á 2/3 af landsframleiðslu.
En ég spyr, er ekki hægt að fá lánað reipið hjá bretum. Það er greinilegt að þeir þurfa ekki að nota það á sitt fólk.
En þeir myndu örugglega nota það ef bretavinir Íslands væru á mála hjá óvinveittu erlendu ríki sem reyndi að kúga út 2/3 landsframleiðslunnar með aðstoð innlendra Leppa.
Að kunna að vernda hagsmuni sína er forsenda sjálfstæðis.
Engin þjóð í heiminum myndi líða þau landráð sem íslenska þjóðin hefur þurft að þola af starfsmönnum Ruv.
Engin þjóð í heiminum myndi líða stjórnvöldum að starfa grímulaust með erlendum kúgunaröflum.
Engin frjáls þjóð hefur Grím (Hrannar) Ormstungu í vinnu við að eyðileggja málstað þjóðar sinnar.
Ástæða? Þjóðir halda ekki sjálfstæði sínu með þeim vinnubrögðum sem bretavinir Íslands hafa komist upp með.
Slíkar þjóðir enda alltaf sem history.
Og þetta vita bretar. Þess vegna fékk hún Sally áminningu.
En starfsmenn Ruv munu fá heiðursmedalíu frá bretadrottningu fyrir dygga þjónustu.
Kveðja að austan.
Ávítuð fyrir stuðning við Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 11:42 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 599
- Sl. sólarhring: 639
- Sl. viku: 6330
- Frá upphafi: 1399498
Annað
- Innlit í dag: 513
- Innlit sl. viku: 5368
- Gestir í dag: 469
- IP-tölur í dag: 463
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur alla vega ekki þurft að ávíta Guðmund Árna sendiherra í Stokkhólmi fyrir stuðning við Íslendinga í sænska sjónvarpinu í gær.
Þvílíkt eymdarmjálm sem maðurinn gat látið frá sér.
Jón Bragi Sigurðsson, 13.1.2010 kl. 21:55
Blessaður Jón Bragi.
Ef fólk stjórnaði landinu, þá væri löngu komin farsæl lausn í ICEsave deilunni sem báðir aðilar væru sáttir við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2010 kl. 21:59
Einhvertímann rétt eftir að forsetinn neitaði að undirrita ólögin, þá mun Guðmundur Árni hafa verið dubbaður upp í einhvern fréttaþátt hjá sænskum og flutti jarðarfarasálma Samfylkingarinnar, alla eins og þeir lögðu sig. Líka þá nýju með árásunum á forsetann. Íslendingur búsettur þar hringdi í einhvern útvarpsþáttinn og sagðist aldrei hafa orðið eins reiður nokkrum samlanda sínum.
Kv.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.