13.1.2010 | 07:07
Meintur glæpamaður í nauðvörn.
Fjármálaráðherra Hollands er að reyna að komast á spjöld sögunnar sem meiri þjófur en lestarræninginn frægi, Ronnie Biggs.
Og eins og Ronnie, þá nýtur hann aðstoðar úr stjórnkerfinu, Ronnie hjá bresku póstþjónustunni, en Bos úr íslenska stjórnarráðinu.
Þetta segja hans eigin landsmenn um hin meinta þjófnað.
"... gagnrýna tveir hollenskir fræðimenn fjármálaráðherrann, Wouter Bos, fyrir að taka ákvörðun um að bæta innistæður á Icesave upp að 100.000 evrum og senda Íslendingum svo reikninginn. Þeir segjast telja að slíkt hafi hvorki verið nauðsynlegt né hafi ráðherranum verið það heimilt."
Og hvorki hinum meinta þjófi eða hinum meintu þjófsvitorðsmönnum hans virðast vera ljóst af hverju gjörðir þeirra eru af ætt þjófnaðar,.
Þeir virða hvorki lög og rétt þegar skattfé Íslendinga er krafist í ICEsave deilunni.
Lagaspekingarnir, Stefán Már Stefánsson og Lárus L. Blöndal, bentu einmitt á kjarna þeirra rökvillna í Morgunblaðsgrein í gær.
"Þeir samningar við Breta og Hollendinga sem þeim tengjast bera þess tæpast merki að lögfræðileg sjónarmið hafi verið lögð til grundvallar með fullnægjandi hætti. Sé sú afstaða tekin að íslenska ríkið skuli veita ábyrgð fyrir kröfum Breta og Hollendinga án lagaskyldu verður allt að einu að stilla þeirri ábyrgð í hóf þannig að ekki sé hætta á því að ábyrgðin geti valdið óeðlilegu tjóni eða jafnvel greiðsluþroti íslenska ríkisins. Af þessum sökum er nauðsynlegt að fara yfir hin lögfræðilegu rök í máli þessu. Alþjóðlegar skuldbindingar taka eingöngu mið af þeim og engu öðru. Séu þau rök ekki fyrir hendi eða séu þau umdeilanleg telst ekki forsvaranlegt undir neinum kringumstæðum að íslenska ríkið setji ábyrgð fyrir umræddum kröfum sem valdi óeðlilegum búsifjum eða setji fullveldi þess í hættu. "
Skýrar er ekki hægt að orða hlutina, "Alþjóðlegar skuldbindingar taka eingöngu mið af þeim og engu öðru. ".
Það eru lög sem setja þau mörk sem jafnvel valdagráðugustu stjórnmálamenn þurfa að virða.
Það gilda lög í alþjóðlegum samskiptum.
Kveðja að austan.
Hollendingar segjast ekki gefa eftir vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 11:30 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 426
- Sl. sólarhring: 736
- Sl. viku: 6157
- Frá upphafi: 1399325
Annað
- Innlit í dag: 358
- Innlit sl. viku: 5213
- Gestir í dag: 331
- IP-tölur í dag: 327
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta
þetta þjófagengi ætti að setjast niður með þeim sem bjuggu Icesave til og krefja þá um peninga.
Þeir sem lögðu inn voru líka að taka áhættu - vestirnir sem þeir ætluðu að græða á vor það háir að þeim hlaut að vera ljóst að þetta var áhættufjárfesting.
bretar og hollendingar ( öfugt við það hvernig gert var upp við Nasistaforkólfana ) sleppa brotamönnunum en vilja ganga frá þeim sem áttu ekki hlut að máli. Hversvegna voru forsvarsmenn Nasista dæmdir? Hefði ekki verið réttara ( samkvæmt vinnubrögðum breta og hollendinga í dag ) að skjóta hinn almenna borgara í Þýskalandi? Þeir komu Naistaflokknum´til valda.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.1.2010 kl. 07:29
Það virðist allt ráða för hér annað en sanngirni, lög og réttlæti. Hér er það stjórnarseta og Evrópubandalagið og þarna eru það þingkosningar. Á að láta bjóða sér svona málatilbúnað? Að láta fórna Íslenskum almenningiá altari valdagræðgi, hégóma og persónulegra markmiða sjálfhverfra pólitíkusa. Mér finnst vörnin ansi veik hjá þeim, ef þeir geta ekki dregið eitthvað sterkara til. Ég mundi telja að það ynni þeim frekar fylgi að gefa eftir. Það eru annars ekki íbúarnir sem verið er að pæla í heldur framlögunum frá bankaelítunni og stórfyrirtækjum. Þetta er einn andskotans mútuhringur.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2010 kl. 08:01
Segjast hafa mörg ráð, til að fá greitt, hvaða ráð skildi það vera,
þeir vita ekki við hverja þeir eru að eiga, ef Íslenska þjóðin sameinast gegn þeim.
Sigurður Helgason, 13.1.2010 kl. 09:01
Ég er að verða þeirrar skoðunar að þessi ríkisstjórn sé Íslandi mun hættulegri en sú sem kom á því framseljanlega kvótakerfi sem við búum við. Man að þá var ég alveg hoppandi vond og sá fyrir mér eyðiþorp hingað og þangað á landsbyggðinni. Tek þó fram að ég er fædd og uppalin í Reykjavík og bý þar enn og hef því verið ásökuð um sveitarómatík þegar málið ber á góma. Hvort það er rétt veit ég ekki, en þykist þess fullviss að rómantík eigi alltaf rétt á sér, enda oft fosenda lífs, þar með míns eigin. En aftur að leiðinlegu tíkinni, pólitíkinni. Þar sem fyrri ríkisstjórnir virtust einblína á að koma allri auðsældinni á höfuðborgarhorn landsins, virðist sú sem nú situr staðráðin í að koma henni úr landi. Ég held að það sé kominn tími á að snúa pottunum við á Austurvelli. Og svona í framhjáhlaupi. Er það boðlegt að utanríkisráðherra hæðist að forseta opinberlega eins og hann gerði í gær? (Aðrir geta borið töskur .....osfv) Ég bara spyr. Það er kominn tími til að Ólafur leysi upp þessa stjórn.
Dagga (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 09:10
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Ólafur, ætli Þjóðverjar hafi ekki verið heppnir að hugmyndafræðingar Samfylkingarinnar voru ekki fæddir þá.
Og Dagga, Össur hefur sérstaklega hæfileika til að spila sig sem fífl.
Farið hefur fé betra þegar hann verður aftur óbreyttur þingmaður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.1.2010 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.