Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst um framtíð þjóðarinnar.

Gangi þjóðin undir ok breta og Hollendinga, þá er út um framtíð hennar. 

Lífskjaraskerðingin, niðurlægingin, klofningurinn, fólksflóttinn, þjóðin mun ekki lifa þessi ósköp af.  

Og ríkisstjórnin mun falla í kjölfarið, því hún hefur unnið svo markvist gegn þjóð sinni í ICEsave málinu.

En ICEsave er ekki eini glæpur þessarar ríkisstórnar.

Aðeins veruleikafirrt fólk, geðsjúklingar bjóða ameríska vogunarsjóðum yfirráð yfir hinu nýja bankakerfi.  

Mér er það til efs að þrælakóngar Vestur Afríku hafi verið jafn siðlausir þegar þeir seldu þegna sína úr landi, þegar ekkert herfang var að hafa.  Þetta var jú hluti af þeirra heimsmynd.

En enginn maður, heill á geði, byggir heimsmynd sína á amerískum vogunarsjóðum.  Þeir eru tæki hins siðblinda geðvillings til að mergsjúga samfélög og þjóðir sem hafa lent í erfiðleikum.  

Ef einhver döngun væri í þjóðinni, þá hefði ríkisstjórn sem hefði aðeins imprað á þessari  hugmynd, verið hrakin tafarlaust frá völdum. Tugþúsundir manna hefðu safnast saman á Austurvelli og hrópað hana út.

Það er sorglegt að Ögmundur Jónasson skuli ekki átta sig á því hvað dindlar viðskiptaráðs, og Leppar þeirra í stjórnkerfinu, eru að gera þjóð sinni.

Sumt er aldrei gert, þetta er eitt af því.

Ríkisstjórnin verður að fara áður en hún sekkur þessari þjóð endanlega.

Og það er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna.  Hann stjórnar ekki núna.

Það er tími til kominn að félagshyggjufólk þroskist og hætti að kenna öðrum um.

Það á að þekkja muninn á réttu og röngu.

Þessi ríkisstjórn er röng.

Framtíð þjóðarinnar krefst þess að hún víki.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að segja að ég er MJÖG ósáttur við ummæli BB. Þessi ríkisstjórn kann að vera mjög slök og vinnulag hennar er til skammar. Það breytir því ekki að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla á ekki að koma setu ríkisstjórnarinnar neitt við. Þetta á einungis að vera kostning um hvort Íslendingar samþykki seinustu afgreiðslu á Icesave málinu.

Fólk á að kjósa eftir því, hvort það vilji taka alla ábyrgð á einhverju sem það bar enga ábyrgð á, sem við erum ekki lagalega skyldug til að borga og að sætta sig við kúgun Breta og Hollendinga í leiðinni. Hvort það telji að 10-25% líkur á greiðslufalli sé ásættanlegt og hvort fólk sé sama hvernig fer tilbúið að lifa eins og þrælar næstu 15+ árin.

Ég vona innilega að annaðhvort þessi ríkisstjórn fari frá sem fyrst eða breyti vinnulagi sínu, hvort tveggja virkar fyrir mig. Það kemur samt atkvæði mínu ekkert við og vona ég innilega að sama gildi um sem flesta.

Gunnar (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 23:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Það sem þú segir er svo önnur saga.

Þetta eru forsendur hennar, ég var að tala um afleiðingarnar.

Og það er sama hvað við blekkjum okkur með það, stjórnin fer ef ICEsave fellur.

Þjóðin fer ef ICEsave stendur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2010 kl. 00:07

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Bjarni vill ekki að ríkistjórnin fari frá, vill ekki taka við sorpinu eftir flokkinn,

er í raun að hræða fólk til að samþykkja viðbjóðinn svo stjórnin haldi,

En sem betur fer grúir engin stjórnmála mönnum lengur, verst að þurfa borga þessum %&$&(/$&/( kaup fyrir EKKERT. 

Sigurður Helgason, 13.1.2010 kl. 09:19

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fínt blogg hjá ykkur ég er á móti Icesave alveg sama hvernig það er lagt fram þeir sem komu með icesave eiga að svara til saka.

HVAR ERU ÞEIR???

Sigurður Haraldsson, 13.1.2010 kl. 14:47

5 Smámynd: Birnuson

Stundum fullyrðirðu of mikið, Ómar. Ég held að stjórnin hafi of mikinn „setuvilja“ til að fara frá þótt IceSave falli. Þá held ég að böndin, sem binda þjóðina við landið, séu of sterk til að hún fari þótt IceSave standi.

Birnuson, 13.1.2010 kl. 15:34

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Og takk fyrir hrósið Birnuson, í þessu samhengi er "stundum" mjög hóflega að orði komist.

En ég reikna með að þú sért tiltölulega ný kominn í lesenda hóp þessa bloggs, og þekkir því ekki forsögu þess.

En gamlir lesendur ( ef þeir eru þá ennþá til) vita að það er langt síðan að ég lagði hefðbundnu bloggi, og tók upp hatrammt áróðursblogg gegn ICEsave kúgun breta.  Og aðeins ein regla er í gildi hjá mér, þeir sem sjá einhvern flöt á að semja við breta, fyrir utan lög og rétt, þeir fá kárínur.  Og eftir því sem vilji til samninga er meiri, því andstyggilegri er ég.

Einhvern tímann í gamla daga þá átti ég fullt af málefnalegum pistlum þar sem ég rökstuddi mál mitt,  og bauð upp á rökræðu um efnið.  En það er löngu liðin tíð.  Henni lauk, þegar aðrir mætir bloggarar áttuðu sig á þeirri grundvallar staðreynd, að Stefán Már, og Lárus Blöndal, afsönnuðu lagaforsendur breta í þremur meitluðu greinum, sú fyrsta í okt 2008, hinar tvær í janúar 2009.  Seinni greinar þeirra hafa síðan aðeins hnykkt á rökum málsins.

En það var eins og þjóðin nennti ekki að lesa rök.  Umræðan var mestöll á tilfinninganótunum.  "Mér finnst, ég tel".  En í orrahríð Svavars samningsins hins fyrri, þá fór fólk að kynna sér málin, og þá um leið jókst neikvæður áróður andskota okkar í staðinn.  Og fjölmiðlum óspart beitt til að afvegleiða umræðuna.  Og svo datt hún sí og æ í spillingarhjólfar fortíðar, sjónarmið sem náði hámarki í sorglegum pistli Láru Hönnu á Rás 2 þar sem hún fordæmdi málþóf stjórnarandstöðunnar, því þeir væru spilltir og ættu að þegja.  

En hverjir áttu þá að tala í staðinn????'  Áttum við bara að greiða 1.000 milljarða svona af því bara vegna þess að óverðugir voru á móti því????

Gegn öllu þessu hef ég andskotast linnulaust í nokkra mánuði, alltaf á leiðinni að hætta þessu.

Fæstir pistlar mínir eru sanngjarnir eða málefnalegir, þeir eru grímulaus áróður gegn Borgunarsinnum.  Og mjög oft farið fram yfir ystu nöf í gagnrýni og fullyrðingum.  

Einkunnarorðin hafa kannski verið "þekkið óvini ykkar".  Ásamt "hí á ykkur".

"Stundum" er mjög hófleg lýsing á því sem hér hefur farið fram.

En mér er alveg sama um hvað gerist eftir ICEsave, er ekki spámaður í mínu föðurlandi.

En fyrir utan að safna IP tölum, og vera leiðinlegur við ICEsave liðið, þá kom ég smá áhugamáli að, amerískum vogunarsjóðum, en þeir eru persónulegt áhugamál mitt og Davíðs Oddssonar.

Svona eru nýju bandalögin í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2010 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 257
  • Sl. sólarhring: 844
  • Sl. viku: 5988
  • Frá upphafi: 1399156

Annað

  • Innlit í dag: 220
  • Innlit sl. viku: 5075
  • Gestir í dag: 212
  • IP-tölur í dag: 209

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband