12.1.2010 | 18:41
Þetta er allt að koma hjá þjóðinni,
Næsti nagli í líkkistu bretavina verður þegar atburðurinn frá Rúmeníu endurtekur sig.
Fréttaþulur sjónvarps stendur upp úr myndveri og tilkynnir alþjóð að hún lesi ekki lengur ósannar fréttatilkynningar ríkisstjórnarinnar, ættaðar úr ranni Ormstungu.
Fréttatilkynning gærdagsins var ein samfelld lygasaga.
Alan Lipietz og Evu Joly voru gerðar upp annarlegar hvatir, að þau hafi vísvitandi sagt rangt frá tilskipun ESB um innlánstryggingar. Ormstunga vitnaði í elstu útgáfuna frá 1994 en áttaði sig ekki á því að Alan Lipietz hafði komið beint að vinnu við endurskoðun á tilskipunum ESB um innlánstryggingar.
Ég fékk í dag þýðingu í tölvupósti frá Júlíusi Björnssyni, ötulum ICEsave andstæðingi á þeim texta sem Alan var að tala um. Læt póstinn fljóta með hráan.
"Greinin í Tilvísunni sem Alein vísaði segir á frönsku og ensku.
Að bretar geti krafið útibú lánastofnunnar með höfuðstöðvar utan Sameiningar [Allra -Meðlimaríkjanna] um að greiða tryggingar í Bretalandi ef Höfuðstöðvarnar bjóða ekki um á hliðstæðar tryggingar og koma fram í tilskipunni. Breta er að tékka á höfuðstöðunum áður en þeir veita starfsleyfi nema Bretar vilji borga skaðann. Þetta gildir um öll útibú í heimum sem þeir veita rekstrarleyfi."
Að sjálfsögðu gátu "sérfræðingar" aflað sér sjálfir upplýsingar um forsendur þær sem Alan byggði mál sitt á.
En það hefði getað haft slæmar afleiðingar fyrir húsbændur Ormstungu, þeir hefðu getað fundið beina sönnun fyrir ólögmæti fjárkúgunar breta.
Og slíkt getur ICEsave stjórnin ekki sætt sig við.
Ísland á að borga með góðu eða illu.
Og í dag er það illskan sem stjórnar.
Kveðja að austan.
Meirihluti styður ákvörðun forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 11:28 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 387
- Sl. sólarhring: 747
- Sl. viku: 6118
- Frá upphafi: 1399286
Annað
- Innlit í dag: 327
- Innlit sl. viku: 5182
- Gestir í dag: 302
- IP-tölur í dag: 298
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, mikið rétt hjá þér. Það er ekki okkar að borga þennan ósóma allann. Ég er búin að segja það allan tíman. Ég er þess vegna mikið fegin að lesa þetta. Mér hefur alltaf fundist það skrýtið að fjármálafyrirtæki gæti labbað inn í þessi lönd og gert það sem þeim sýnist liggur við að maður segi, án þess að þurfa tilskilin leyfi frá viðkomandi landi, og hvað þá að þurfa ekki að fylgja lögum og reglum um fjármálaskyldur og ábyrgð þessara landa. Hafðu þökk fyrir.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.1.2010 kl. 20:02
Takk Ingibjörg.
Ég skal viðurkenna að ég vissi ekki um þetta sjónarhorn á tilskipun ESB fyrr en Loftur Altice bent mér á það. Og blogg hans um þetta er mjög gott. Enda sagði Loftur eftir að hafa hlustað á Alan Liepitz, að hann hefði staðfest sjónarmið sitt.
Þannig að þessi umræða var til hér, en vilji ICEsave sinna hjá Ruv er svo sterkur, að þegar maður eins og Loftur skrifar um reglur sem styðja málstað Íslands, þá eru þau skrif ekki virt viðlits. Heldur einhver lúsablesinn látinn fara einn einu sinni rangt með um hina meintu greiðsluskyldu.
En Ruv getur ekki þaggað raddir að utan, og þess vegna þokast umræðan í rétta átt.
Og jafnvel Ormstunga getur ekki þaggað niður í henni, þó hann hafi látið verkfæri sín eins og Ólínu hamast á Joly út í eitt síðustu daga.
Þetta er eins og að reyna að halda gufu inn í hraðsuðukatli, þú endar alltaf á að brenna þig.
Og vonandi mun þessi þrýstingur springa framan í Rógstunguna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2010 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.