12.1.2010 | 11:43
Maður sem sveik heiður sinn og fræðimennsku.
Dregur í land.
Bankastjóri Seðlabankans lét drag sig inn í áróðursherferð ríkisstjórnarinnar gegn Ólafi Ragnar Grímssyni þannig að eftirminnilegt er að sjá slík vinnubrögð opinbers embættismanns gegn sínum æðsta yfirmanni.
Skrattinn sem hann málaði á áróðursspjald Gríms Ormustungu var með ógeðslegri sem dreginn hefur verið upp gegn forseta landsins.
Í tilefni þess þá skaut ég saman nokkrum rökum gegn lygavaðli embættismannsins.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1002556/
En nú er greinilegt að embættismaðurinn er orðinn hræddur um vinnu sína. Hefur lesið það út úr þjóðarsálinni að hún muni ekki fyrirgefa kvölurum sínum.
Og áróðursherferð spunakokkana er að renna út i sandinn.
Meira að segja Ruv er farin að taka viðtöl við málsvara þjóðarinnar.
Þá er fokið í flest skjól fyrir bretavini.
Rotturnar eru farnar að flýja skip þeirra.
Kveðja að austan.
Icesave-mál þarf ekki að hindra vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 11:27 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 515
- Sl. sólarhring: 674
- Sl. viku: 6246
- Frá upphafi: 1399414
Annað
- Innlit í dag: 437
- Innlit sl. viku: 5292
- Gestir í dag: 401
- IP-tölur í dag: 394
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll austanmaður.
Maðurinn hefur sýnt og sannað nánast frá fyrsta degi í starfi að hann er þar fyrst og fremst pólitískur starfsmaður og málsvari ríkisstjórnarinnar. Honum verður varla kápan úr klæðunum að skrúbba þann óþverrastimpil af sér.
Kær kveðja úr sól og blíðu á suð/vesturhorninu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 13:18
Ómar, embættismönnum ríkisfyrirtækja og þar með þjóðarinnar ætti ekki að leyfast að vinna fyrir pótitíkusa og gegn sjálfri þjóðinni. Það er ófyrirgefanlegt athæfi sem ætti að vera bannað og refsivert með brottrekstri í það minnsta. Það verður að fara að eyða pólitískum embættum og ítökum pólitíkusa í þeim. Þeir nota ríkisembætti fyrir pólitíska flokka og það er orðið óþolandi og stjórnarflokkarnir stóðu ekki við að Seðlabankinn yrði pósitískur fremur en þau stóðu við neitt annað. Davíð, Eiríki og Ingimundi var kastað út svo Samfylkingar-helvítið kæmist inn með sitt drasl.
Elle_, 12.1.2010 kl. 15:20
Seðlabankinn yrði ópólitískur.
Elle_, 12.1.2010 kl. 15:21
Blessuð Elle.
Sammála þér, en hver er ekki að vinna fyrir breta þessa dagana????
Fáir ærlegir menn orðnir eftir i stjórnkerfinu.
En mér skilst að Lárus hafi verið í Kastljósinu í gær, þannig að eitt og eitt ærlegt verk er unnið af starfsmönnum þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2010 kl. 15:42
Blessaður Guðmundur.
Mér finnst samt aðalfréttin vera sú staðreynd að Már er farinn að draga úr. Í fyrsta viðtali við hann þá var enginn efi, aðeins dómsdagur.
Sýnir að öflug viðbrögð Netheima, bæði hér og erlendis, ásamt andstöðu Morgunblaðsins og Financial Times, hafi hrist upp í meðreiðarsveinum breskra Leppa.
Og þá er hægt að fara að slaka á.
Sé ekki hvernig Samfylkingin nái að tefla sína töpuðu skák til enda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.1.2010 kl. 15:46
Ómar, þarna hittirði naglann á höfuðið með Morgunblaðið og Fincancial Times. Morgunblaðið hefur gersamlega snúist með þjóðinni í Icesave síðan síðan Þorsteinn Pálsson hætti. Og Financial Times hefur stutt okkar málsstað lengi í Icesave og komið með hvern höfundinn á fætur öðrum nýlega. Andrew Hill skrifaði þar fyrir 5 mánuðum:Icesave: Financial Times: For you, the war is over: Andrew Hill: 15/08/09:
http://www.ft.com/cms/s/0/c2709b8a-8933-11de-b50f-00144feabdc0.html?nclick_check=1
Elle_, 12.1.2010 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.