Skelfilegi skaðinn af synjun Ólafs, kemur æ betur í ljós.

Ríkisstjórn Íslands er örvingluð. 

Æ fleiri málsmetandi menn lýsa yfir stuðningi við íslensku þjóðina.  

Jóhanna og Steingrímur hafa ekki orðið undan að bera orð þeirra til baka.

"Við þurfum ekki stuðning, við eigum að borga".

Alveg skelfilegt að forseti Íslands skuli hafa gert þeim þetta.

Skaðinn er alveg skelfilegur fyrir breta og Hollendinga.

Erlendir viðskiptablaðamenn, sem hafa kynnt  sér rök breta, hafa þetta að segja um þau.

"Þetta snýst um að neyða saklaust fólk til að taka á sig gríðarlegar skuldbindingar sem því ber hvorki lagaleg né siðferðisleg skylda til að gera."

Aðrir sem reikna með að lagarök bretanna standist, segja þetta

"It is easy to bully a smaller, poorer country that is just about out of the game. And there is nothing like a schoolyard bully when the game is over."

Allt hugsandi Samfylkingarfólk sér að þetta gengur ekki, málstaður breta á Íslandi er að tapast, og allt þeirra gamla átrúnaðargoði að kenna. 

Og ekki bætti það úr skák að annað átrúnaðargoð, Eva Joly, mætti í heimspressuna og sagði hafa það frá fyrstu hendi að reglugerð ESB um innlánstryggingar hafi ekki átt að taka á allsherjar hruni fjármálakerfis. 

Það var dropinn sem fyllt mælinn, Orrustan um Ísland er hafin hjá spunakokkum Samfylkingarinnar.

Ísland skal borga með góðu eða illu.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Quest tekur málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er þyngra en tárum taki.

Að hugsa sér.... kjörnir fulltrúar þjóðarinnar...ríkisstjórnin sjálf, vinnur gegn hagsmunum þjóðarinnar. Ég fullyrði að þetta er einsdæmi meðal vestrænna lýðræðisríkja

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 10:26

2 Smámynd: Óskar

það er bara eitt vandamál í stöðunni.  Það þarf að semja við Bresk og Hollensk stjórnvöld en ekki þennan Quest eða aðra bullukolla sem hafa verið að tjá sig undanfarna daga, t.d þessi Franski sem síðar kom í ljós að hann vissi ekkert hvað hann var að tala um.

Óskar, 12.1.2010 kl. 10:35

3 identicon

Ég hef ekki séð að þessi franski hafi farið með rangt mál. Hann rak nokkuð vel ábyrgð tryggingakerfa í EB og var nokkuð vel að sér í regluverkinu. Þá má einnig benda á Lárus Blöndal, lögfræðing, sem lýsti þessu nokkuð vel í kastljósinu þ.e. hver okkar lagalega staða er. Ég er orðin ansi þreytt á því að sjá íslenska stjórnmálamenn koma fram og halda uppi málstað Breta og Hollendinga án þess á nokkurn hátt að færa fyrir því einhver rök. Óskar fer í flokk með rupplurum þessa lands sem vill ganga á tíma, hæfileika og eigur einstaklinga hér á landi til að greiða kröfu sem er ekki á nokkurn hátt okkar að greiða.

Landið (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 10:49

4 Smámynd: Óskar

Landið , skoðaðu þessa bloggfærslu áður en þú kallar fólk hér rupplara (hvað sem það nú þýðir!)http://andrigeir.blog.is/blog/andrigeir/entry/1004431/#comment2756734

Óskar, 12.1.2010 kl. 10:55

5 identicon

Breitir engu um lagalega stöðu málsins, ummæli franska evrópuþingmansins eða annara sem hafa tekið upp varnir fyrir Ísland í þessu máli. Í bloggfræslunni sem þú vitnar í eru engar forsendur útreikninga sýndir og gætu allt eins verið uppspuni. Það sem ýtir undir þá niðurstöðu mína að í færslunni fari bloggarinn Andri með rangt mál er að vextir bara á þessu ári nema nærri 4 prósentum af landsframleiðslu. Þá er nýlega búið að fjalla um að eignir Landsbankans séu taldar töluvert minni en upphaflega var gert ráð fyrir.

Óskar ekki gleyma því að með því að láta eigur landsbankans ganga upp í Icesave erum við að ganga á rétt allra kröfuhafa bankans. Er það réttlætanlegt?

Landið (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 11:07

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Óskar er þú þetta trúgjarna fífl sem ég auglýsti eftir í bloggi mínu um aulaskap Björn Vals.  http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1004075/

Féllstu í þá gryfju að trúa Birni Vali??'

Eða hvaðan hefur þú þessar upplýsingar "Franski sem síðar kom í ljós að hann vissi ekkert hvað hann var að tala um."??

Er Eva Joly sem sagt að blekkja þjóðina þegar hún dregur fram menn sem hafa með reglusmíði Evrópusambandsins að gera og lætur þá vitna um innihald þeirra???  Hvað gengur þá manneskjunni til????

Óskar, mér líður eins og steingervingafræðingi sem rakst á risaeðlu, ekki á safni, heldur lifandi út í náttúrunni.  Slíkt gerist ekki á hverjum degi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2010 kl. 11:29

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Óskar fylgist greinilega lítið með  .... hann þarf að "updeita" sig aðeins

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 11:34

8 identicon

Ég var að spá í hvort fólk viti af því að aðal-lögmaður rannsóknarnefndar alþingis sé fyrrverandi lögmaður björgúlfsfeðga?

Mér finnst það í besta falli undarlegt, spilling???

Geir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 12:30

9 identicon

Sæll austurmaður.

Tel að stjórnvöld hafi vísvitandi náð að flækja umræðuna með endalausum aukaatriðum og villuleiðum til að reyna að fá almenning til að tapa öllum áttum og hreinlega gefast upp.  Enda er umræðan allt of mikil í þá áttina að fólk er orðið þreytt og ruglað og málið verði að klára hvað sem það kostar.  Þetta er ma. rökleysa fjölda stjórnarþingmanna og jafnvel þeirra sem eru í stjórnarandstöðuna.  Það er afar dýrmætt að fá innkomu erlendra fræði og fréttamanna, sem kunna að drag fram aðalatriðin fyrir fjölmiðlanotendur.  Eru ekki að velta sér uppúr einhverjum aukaatriðum og bulli úr Icesave uppgjafarsinnum, sem hika ekki við að eyða tímanum að ráðast á sendiboða válegra tíðinda eins og í tilfelli franska Evrópu þingmannsins seinustu dagana. 

Einar Már Guðmundsson rithöfundur og frambjóðandi Vinstri grænna er flinkur í að orða hlutina svo almenningur skilur og er vöntun af fleirum slíkum.  Með að svara með nógu skiljanlegu og einföldu mál og halda sig stíft við aðalatriðin, er örugglega gagnlegt þegar almenningur er farinn að þreytast:

"Það var tekið veð í þjóðskránni án þess að þjóðin væri spurð og nú eigum við að viðurkenna veðið og játa á okkur glæpinn. Við erum að játa á okkur glæp sem við höfum ekki framið. Leyfið mér að vitna í Evu Joly: Einar Már á Austurvelli 13.8.09 "Ísland þar sem eru einungis 320 þúsund íbúar sér nú fram á að þurfa að axla margra milljarða evra skuldabyrgði sem langstærstur hluti þjóðarinnar ber nákvæmlega enga ábyrgð á og ræður alls ekki við að greiða." Já, það er verið að hneppa okkur í ánauð. Icesave samningurinn er fyrsta stigið, skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er næsta stig og þannig koll af kolli, þar til einhverntíma í framtíðinni, þá fáum við afsökunarbeiðni á þeim mistökum sem verið er að gera núna ... en þá verður það of seint ..."

Og:

"Við ykkur í þinghúsinu segi ég: Hættið að bulla. Hættið að tala um vinaþjóðir, innistæðutryggingar, alþjóðasamfélag. Alþjóðasamfélagið er samfélag hinna ríku þjóða, innistæðutrygging þýðir þjóðnýting á tapi og vinaþjóðir er fróm ósk og gildir ekki yfirvöld og auðmagn. Svíar eru ekki Einar Már á Austurvelli 13.8.09 óvinir okkar en sænska fjármálakerfið fjármagnaði bankakerfi Eystrasaltsríkjanna þegar þau voru markaðsvædd og rænd. Sænskt fjármálalíf horfir því á svipað hrun þessara banka og skilur því málflutning Gordons Brown jafn vel og hann sjálfur, nei ruglið þessu ekki við vináttu, en Gordon Brown er einn helsti hugmyndafræðingur fjármálakerfisins í City og reglur þess eða réttara sagt regluleysi varð leiðarljós hins íslenska fjármálakerfis. Í þessu samhengi skipta öll ykkar lögfræðiálit engu máli né heldur hvað mennirnir í samninganefndunum heita. Það ríkir fjármálastríð í heiminum þar sem úrsérgengið kerfi reynir að ræsa vélarnar og á því verkstæði moka stjórnvöld okkar kolum einsog óð væru."

Úr ræðu Einars Más Guðmundssonar á Austurvelli 13. ágúst 2009.

http://www.hugi.is/stjornmal/threads.php?page=view&contentId=6829357

 Bestu kveðjur úr blíðunni á suð/vestrurhorninu.

´

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 14:03

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Núna náðir þú mér í minni austfirsku rigningu.  En hún var hressandi á labbinu.

Já, Einar Már er þjóðarsómi, en ég átti rosalega erfitt með að fyrirgefa honum framboðið eftir að ljóst var að VG var orðinn auðvaldsflokkur.  Og hann þagði því miður af flokkshollustu í smá tíma.

En kombakkið var öflugt, og þessi ræða hans er svo sönn.

Og þetta er það sem þjóðina vantar.  Hugsandi, vel mælt fólk, sem hefur þann status að á það sé hlustað.  

Segi eins og Churchil, foringi andspyrnu heimsins gegn andstæðingum siðmenningarinnar,

"Aldrei hafa jafnfáir brugðist jafn mörgum".

Því í dag á þjóðin bara einn rithöfund.  Örfáa háskólaprófessora, mjög fáa listamenn.

Restin af liðinu á þann draum að þjóna undir hennar hátign bretadrottningu, eða er þetta dulin þrá að fá þjóna Camillu.  

Veit ekki en smán þessa fólks er mikil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2010 kl. 15:34

11 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Það er alveg hárrétt hjá Óskari að það þarf að SEMJA við Breta og Hollendinga.  Eitthvað sem hefur EKKI verið gert ennþá.  Icesave samningurinn var ekki samningur, hann var einfaldlega listi yfir kröfur Hollendinga og Breta sem Íslendingar skrifuðu undir.  Það eru lagaleg vafaatriði um hvort og hversu mikið Íslendingar eigi að borga, en skv. samningnum þá AFSALA Íslendingar sér ÖLLUM réttindum til þess að reka þessi mál fyrir dómstólum. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 12.1.2010 kl. 16:22

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rétt hjá þér, Arnór. Kveðja frá Reyðó

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 17:11

13 identicon

Nú væri gott að hafa Davíð Oddsson til að sjá um þetta Icesave vesin.

Fenómal (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 18:00

14 Smámynd: Elle_

Landið, það er gott að þú skulir efast um skrif Andra í Icesave, en Andri getur hafa stórskaðað okkur með langvarandi áróðri fyrir Icesave og orðið óskiljanlegt. Gegn öllu lögum og rökum vill hann endilega að við borgum Icesave.  Einu sinni spurði ég hann loks beint úr hvort hann ætlaði að borga Icesave og hann svaraði aldrei beint. 

Og Óskar að ofan hefur enga eða litla þekkingu á málinu, ellegar hann er í Björns Vals liðinu = einn af talsmönnum Godda og Icesave-stjórnarinnar sem koma út á ritvöllinn og blekkja viljandi.  Ætti maður ekki að vita pinulítið ef maður ætlar að koma og skjóta á fólk?  Alain Lipietz veit vel hvað hann er að tala um, hinsvegar vita Björn Valur og Ólina ekkert hvað þau eru að tala um og ættu að hypja sig úr Alþingi og þagna um Icesave.    

Elle_, 12.1.2010 kl. 18:27

15 Smámynd: Eirikur

Nú væri gott að hafa Davíð Oddsson til að sjá um þetta Icesave vesin.

You are having a laugh...Right  ? Gripping at straws maybe?

Eirikur , 12.1.2010 kl. 19:09

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Flottur flötur hjá þér Arnór.  Ég vissi að Óskari gekk gott eitt til, en sá það bara ekki.  Þess vegna var ég kannski of leiðinlegur við hann.  En ég segi eins og litlu krakkarnir, hann byrjaði að tala illa um Alan.

Elle, Andri er góður, einn af örfáum ICEsave bloggurum sem er góður.  Og rétta taktíkin á hann er að tala við hann eins og maður við mann.  

Og Davíð, ef hann Davíð Steingeit kæmi þjóðinni til bjargar, þá veit ég margir myndu frekar vilja farast.  En ekki fólk sem á börn.

Davíð Oddsson, hann gamli góði Hádegis Móri, hefur lyft grettistaki í ICEsave umræðunni.  Við værum þegar orðin þrælar breta ef hann hefði ekki komið til.

Það sem er rétt, er rétt, óháð þeim manni sem fær hrósið.  Og kemur fyrri störfum hans ekki við.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2010 kl. 21:00

17 identicon

Menn reyna að villa mjög fyrir og segja þetta litla prósentu af landsframleiðslu og láta eins og með því að borga sé verið að bjarga öllu öðru. Fyrir það fyrsta eru þetta 5,55 prósent vextir sem á þessu ári verða 45 miljarðar eða meira en allur kostnaður við menntaskóla og háskóla landsins þeir kosta skattgreiðendur sirka 30 miljarða, þá á eftir að brúa 15 milljarða og hvar á taka þá? Loka öllum grunnskólum borgarinnar?

Þá má ekki gleyma því að við eigum að greiða þetta í pundum og evrum en skuldin bara á þessu ári hefur hækkað um 50 milljarða vegna þess. Það eykur enn meira á þrýsting á krónuna sem hækkar skuldina enn frekar. Nýjasta mat á eignum Landsbankans eru sirka 75 prósent af skuldinn, án vaxta. Höfum í huga að þessir útreikningar á eignum bankans koma frá sama fólkinu(bankafólki) og spáði 40% hækkun á bréfum allra banka 2008. En gefum okkur að þessir útreikningar snillinganna séu réttir þá sitja eftir rúmir 200 milljarðar plús vextir og öll gengisáhættan.

Þeir hundruðuir miljarða sem við endum á að greiða verða teknir af vinnumarkaðnum þ.e. vinnandi fólki og fyrirtækjum. Þessir peningar ættu að fara í bætt launakjör, aukna framleiðslu og fjölgun fyrirtækja. Bretar og Hollendingar stjórna ekki heiminum og við hættum ekki að selja fisk, ál og hugvit þó þessar tvær þjóðir fari í fýlu út í okkur. Það eru nóg af þjóðum sem við getum fengið lán hjá. Af hverju talar enginn við Kína þeir borga fyrir eyðslu Bandaríkjamanna af hverju í ósköpunum ættum við ekki að geta fengið lán hjá þeim, við borgum þó þau lán sem okkur ber að greiða til baka.

Óskar og téður Andri fara einfaldlega vísvitandi með ósannindi.

Landið (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 1237
  • Frá upphafi: 1412791

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1087
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband