Í öllum alvöruríkjum væri hörð umræða hvort það ætti að svipta viðkomandi þingmenn friðhelgi.

 

Sá sem lýgur og blekkir vísvitandi fyrir erlent land sem ásælist land eða eigur íslenska ríkisins er sekur um landráð.  

Ekki mín orð, þetta stendur í 87. grein hegningarlaganna.

Breta hafa með ólöglegum hætti krafið Íslendinga um skuldaábyrgð upp á 1.000 milljarða eða 2/3 af þjóðarframleiðslu ársins.  

Og þegar fólk með sérþekkingu kemur þjóð okkar til varnar, þá geysast fram stjórnarþingmenn og rangsnúa orð þeirra, ljúga upp á þá þekkingarskort og reyna á annan hátt að gera orð þeirra tortryggileg.  

Og það er ekki eins og þetta aumkunarverða fólk með landráð í hjarta hafi ekki vitað betur.  

Svona voru upphafsorð Lipietz í Silfrinu í gær.

 

"Við erum að tala um tilskipun 94.  Ég er höfundur annarrar tilskipunar um (ekki þýtt) supervision of financial groups.  Ég veit því sitthvað um þessi vandamál."

 

Strax augljóst að hann var að tala um tilskipun ESB nr 94/19 og hann hefði þekkingu vegna starfa sinna við að semja lagatexta annarrar tilskipunar sem fjallaði líka um fjármálamarkaðinn.   Eðli málsins vegna er það ekki gert án þess að menn þekki þau lög og reglur sem í gildi eru.

En glæpur Lipietz var að benda á innihald tilskipana ESB um innlánstryggingar, en þær kveða ekki á um lagaskyldu að greiða bretum og Hollendingum fjárkúgun þeirra.

En það er glæpur, kallaður landráð, að ráðast að manni sem ver hagsmuni íslensku þjóðarinnar.

Það þarf að virkja landráðalögin. 

Hvar eru þeir flokkar sem segjast standa vörð um hagsmuni Íslands?

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Björn Valur Gíslason og Ólína Þorvarðardóttir hafa orðið uppvís að sýna þjóðinni magnaða fyrirlitningu. Að koma fram með svona rakalausar fullyrðingar eins og þau hafa gert er aumkunarverð lágkúra. Öll þjóðin veit að ummæli þeirra voru lygi og útúrsnúningur og það má ekki láta óátalið.

Kveðja til þín Ómar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.1.2010 kl. 18:59

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

landráðaorðið er komin tími til að þurrka rykið af. það hefur verið lokað bloggi hjá mér vegna þessarar orðanotkunar. Það þarf að venja fólk við þá staðreynd að nokkur embættismaður sé svona djúpt sokkin og að hann geti framið glæp eins og þennan.

Það er ekkert hægt að segja eftirá "sorry, ég bara vissi þetta ekki".

Landráð er því miður eina rétta orðið yfir svik við eigið land, og landráðalöginn eru í fullu gildi. Það þarf að nota þau. Til þess eru lög.

Óskar Arnórsson, 11.1.2010 kl. 19:15

3 identicon

Er ekki rétt að ritfærir fari inn á blogg Ólínu og Björns Vals og þakki þeim stuðninginn fyrir hönd Breta og Hollendinga?

Hlýtur að vera kominn tími á að Icesave andstæðingar veiti bakhjörlum Breta og Hollendinga einhverskonar viðurkenningarsjöl fyrir þeirra hönd fyrir allan ómetanlegan stuðninginn í baráttunni við Íslendinga.  Ráðherrar og þingmenn, sem og embættismenn, ásamt öllum stjórnendum fjölmiðla og fjölmiðlamönnunum sem hafa verið betri en engin í baráttunni gegn þjóðinni og stórkostlegum þjóðarhagsmunum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 20:10

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hver er adressan á síðunna þeirra Guðmundur?

Óskar Arnórsson, 11.1.2010 kl. 20:31

5 identicon

Ólína er snögg að skrifa nýja færslu þegar hún er búin að nála sig út í horn.  Núna birtir hún lagaskrif Vilhjálms Þorsteinssonar frá í gær:

http://blog.eyjan.is/olinath/

Björn Valur felur sig á bak við flókið innritunarkerfi.  Hef ekki minnsta áhuga að vera á skrá hjá alfræðingnum.

http://www.bvg.is/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 20:45

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Hvað varðar Ólínu, þá skautar hún létt fram hjá staðreyndum málsins.  Hún sjálf íslensku manneskjan skilur ekki skilyrta setning, " ef þau hafa komið á fót kerfi, sem ".  Greiðslufall kerfisins stafaði af því að regluverk þess stóðst ekki hrunið.  Ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld uppfylltu ekki reglurnar. 

Á þessu tvennu eru regindjúp.

Eins skautar hún algjörlega fram hjá því að að Ísland sem EFTA ríki lýtur forræði EFTA eftirlitsins og EFTA dómsins, og það eru þær stofnanir sem eiga að fjalla um meintan skort á framkvæmd reglna.  

Fólk gleymir alltaf að það þarf tvö til að deila.  Og Ísland er ekki að deila við breta, það eru þeir sem setja fram kröfurnar.  Og þá þurfa þeir að sanna brot.  Ef ef ESA, EFTA dómur úrskurða ekki þar um, þá hafa engin brot verið framin af hálfu EFTA ríkis.

Og í þriðja lagi þá er það aumt hjá Ólínu að snúa út úr þessu sem Friðrik benti henni á með heimildina um lántöku.  Alþingi samþykkti að ganga til samninga eftir Brussel viðmiðunum vegna ytri þrýstings og hótana, slíkt hefur aldrei lagagildi.

En einhver þar að svara henni.  Og ef ég man þá á Loftur mjög góða bloggfærslu þar sem hann hlutar viðkomandi málsgrein um "ekki" ábyrgð í sundur. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2010 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband