11.1.2010 | 13:07
Eru engin takmörk fyrir ómerkilegri lágkúru Björns Vals þegar kemur að því að níða niður velunnara Íslands???
Björn Valur Gíslason er þegar búinn að sanna sig sem einn mesti ómerkingur Íslandssögunnar.
En hann er metnaðarfullur maður, og vill ná toppnum í þessu vafasömu hátterni.
Hann skeiðar nú fram bloggvöllinn, og Mbl.is vekur áthygli á honum til háðungar, og rægir Evu Joly opinberlega. Eva Joly var í myndveri í París , og fékk til liðs við sig mann að nafni Alain Liepietz, sem hún kynnti sem sérfræðing í fjármálaregluverki ESB. Og sem slíkan, þá ræddi Egill Helgason við manninn.
Núna stígur Björn Valur fram og fullyrðir að Eva hafi tekið með sér í myndver loddara, fyrrverandi starfsmann frönsku vegagerðarinnar, sem þóttist vita eitthvað um regluverk ESB, en sökum fyrri starfa gæti hugsanlega vitað eitthvað um fjármögnun vegamannvirkja. Byggir Björn Valur þennan róg á Evu Joly á upplýsingum sem hann fann um Alain með því að Gúgla Wikipedia. Útfrá þeim upplýsingum finnur Björn Valur það út að ef franska vegagerðin hafi ekki komið að gerð tilskipunar ESB um innlánstryggingar, þá viti þessi Alain ekkert um hana. En þar sem Björn Valur í sinni sigurvímu er umburðalyndur, þá getur hann þess að hugsanlega sé Alain að fjalla um tilskipun ESB um tryggingarfélög og aðra fjármálaþjónustu og hafi óvart ruglað þessu tvennu saman, þar sem starfsmenn vegagerða eru jú ekki sérfræðingar um neitt annað en brýr.
En eftir stendur þá að Eva Joly var að plata landslýð i einhverjum annarlegum tilgangi, sjálfsagt þeim að þjóðin borgi ekki ICEsave kröfu breta, og hafði til þess stuðning Egils Helgasonar, ekki nema þá að Egill hefði líka varið plataður.
Áður en lengra er haldið þá þætti mér gaman að vita hvort til sé einhver maður á Íslandi nógu einfaldur til að trúa þessum áburði Björn Vals á Evru Joly??
Hver trúir Birni Vali????
En lítum nánar á róginn.
Björn Valur skautar alveg fram hjá þeirri staðreynd að allir eiga sér fortíð áður en þeir setjast á þing. Sumir eru skipstjórar, aðrir eru starfsmenn vegagerðarinnar. Og fólk hefur sína menntun. Sumir eru jarðfræðingar, sumir eru með masterspróf í hagfræði.
Alian Lipietz er með master í hagfræði. Og eftir hann var kosinn á Evrópuþingið, þá hefur hann setið í fjármálanefnd þingsins og komið að smíði reglugerða Evrópusambandsins um fjármálamarkaði. Eva Joly situr í þessari fjármálanefnd og tók Alain með sér vegna þess að á löngum ferli er hann álitinn sérfróður um regluverk sambandsins.
Af hverju ætti Eva Joly að hafa tekið hann með sér ef svo væri ekki???
Er það útbreidd skoðun innan ríkisstjórnarinnar að Eva Joly starfi eftir annarlegum hagsmunum þegar hún bendir þjóð okkar á að krafa breta og Hollendinga sé ólögmæt??? Hvaða annarlegir hagsmunir liggja að baki að halda því fram málstað íslensku þjóðarinnar með hógværum rökum eins og Eva Joly gerir.????
Hverja hagsmuna er það fólk að gæta sem ræðst af Evu Joly með skít og rógi?????
Í þessu sambandi vil ég minna á tvær bloggfærslur mínar frá 7. janúar, í kjölfar fréttar um að Eva Joly hefði rætt við reglusmiði ESB og hefði það frá fyrstu hendi að innstæðukerfið hafi ekki verið hugsað til að takast á við allsherjarhrun. Í færslu sem ég kallaði "Er Joly kominn á dauðlista Samfylkingarinnar" þá spáði ég að spunakokkarnir myndu leggjast undir feld til að vega að Joly. Með orðinu "dauðalista" átti ég ekki við í bókstaflegri merkingu þess orðs heldur að æra hennar og mannorð yrði troðin í svaðið með öllum ráðum.
Hún hefði framið hina miklu dauðasök, að reyna koma íslensku þjóðinni til hjálpar á Ögurstundu.
En víkjum að greyinu honum Birni Vali. ÉG er eiginlega farinn að vorkenna manninum fyrir seinheppni hans. En gjörðir hans eru af ætt þjóðníða og eiga því ekki að líðast.
Hér er orðrétt upphafsorð Alain Lpietz í Silfrinu. Þau segja allt sem segja þarf um málflutning Björn Vals Gíslasonar.
"Við erum að tala um tilskipun 94. Ég er höfundur annarrar tilskipunar um (ekki þýtt) supervision of financial groups. Ég veit því sitthvað um þessi vandamál."
Vissulega má segja að Íslands ógæfu hafi orðið allt að vopni þegar VG liðar sviku stefnu sína og hugsjónir og fóru í ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, en svona klaufar bæta það dálítið upp.
Aðeins þeir tregustu, eða forhertustu stuðningsmenn VinstriGrænna sjá ekki í gegnum ról Björn Vals. Þetta er maður sem kann ekkert í þeim fræðum sem kallast að kasta skít og auri yfir andstæðinga sína.
Sem betur fer, því andstæðingar Björn Vals, eru samherjar íslensku þjóðarinnar á Ögurstund ICEsave deilunnar.
Ég gæti trúað að bretarnir myndu reka manninn fljótlega.
Kveðja að austan.
Segir margt athugavert við málflutning Lipietz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 11:52 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er mjög góð ábending hjá þér Ómar. Menn (líka þingmenn) ættu nefnilega ekki að kasta steinum úr glerhúsi.
Helgi Kr. Sigmundsson, 11.1.2010 kl. 13:28
Gott hjá þér Ómar,það er greinilegt að Björn Valur er strengjabrúður Steingríms J ,sem er með það eina markmið að halda völdum ,sama hvað það kostar.
JRJ, 11.1.2010 kl. 13:32
Takk fyrir innlitið félagar.
Og það má ítreka að það er ljótt að níða það fólk sem vill aðstoða landsmenn. Og slíkir aðstoðarmenn mega líka vinna hjá Vegagerð ríkisins, en kannski ekki hjá Vegagerðin á Reyðarfirði, mæli ekki eð því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.1.2010 kl. 14:12
Sæll Ómar andspyrnuforingi.
Steingrímur foringinn rekur við, þá stígur stækur óþefurinn af Birni Vali Evrópuréttarsérfræðingi, þó svo að hann er staddur í allt öðrum landsfjórðungi en Steingrímur. Virkar á mig eins og skaparinn hafi gleymt að gefa honum lágmarks gáfur til að getað tjáð sig um einföldustu hluti án þess að snúa þeim á algerlega hvolf. Að vísu á foringinn við svipað vandamál að stríða, sem er að takast að vera algerlega ósammála sér, og jafnvel í sömu setningunni. Svo er Björn Valur gæddur þeim einstaka eiginleika að getað efnt til áfloga þó svo að hann er einn í herberginu.
Afturámóti virðist hann og annar ofurþingmaður Ólína Þorvarðardóttir í nær samhljóða spunagrein "óviljandi" gert mun minna úr sérfræðiþekkingu Alain Liepietz í Evrópulögum en efni hafa staðið til:
http://en.wikipedia.org/wiki/Alain_Lipietz
Með bestu kveðjum úr blíðunni í suð-vesturlandshorninu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 14:54
Blessaður Guðmundur.
Ég er nú hættur að trúa þessu blíðutali. Hér er blíða, og þá segir lögmál skaparans að þá eigi að vera sanngjarnt veður hjá ykkur í rokrassinum. Rok og rigning.
En ég fletti upp á vegagerðarkallinum eftir að ég las frétt Morgunblaðsins. Nýbúinn að kalla Ólínu fífl, og þá hafði ég kannski verið leiddur í gildru. Blekktur til að vitna í einhvern sérfræðing sem var svo bara í vegagerðinni.
Þess vegna spyr ég hérna hver sé svo vitlaus að trúa Birni Vali, vissi vissri skömm upp á mig.
En þvílíkt klúður hjá kallanganum.
Ef ég væri ekki í Andspyrnunni, þá hefði ég bara vorkennt honum, reynt að segja að hann væri lesblindur, eða skrifaði svona vitleysu í svefngöngu.
En ég hafði rétt fyrir mér um að Eva þyrfti lífvörð. Glöggur á eðli rógbera spunakokkana.
En þetta er búið að vera gott hjá mér.
Treysti á aðrar byssur næstu daga.
Minn gamli góði framhlaðningur er farinn út að labba.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.1.2010 kl. 15:13
Steingrímur mun hafa sagt í virtasta efnahags og fjármálablaði veraldar Financial Times:
"Íslendingar eiga ekki möguleika á að ná hagstæðari samningum við Breta og Hollendinga í Icesave deilunni" ...!!!!!
Kv.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 16:28
Þetta sagði hann í dag.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 16:29
það náttúrulega tekur eingin mark á þessum Alain Liepietz! Björn Valur er auðvitað mikið klárari hann er náttúrulega búin að vera mörg ár og sjó og hlýtur að vita þetta.
Ágætt að benda á það líka að ég heirði viðtal við hann á X-inu í vor þegar fyrri samningurinn var að koma til þingsins og þá fannst honum algjör tímaeyðsla og tilgangsleysi að alþingi þyrfti að sjá samninginn því þetta væri"frábær niðurstaða á ömurlegu máli" svo vitnað sé beint til han, einnig sagði hann að allt málið væri sjálfstæðisflokknum að kenna og þá væri ekkert annað en sanngjarnt að enginn þeirra þingmanni fengi leyfi til að tjá sig um þetta mál í þingsölum
Maðurinn gengur augljóslega ekki allveg heill til skógar og ég skal splæsa bjórkippu á þann sem kemur honum af þingi og hest út á sjó...2 kippur ef hann fer úr landi:)
Gunnar Þór Gunnarson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 20:22
Blessaður Gunnar.
Þetta gætu orðið marar kippur því þurfa ekki kjósendur hans að yfirgefa manninn.
Og margir halda enn tryggð við VG.
En ef ég væri Steingrímur, þá myndi ég senda hann út á sjó.
En maðurinn er betri en enginn að skemma fyrir ríkistjórninni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.1.2010 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.