10.1.2010 | 17:25
Lúmskur áróður úr ranni Samfylkingarinnar.
Við erum sek, við eigum að borga.
Rökin: "Við þurfum að sannfæra aðra um að okkur sé treystandi sem þjóð"
Lúmskari getur silkitunga þrælasalanna ekki orðið. Og kirkja landsins notuð til að útbreiða boðskap þeirra. Eins og ekkert hafi breyst í 300 ár frá því að prestar fóru í kjölfar þrælasala og blessuðu sálir hins hertekna fólks.
Vissulega fór margt hér miður, fyrst og fremst sú efnahagsstjórn sem ýtti undir hátt gegni krónunnar. Fólk upplifði sig efnað og hagaði sér eftir því.
En slík hegðun var ekki bundið við íslenska þjóð.
Eins komu hér fram auðmenn sem nýttu sér ódýrt lánsfé til að reyna að kaupa Bretland.
En íslenska þjóðin fann ekki upp auðmenn, og kerfið sem þeir störfuðu eftir er allstaðar til hjá öllum ríkjum heims nema í Norður Kóreu og á Kúbu.
Og íslenskir bankar hófu starfsemi í öðrum löndum, en ekki með kúgunum og þvingunum, þeir nýttu sér hið ódýra lánsfé, og evrópskt regluverk sem gerði þeim kleyft að starfa á öllu evrópska efnahagssvæðinu.
Og þeir fóru á hausinn, rétt er það. En gerir það íslenskan almenning sekan????
Er þá íslenskur almenningur líka sekur um hrun hins alþjóðlega fjármálakerfis.
Vegna þess að kerfið hrundi, en sterk inngrip ríkisstjórna Bretlands og Bandaríkjanna, héldu því gangandi. Ef hún hefði ekki komið til, þá væri enginn að tala um íslenska hrunið, heldur global hrunið.
En hér á Íslandi er til fólk sem trúir á sérstöðu þjóðarinnar, og það vill í anda Rómverjanna forðum, krossfesta þjóðina fyrir þessa sérstöðu.
Því þjóðin er syndug, og sek segir það. Og aðeins skuldaþrældómur geti sýnt iðrun þess.
Gott og vel. Ég frábið mér kirkju sem lætur svona raddir heyrast.
Kirkju sem hundsar þjáningar meðbræðra sinna í skuldakreppunni, en notar rödd sína til að láta þjóðina sætta sig við ICEsave hlekkina.
Kirkju sem horfir algjörlega fram hjá þeim þjáningum sem sjúkir og aldraðir mun þurfa að þola þegar velferðarkerfið verður skorið niður við trog. Því engin þjóð þolir rán á skatttekjum helmings skattgreiðanda sinna.
Nema með miklum hörmungum og þjáningum þeirra sem minna mega sín.
Fólksins sem kristin kirkja á að gæta, sinna minnstu meðbræðra. En gerir ekki í dag.
Slíkt gerir ekki mín kirkja.
Kveðja að austan.
Við erum líka týnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 12:24 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú virðist ekki átta þig á því að samkvæmt biblíu þá er fátækt og hlekkir það besta af öllu... þetta skrifaði elitan í biblíu áður fyrr svo fátækir yrðu ánægðir með að vera fátækir... lesa biblíu :)
DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.