10.1.2010 | 14:29
Egill styður kúgun Hollendinga.
Rökum Hollendinganna hefur verið margsvarað. Íslenska ríkið hefur hvorki burði til að greiða út sparifé í öðrum löndum, það hefur heldur engan lagagrundvöll að setja neyðarlög í Hollandi og Bretlandi.
Og samkvæmt öllum alþjóðlögum þá hafði það fullan rétt til að vernda bankakerfi sitt frá algjöru hruni.
Þetta veit Egill, en hann kýs að halda rökum Hollendinga að þjóð sinni.
Mjög skrítið þar sem þeir eru með ólöglegar fjárkröfur á hendur saklausu fólki á Íslandi, sem hvorki tók við innlánum frá þessum fólki, eða hafði nokkuð með það að segja hvar þessir Hollendingar geymdu sparifé sitt.
En vissulega má upplýsa um sjónarmið Hollendinganna, en að boða sama manninn 5 sinnum í viðtal út af sama málinu, að fara með sömu rangfærslurnar, án þess að þeim sé svarað af þáttarstjórnanda, það er óeðlilegt.
Á sama tíma hafa þeir lögfræðingar sem afhjúpuðu lögleysu breta og Hollendina, þeir Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal, aldrei komið í Silfrið að útskýra rök sín.
Rök sem sjálfir reglusmiðir ESB hafa upplýst Evu Joly, að séu alveg rétt.
Og ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur staðfest að íslensku neyðarlögin standist regluverk EES, enda er Ísland fullvalda ríki.
En á þetta er aldrei minnst í Silfri Egils. Aðeins sífelldar endurtekningar á falsrökum fjárkúgara sem kunnu ekki fótum sínum forráð í græðgi sinni eftir hæstu ávöxtun.
En margt annað kemur þar gott fram.
Og það má aldrei gleyma því að Egill Helgason var maðurinn sem kom Evu Joly til landsins.
Og hún hefur reynst betri en enginn í vörn sinni fyrri íslenska þjóð.
Kveðja að austan.
Vliet: Ekkert réttlæti hefur enn náðst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 207
- Frá upphafi: 1412826
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú ekki rétt hjá þér að Egill styðji einhverja kúgun Hollendinga.
Annars er nú bara mikilvægt að fara að hætta að benda á hinn og þennan.. þetta er búið að vera slæm staða frá upphafi.
Mikilvægast er að þjóðin sameinist og grundvallar mannréttindi allra verði virt.
Frábært Silfrið í dag
Björg F (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 14:36
Blessuð Björg.
Það er skrítið fréttamat að taka sama viðtalið 5 sinnum við sama manninn og láta rangfærslum hans ósvarað í öll skiptin.
Og taka ekki eitt viðtal við þá sem hafa þekkingu til að útskýra þessar rangfærslur.
Og þú sameinar ekki þjóðina um þjóðargjaldþrot.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2010 kl. 14:45
Það þarf að leiðbeina þessum Hollendingum svo þeir stefni málinu í réttu landi. Og að sjálfsögðu er það Hollenskra yfirvalda að gera það...
Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 18:08
Blessaður Óskar.
Það sér hver um sig. Það má færa rök fyrir að skattgreiðendur baktryggi innlán upp að vissu marki, en þeir gera það aldrei í öðrum löndum.
Sú hugmynd komst á loft eftir að ESB samdi sín lög um innstæðutryggingar, til að samræma reglur og láta fjármálakerfið sjálft byggja upp tryggingarsparnað. En illu heilli, þá klipptu þeir á tengslin í leiðinni milli skýrar ábyrgðar einstakra aðildarríkja á sínum fjármálamarkaði og ábyrgð þess að þau skikkuðu öll fjármálafyrirtæki til að taka þátt í sama tryggingasjóðnum fyrir viðkomandi land. Allt í einu fór ríkisfang bankans að skipta máli og flækti málin upp úr öllu valdi.
En það kerfi að smáþjóð geti hugsanlega gengist í ábyrgð fyrir sparfjáreigendur stærri landa, hún getur aldrei gengið upp í praxís, og núna er það komið í ljós, að það var aldrei hugsun reglusmiða, enda brot á öllum alþjóðlögum um fullveldi þjóða að láta þær lenda í þá stöðu að verða hálfgjaldþrota, eða algjörlega gjaldþrota vegna viðskipta á fjármálamarkaði.
Dugi ekki tryggingasjóður, þá verður landið þar sem bankarnir störfuðu, að bæta mismuninn, ef það á annað borð vill hafa sparifé tryggt í sínum landi. Enda eru þetta skattgreiðendur viðkomandi lands.
Einfalt orsakasamhengi sem blasir við öllu hugsandi fólki, þar á meðal reglumeisturum ESB.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2010 kl. 20:03
það er alveg á hreinu að hvert land út af fyrir sig tryggir eigin landsmenn. Og það er á hreinu að þetta gildir fyrir Ísland. Og það eru Alþjóðalög sem segja að Ríki MÁ EKKI taka skattpeninga og greiða svona tryggingar og sérstaklega á það við um einkabanka...
Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.