8.1.2010 | 18:41
Er kúgun "bræðraþjóða" okkar á enda????
Ef ekki þá skiptir það ekki máli.
Sá sem hjálpar með skilyrðum, hann á að sleppa því.
Það er ekki hundrað í hættu.
Útflutningur okkar er i blóma, jöfnuður á vöruskiptum er jákvæður.
Það er aðeins eitt sem getur breytt þeirri staðreynd, of mikil lántaka, þannig að þjóðin vinni ekki fyrir vöxtum og afborgunum.
Svo er líka ágætt að sjá hvað menn þetta fólk hefur að geyma, hvað vináttan ristir djúpt.
En við gerum ekki þjóðina að þrælum breta til að þóknast "bræðraþjóðum".
Þá er betra að segja sig úr fjölskyldunni.
Og vona að hún skammist sín að lokum.
Þetta er jú allt saman ágætis fólk.
Kveðja að austan.
Bjartsýnni en svartsýnni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 14:34 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 558
- Sl. sólarhring: 641
- Sl. viku: 6289
- Frá upphafi: 1399457
Annað
- Innlit í dag: 476
- Innlit sl. viku: 5331
- Gestir í dag: 437
- IP-tölur í dag: 430
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko
Samkvæmt minni vitund þá er ekki líklegt að hjálp sem þú veitir óreglufólki að nýtast þeim til góðs nema með ströngum skilyrðum.
Hanna (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 18:59
Blessuð Hanna.
Ísland fór á hliðina vegna fylgispektar við þá hagfræðistefnu sem kennd er við "peningastjórnun". Þenslu var svarað með vaxtahækkunum. Og vaxtahækkanir hækkuðu gegni krónunnar, og úr varð falskur kaupmáttur.
En við Íslendingar fundum ekki upp þessa peningastjórnun, hún var hin viðtekna regla í vestrænum hagkerfum allt frá því í lok níunda áratugarins.
Hinn anginn af okkar vanda var bandaríska módelið í fjármálstarfsemi, sem einkenndist af miklum lántökum sem fjármögnuðu hlutabréfakaup, auk annarra fjármálagerninga.
Og frelsið til að starfa um alla Evrópu var samkvæmt evrópsku regluverki.
Ég er ekki að afsaka stórhug okkar, en við fundum ekki upp þessa vitleysu.
Og heimurinn féll, ekki bara við.
Eini munurinn á okkur og hinum var sá, að við fórum fram úr bakstuðningi ríkisins. Þess vegna gat ríkið ekki falið vandann eins og gert var á Bretlandseyjum, Bandaríkjunum og víðar.
En það er ekkert útséð um hvernig vestrænum hagkerfum reiðir af. Sá litli bati sem er sýnilegur stafar af gífurlegum innspýtingum ríkisvaldsins í Evrópu og Bandaríkjunum, og sú aðstoð er komin á endastöð.
Ég er ekki að rekja þetta til að afsaka eitt eða neitt, aðeins að benda á að vandi okkar er ekki sértækur. Allt skynsamt fólk hlýtur því að sjá að eitthvað var að kerfinu. Enda sagði Seðlabankastjóri Bandaríkjanna að kerfið hefði brugðist í viðtali nýlega.
En á Íslandi er til fólk sem hefur hag af því at telja fólk í trú um að okkar vandi sé sérstakur og við séum sek.
En jafnvel þó við séum sek, þá eru tvær leiðir til að takast á við sektina.
Leið Gamla Testamentisins, að refsa fyrir syndina, eða leið þess Nýja, að fyrirgefa hana, og hjálpa.
En þú kannast sjálfsagt ekki við söguna um miskunnsama Samverjann eða hvernig faðirinn brást við þegar týndi sonurinn kom heim.
Og ef þú kannast við þær, þá sé ég á þessum örstutta texta þínum, að þú skilur ekki inntak þeirra.
Sjálfsagt er miklu betra að skilja refsinguna og hatrið.
En það geri ég ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2010 kl. 20:09
Blessaður Ómar
Maður hefur bara ekki við að kíkja á kallinn :-) Ég hef ómögulega getað keypt þau rök margra að íslendingar væru upp til hópa óreiðufólk sem hefði steypt sjálfum sér í fjárhagslegt svarthol með gengdarlausum kaupum á flatskjám og jeppum. Jú, eflaust einhver okkar en ekki 320 þúsund kvikyndi! Staðreyndin er sú að skuldir heimilana eru reiknaðar upp með verðtryggingu ótt og títt og 100% hrun krónunar virkaði eins og olía á eld þegar skuldastaðan er reiknuð. Eða eins og Jakobína segir þá er verið að reikna almenning til andskotans og ömmu hans. Nóg að sinni
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 8.1.2010 kl. 22:14
Heill og sæll Ómar
Þú ert magnaðri en allar stóru berthur heimsins. Þvílík frábær og hnitmiðuð fallbyssa sem þú ert og geigar ekki.
Sammála þér enn eina ferðina.
Við höfnum "kollektívri" sekt þjóðar. Við höfnum því að fara á krossinn fyrir syndir hins alþjóðlega fjármálaheims.
Við höfnum líka nauðhyggjunni, fíkninni og þversögninni: Að taka lán til að vera borgunarmenn!????
Við höfnum öllum fáránlegum þversögnum hinna valdsjúku sem hugsa einungis um sína stundarhagsmuni og klíkuskap. Við almenningur þessa lands seljum ekki fjölskyldur okkar andskotum græðgis-kapítalismans, og heldur ekki stökkbreyttum og verðtryggðum banka- og ríkis-kapítalisma, sem þjónar eingöngu sjálfum sér með viðurstyggilegu valdi sínu...til að neyða upp á okkur, "fyrir hönd okkar", að taka lán til að vera borgunarmenn!????
Við þurfum að "afrugla" þetta lið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 00:25
Blessaður Arinbjörn.
Þegar mín ICEsave andstaða hófst, þá var það bæði vegna þeirrar reiði sem ég fann til vegna fantaskapar breta, eða réttar sagt árásar þeirra.
Og svo get ég ekki í grunninn samþykkt að almenningur greiði skuldir höfðingja. Eitthvað í eðlinu, sem og sögur af forfeðrum mínum, langafi og langamma voru til dæmis vinnuhjú mesta sína æfi, og þeirra arður af vinnunni voru fötin, og fæði fyrir sig og börnin. Og börnin unnu líka, um leið og þau stóðu í lappirnar. Restin fór í höfðingja vasa.
Foreldrar mínir, vel gefið fólk, fóru ekki til náms sökum fátæktar.
En ég fór og systkini mín. Á háskólaárum mínum, þá tók ég þátt í stúdentapólitík, vegna þess að þá upplifði ég atlögu af því kerfi sem gerði okkur,börnum alþýðufólks, kleyft að stunda nám, óháð efnahag. Og mér fannst ég berjast fyrir hagsmunum forfeðra og formæðra minna sem aldrei gátu menntað sig, en þráðu að börn þeirra og barnabörn gætu það.
ICEsave hreyfði við mér á sama hátt. Núna upplifði ég hefnd höfðingjanna, við áttum að þekkja okkar sess, eins og langafi og langamma. Og sá sess var að vinna fyrir höfðingjanna, aftur.
Sem mér finnst rangt í grundvallaratriðum. Og margt annað hugsaði ég, en ég formaði aldrei þær hugsanir mínar, fyrr en ég las grein Jakobínu í Morgunblaðinu.
Þá endanlega kveikti ég á perunni að barátta okkar er sjálf grunnbaráttan, baráttan um tilveru manneskjunnar. Fram til dagsins í dag hafa höfðingjarnir alltaf litið á okkur sem sjálfgefinn hlut, ekki sem fólk, heldur sem hluti, eins og vinnudýr, eða hráefni í stríði sem kallast hermenn, stundum sem óþarfa kostnað, sem má missa sig (heitir örbirgð og sultur), en aldrei sem fólk.
Franska stjórnarbyltingin breytti þessu, og að hluta til bandaríska frelsisstríðið. Alltí einu fengum við réttindi, og smán saman urðum við að manneskjum. Við fengum réttinn til að kjósa, réttinn til að lifa ef við urðum veik, réttinn til að menntast, og við fengum jafnræði fyrir lögum.
Lögin lutu ekki lengur geðþótta höfðingjanna.
Svo kom ICEsave.
Á einni nóttu hvarf 200 ára réttindabarátta.
Ég og synir mínir höfðu allt i einu minni réttindi en langamma og langafi. Eina hlutverk okkar var að borga skuldir höfðingjanna. Ef það yrði afgangur, þá áttu amerískir vogunarsjóðir að sjá um að ráðstafa honum.
Alltí einu var ég kominn í sömu spor og almenningur Rómarveldis hins forna. Höfðingjarnir höfðu rétt til að ráðstafa mér eins og hverri annarri eign.
Ég var orðinn að skuldaþræl. Og synir mínir ánauðir. Þeirri eini arfur var skuldin. Skuld höfðingjanna.
Og þegar ég spurði í forundran, hvernig gat þetta orðið, þá mér sagt að EES löggjöfin væri svona. Nokkrir reglumeistarar höfðu samið tilskipun um innlánstryggingar þar sem væri ákvæði að ef illa færi hjá höfðingjunum, þá væri ég og mínir ánauðugir.
Hafa þeir vald til þess spurði ég? Já, þeir fengu það vald þegar íslensk stjórnvöld gengu í EES. Þá lofuðu þau að hlýða í einu og öllu sem kæmi frá Brusel. En hefur Brussel vald til að semja löggjöf þar sem kveðið er á um skuldaánauð spurði ég??? Skuld höfðingjanna gat verið tíföld hærri, það var ekkert þak á henni. Það er 21. öldin, almenningur á sinn rétt?
Og eina svarið var, já þið samþykktuð þetta, sorry Stína.
En geta þá stjórnmálamenn samþykkt slíkan samning spurði ég, hver gaf þeim vald til þess??? Í landinu er lög, ég á mín réttindi tryggð í stjórnarskrá. Hver gaf þeim þennan rétt????
Ja, þú kaust þá, eða meirihluti þjóðar þinnar, þeir skrifuðu undir, málið dautt.
En þetta er rangt.
Hvað með það, svona er þetta bara.
Og Arinbjörn, við það svar gat ég ekki sætt mig við.
Allt annað varð að víkja. Það er svo margt annað sem skiptir máli, margt annað sem þarf að breyta, og færa til betri vegar, en til hvers????
Hvað hefur skuldaþræll að gera við nýja stjórnarskrá, eða stjórnlagaþing????
Eða rannsókn á því sem fór úrskeiðis???? Blasir það ekki við öllum hugsandi mönnum??? Til hvers þarf að rannsaka það sem allir vita??'
Sjálft kerfið var rangt, það var siðspillt, en fyrst og fremst var það kerfi fortíðarinnar. Markvisst var unnið að því að gera mig og mína að kostnaðartölu, ekki manneskju. Jafnvel ennþá verra hlutskipti en hjá langömmu og langafa, þau voru þó vinnudýr, og gerðu gagn sem slík, en við erum bara kostnaður, sem má missa sig við fyrsta tækifæri.
Þurfti að rannsaka hvað fór úrskeiðis??? Í mínum huga var það kristaltært að það þurfti að útrýma því. Fá aftur heilbrigð viðhorf og heilbrigðan kapítalisma, sem væri þjónn almennings, ekki auðmanna.
Þess vegna hef ég svo oft rætt við þig um sannleiksnefndina, sem tæki til kerfisbreytinga. Sem tæki til að skapa betri heim.
Hin leiðin, sem var farin, og flestir kölluðu eftir, var leið gamla kerfisins, leið sem það bauð sem gulrót til að róa lýðinn, á meðan það var að endurskipuleggja sig.
Og ég hafði rétt fyrir mér 100%. Kerfið er búið að ná vopnum sínum á ný. Það er búið að fá AGS til að setja leikreglunnar, það er búið að fá ameríska vogunarsjóði til að halda utan um þær, og það er búið að fá ICEsave til að lemja úr okkur alla andstöðu.
Núna er ekkert eftir nema blóðug bylting, sem við í skammsýni okkar arfleiðum börnum okkar að. Við létum plata okkur, okkur var boðið upp á hengingar á örfáum föllnum mönnum, sem höfðingjarnir töldu hvort sem er history, og síðan vorum við heilaþvegin með sektaráróðri.
Að lokum trúði fólk sökin væri þess, ekki höfðingjanna.
Og núna þegar grímur tvær renna á okkur, þá látum við ennþá plata okkur. Það á að semja upp á nýtt á mildari kjör á skuld höfðingjanna. Mega díll, snilldar "pólitísk lausn", og svo eigum við að borga. Og sætta okkur við AGS, og amerísku vogunarsjóðina. Og alla þessa erlendu fjárfestingu sem á síðan að gera okkur kleyft að vinna fyrir höfðingjanna skuldum.
En Arinbjörn, til hvers þurfum við þessa erlendu fjárfestingu???? Er atvinnu lífið hér í rúst???? Voru ekki yfir 20.000 farandverkamenn sem unnu störf sem við höfðum ekki mannskap til að sinna?? Hafa útflutningsgreinarnar hrunið???'
Svarið er nei, ekkert slíkt hefur gerst. Við þurfum þessa fjárfestingu í nýjum álverum og öðrum auðmannafabrikkum til þess að við getum unnið fyrir skuldum höfðingja okkar.
Ef við drögum þær frá, þá er ekkert að okkar hagkerfi, sem heilbrigð skynsemi og vitibornir stjórnendur, geta ekki lagað, og þá er framtíð barna minna björt.
En 53% landsmanna er á öðru máli. Og þessi hluti þjóðarinnar tekur ekki rökum.
Hann þráir líf skuldaþrælsins. Og mér finnst það helvíti skítt.
En gangi ICEsave eftir, þá er út um þjóð okkar.
Og það er upphafið af falli siðmenningarinnar.
Þannig að ICEsave er ekki einkamál okkar. Það er hluti af hinni eilífu baráttu mennskunnar fyrir tilveru sinni.
Og á næstu árum verður lokakafli þeirrar baráttu háður. Því höfðingjarnir hafa loksins þróað slíkan eyðileggingarmátt, að þeir geta tekið alla heimsbyggðina með sér í fallinum.
Eina svar mennskunnar er að viðurkenna það grundvallarlögmál, að rangt er rangt, og allir eiga tilverurétt, sem fólk, ekki sem kostnaður.
Og við erum að falla á tíma með að átta okkur á þessu.
Sá tími er liðinn að lífið sé enski boltinn og leisý, og bjór með.
Lífið er framtíð barna okkar.
Þess vegna segjum við Nei við ICEsave.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.1.2010 kl. 00:56
Blessaður Pétur.
Var að semja hugleiðingar mínar til Arinbjörns, míns hugareldsneytis. En ég tel að orð þín passi inn i þær pælingar, eða réttar sagt hamringu (sbr að hamra á) á mínum skoðunum.
Njóttu, ég hef tekið eftir að þú ert líka í "dýpri" rökunum.
Kveðja, og góða nótt.
Ómar.
Ómar Geirsson, 9.1.2010 kl. 01:00
Sæll Ómar
Já, ég hamra með þér og við gefumst ekki upp, meðan við erum 100% vissir um að rök okkar þjóna eingöngu baráttu fyrir sannleikananum og réttlætinu, algjörlega umbúðalausu og gjör-strípuðu.
Með bestu kveðju til þín og þinna. Pétur
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.