8.1.2010 | 12:28
Már lýgur fyrir ríkisstjórnina
Már Guðmundsson, embættismaður þjóðarinnar, hefur tekið sér stöðu með bretum og Hollendingum gegn íslensku þjóðinni. Og við það setur hann heimsmet í rangærslum og blekkingum, það er miðað við magn per málsgrein.
"Icesave-samningarnir boði ekki endalokin fyrir Ísland, heldur verði það miklu alvarlegra ef fólk segi nei við Icesave. Þá verði gjaldeyrishöft ekki afnumin, vextir verði áfram háir, aðgangur að alþjóðlegum fjármálamörkuðum opnist ekki, lánshæfismat Íslands verði áfram í ruslflokki, hagvöxtur verði minni og endurreisn efnahagslífsins hægist mikið. Segi fólk já komumst við undan varanlegu áfalli. Við erum ekki í neyðarástandi ennþá," segir Már."
Fyrst skulum við aldrei gleyma hvað ICEsave/AGS þýðir fyrir íslenska þjóð.
-
- 160 milljarðar á ári aðeins í vexti af afborgunum erlendra lána.
- 60% greiðslubyrði ríkissjóðs af lánum.
Þetta kallar embættismaðurinn ekki neyðarástand. En í öðrum löndum kallast þetta hamfarir, sem aðeins kaldrifjaðir einræðisherrar eins og skotni forseti Rúmeníu leggja á þjóðir sínar.
Og embættismaðurinn fullyrðir, að þetta ástand, sem hann kallar ekki neyðarástand, verði verra ef þjóðin stendur á rétti sínum í ICEsave deilunni. Og fyrir því færir hann falsrök eins og honum sé borgað fyrir það.
En skoðum orð óháðra fræðimanna, til dæmis sérfræðings sem vann með þjóðum i efnahagserfiðleikum á tíunda áratugnum.
"Fullyrðingar í fjölmiðlum um að Ísland verði útskúfað frá fjármálamörkuðum ef það tekur ekki á sig þessa skuldabyrði eru fjarstæða. Þvert á móti myndi skuldafjallið og skattahækkanirnar sem þær myndu kalla á fæla á brott erlenda fjárfesta" Prófessor Sweder van Wijnbergen, Amsterdamháskóla"
Eða eigum við að vitna í bréf bandarísku hagfræðinganna James K. Galbraith og William K. Black.
"The IMF macroeconomic projections for Icelandexpect a deep recession, but followed by a sharp recovery of the growth rate of real GDP - despite very large tax increases and exceptionally large reductions in public spending.
There is no basis in domestic demand for this forecast. The assumption rests on a very large increase in net exports, for which neither historical foundation nor actual industries and markets appear to have been established. If a very large currency depreciation were pursued under these conditions, that would immediately raise the external debt burden in relation to GDP. It is also difficult to see how a business sector afflicted by a large decline in investment can simultaneously expand exports. Clearly the assumed surge in net exports can be had only by a large, sustained reduction of imports, affecting both investment and consumption, and therefore living standards."
Hókus pókus hagfræðin sem embættismaðurinn vitnar i, gengur ekki upp. Hún er í mótsögn við grunnstaðreyndir hagfræðingar. Þó keypt leiguþý þreta á Íslandi myndu segja okkur að við leystum orkuvanda landsins með því að setja sjó á olíutanka, þá er það skynsamlegra en sú vitleysa að þjóð sem notar megin hluta tekna sinna að greiða af lánum, búi við hagsæld og velferð. Það er jú hægt að vinna orku úr sjónum með efnahvörfum, en það er ekki hægt að byggja upp hagvöxt með því að kaffæra landið fyrst í erlendum lánum.
Það sjá það allir nema heimskustu fífl.
Argentínumenn létu heimskustu fífl ráða ráðum þeirra í nokkur ár. Þegar atvinnuleysið nálgaðist 30%, greiðslubyrði ríkissjóðs var komin yfir 60% af tekjum og algjört gjaldþrot þjóðarinnar blasti við, þá létu þeir fíflin róa, og tóku málin í sínar hendur. Þeir fengu þessa hótun frá "alþjóðasamfélaginu".
"that Argentina had to come to an immediate debt-restructuring agreement with the speculative "vulture funds", increase its primary budget surplus to pay more debt, and impose "structural reforms" to prove to the world financial community that it deserved loans and investment."
En raunveruleikinn var þessi.
"The currency exchange issue is complicated by two mutually opposing factors: a sharp increase in imports since 2004(which raises the demand of dollars), and the return of foreign investment(which brings fresh currency from abroad) after the successful restructuring of about three quarters of the external debt."
Og hagvöxturinn var tæp 10% á ári næstu 5 árin á eftir.
Þetta er raunveruleikinn, skuldafjötrar drepa, en þjóðir sem taka málin í sínar hendur, þær bjarga sér. Það er ef þær gera það sem þarf að gera. Lækka vexti, aflétta skuldafjötrum, efla innlenda framleiðslu, hafa hagstætt gegni fyrir útflutning. Heimurinn er í brýnni þörf fyrir hráefni og orku. Vilji ESB missa ítök sín á norðurslóðum, þá er það ekki endalok eins eða neins. Aðrir kaupa þá það sem við bjóðum upp á.
Örfáir vestrænir einstaklingar kúga ekki lengur þjóðir heimsins. Enda hefur það aldrei staðið til hjá þjóðum ESB að beita Íslandi efnahagsþvingunum. Það gera ekki siðaðar þjóðir.
En hræðsluáróður þrífst á öfugmælum, bretavinir Íslands vinna eftir þeirri hugmyndafræði sem kennd er við öfugmælin "arbeit macht frei".
Og þeir hafa fullan hug á að útrýma íslensku þjóðinni. Því ekkert foreldri mun ala börn sín upp sem skuldaþræla breta og Hollendinga. Líf án vonar er ekkert líf, og því mun fólk flýja land.
Það mun vera endalok íslensku þjóðarinnar eins og við þekkjum hana í dag.
En auðvaldinu er alveg sama, það flytur inn ódýrt vinnuafl frá fátækum löndum MiðAsíu í staðinn.
Er er okkur sama??
Hefur trúgirni okkar forgang yfir heilbrigða skynsemi?
Já, segja 53% þjóðarinnar.
Það ku vera heimsmet.
Kveðja að austan.
Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 14:33 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 30
- Sl. sólarhring: 631
- Sl. viku: 5614
- Frá upphafi: 1399553
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 4787
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Ómar
Ég þurfti að klípa mig í kinnarnar þegar blessaður óvitinn sagði þessi orð. Og aftur þegar Steingrímur eða Helgrímur talaði af miklum sannfæringakrafti um "skuldir" íslands eða icesave í viðtali við norska sjóvarpsstöð. Þetta eru menn sem eiga að vinna að hagsmunum íslands, menn sem eru á fullum launum við að sannfæra umheiminn um sekt og þjófnað íslendinga í bretlandi og hollandi. Almenningur í þeim löndum virðist þó sjá við þeim. Og nú stígur á stokk breskur doktor í alþjóðalögum og segir að íslanid beri engin skylda til að taka þetta á sig http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/01/08/islandi_ber_ekki_ad_borga/
Þetta virðist þurfa enda með því að þjóðin kastar þessum mannverum út á götu og taki til sinna ráða.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 8.1.2010 kl. 22:02
Blessaður Arinbjörn.
Takk fyrir linkinn. Þegar maður leggur svona mikla áherslu á bloggið, þá minnkar yfirferðin í lestrinum. Og ég missti af þessu.
En það er athyglisvert, að fyrir utan Stefán og Sigurð, þá vinna aðrir fræðimenn gegn þjóð okkar, eða halda kjafti. Sem er í raun ennþá verra.
En í Bretlandi og Hollandi, eru fræðingar sem benda á hið augljósa. Og svo hún Joly okkar sem gerði útslagið.
Og okkar fjölmiðlar vinna gegn þjóðinni, en breskir og hollenskir birta fréttir um ólík sjónarmið, og birta greinar sem benda á kúgun breta.
Hvað segir þetta okkur um íslenska þjóð?????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2010 kl. 22:13
blessaður Ómar
Að hagsmunir fjórflokkins gangi framar hagsmunum almennings? Er það ekki eitt af því augljósa?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 8.1.2010 kl. 22:35
Blessaður Arinbjörn.
Þarna skilur á milli mín og þín.
Fjórflokkurinn eins og svo margt annað er fortíð í mínum huga. Ég spái bara í framtíðina.
Og ef við viljum framtíð, þá þurfum að berjast fyrir henni.
Og í stríði eru tveir flokkar, "þeir" og "við".
Þeir sem eru hluti af okkur, þeir koma úr röðum þeirra sem hafa fengið nóg, og/eða vilja betri framtíð. Margir af þeim eru hluti af fjórflokknum, en hafa ekki alveg áttað sig á gæðum sínum og mannkostum, sem öskra á betri heim. Aðrir eru hluti af fjórflokknum, og vilja í hjarta sínum betri heim, en kjósa að starfa innan hans, því þeim býðst ekki valkostur.
Enn aðrir vita ekki að þeir vilja betri heim, en ég veit að þeir vilja hann, finn það eftir örstutt spjall. Þess vegna er ég svona oft sammála mjög mörgum, sem eru ekki sammála hvor öðrum, og skilja oft ekkert í að ég sé sammála hinum, en um leið þeim.
En það er þeirra vandamál, að þeir skuli ekki þekkja sín dýpri rök. Og kannski líka um leið heimsins, því á meðan eru þeir oft að styðja "hina".
Og hverjir eru "hinir"???
Er ekki svarið augljóst?????
"Hinir", það eru þeir sem eru ekki við.
Það er ekki flóknara en það.
En með smá yfirlegu, smá þolinmæði, það er ef þeir vilja gefa framtíðinni tækifæri, þá koma þeir flestir í okkar raðir.
En þetta er kannski súrt, ég viðurkenni það. En við lifum á súrum tímum.
Hver hefði trúað því fyrir ári síðan, fyrst eftir hrunið, þegar maður hlustaði á eldmóð VG liða, að þeir myndu enda sem þrælasmalar????
Að Hanna Lára tæki að sér að skenkja þeim kaffi, á meðan smalað er í réttina??
Að ég og Hádegis Móri skulum næstum skrifa sömu pistlana með sömu rökunum dag eftir dag, og varla má milli sjá, hvor stal frá hvorum öðrum. Nema öruggt er að hvorugur les hinn, þegar orð eru sett á blað. Andleg tengsl Steingeita ná ekki að skýra þessi tengsl.
Það er eitthvað mjög súrt í gangi, það eitt er víst.
Og gamli fjórflokkurinn lifir ekki lengi í því sýrustigi, það er öruggt.
Þess vegna eyði ég ekki orðum á hann. Ég er að forma byltingu mannsandans, og afla liðsmanna í þá byltingu. Eðli málsins er fjórflokkurinn ekki í því dæmi, því hann er að leysast upp (vegna sýrunnar). En allt gott og gegnt fólk í honum er velkomið í þá baráttu sem ég lýsti stuttlega fyrr í kvöld. Og sem ég reyndi að forma dýpri rök fyrir á síðu þinni í haust.
Það þarf tvo til að deila kenndi faðir minn mér. Og hann lifir eftir þeirri speki. Á því ekki óvini svo vitað sé til.
Ég hef aðeins útfært þessa speki. Ég vel mér þann sem ég deili við.
Og í dag eru það höfðingjarnir og Leppar þeirra sem láta sig dreyma um dýrð hins gamla Rómarveldis. Vissulega tengist fjórflokkurinn þeirri baráttu, en aðeins óbeint. Að fella hann er aðeins eins og að eyðileggja brynju riddarans, riddarinn fær sér aðeins nýja.
Og það er riddarinn sem ég vill fella. Eða fella af stalli.
Og birtingarmynd hans í dag er ICEsave/AGS/viðkiptaráð/siðblinda.
Og ég er alltof fátækur af skotfærum til að eyða þeim í óþarfa.
Og svo þarf ég að fara út að labba, má ekki að vera að öllu þessu stríði.
Þess vegna fókusa ég mig og lágmarka þann hóp sem ég deili við.
Þess vegna eru allir í fjórflokknum, og BH, og Hreyfingunni, Fullvaldasinnum og nefndu það bara, vinir mínir, ef þeir vilja vera vinir mínir.
Eins og ég er.
Set ekki annað skilyrði.
Og svo þarf að fella ICEsave.
Og ég að draga úr blogginu, það er óbakvænt.
Og mér sýnist að ICEsave andstaðan þrifist ágætlega án mín.
En svo verð ég reiður yfir einhverju, eins og Speglinum í gær. Og þá er út um bindindið.
Vítahringur.
En samt, rökin fljóta með þjóðinni, og ég hef trú á þessu eftir allt saman.
En AGS og amerísku vogunarskrattarnir, það er seinna tíma vandamál.
En þarf samt að leysast.
Og núna er ég hættur í kvöld, hugurinn tæmdur.
Bið að heilsa norður.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 9.1.2010 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.