8.1.2010 | 11:28
Vinir í raun.
Það má alltaf treysta á Danina.
Þeir vita sem er að þjóð sem fór á hausinn vegna of mikillar skuldsetningar, hún þarf að semja um sínar skuldir, ef hún ræður ekki við þær.
En það er eins og að pissa í skó sinn að leysa skuldavanda með skammtíma lánum.
Hrun hins íslenska bankakerfis sannar það. Það er ef menn hafa ekki þekkt þessa staðreynd áður.
Þess vegna eru Danir vinir í raun með því að hætta að lána okkur.
Íslenska þjóðin þarf að læra að standa á eigin fótum.
Kveðja að austan.
Efast um greiðsluvilja Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar
Hér er ég fullkomlega sammála þér, þ.e. öllu nema að alltaf megi treysta á danskinn.
Umrenningur, 8.1.2010 kl. 11:33
Blessaðru Umrenningur.
Þú veist að ég er ólíkindatól, og á það til að grípa til kaldhæðninnar.
Mér er slétt sama um hótanir Dana, þeir ráða sinni lund og þjóna henni á sinn hátt.
En hrokinn, hann á skilið andsvar, og þetta er mitt andvar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2010 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.