Meirihluti þjóðarinnar vill martröð hins venjulega manns.

 

Efnahagsstefna ríkisstjórnar Íslands snýst um tvennt.

1. Taka lán.

2. Fá erlenda fjárglæframenn til að stýra hinu nýja bankakerfi.

Tilgangur þessarar efnahagsstefnu er aðeins einn.  Að vera hlýðinn og góður, og vona að sú þægð skili ESB aðild.

Afleiðingarnar eru martröð fyrir íslenskan almenning.

 

1. Hann situr fastur í skuldafjötrum því peningarnir sem til ráðstöfunar eru fara í erlenda aðila eins og krónubréfs eigendur og breska ríkiskassann.  Hagsmunir þessara aðila er forgangsmál íslensku ríkisstjórnarinnar.

2. Velferðarkerfið hrynur þegar greiðslubyrði ríkissjóðs fer yfir 60% af tekjum ríkisins.  Sjá spá Seðlabankans þar um.

3. Lífskjör almennings hrynja þegar krónan er látin falla botnslaust til að ná 160 milljarða afgangi á vöruskiptajöfnuði landsmanna.  Það er sú tala sem þjóðarbúið þarf að eiga fyrir vöxtum af ICEsave/AGS skuldapakkanum, auk þeirra erlendu lána sem fyrir eru.

4. Samdráttur í einkaneyslu, auk gífurlegra skattahækkana, valda miklum samdrætti þjóðarframleiðslunnar, sem er bein ávísun á aukið atvinnuleysi og landflótta.

 

Og þetta ástand, martröð hins venjulega manns er draumur 53% þjóðarinnar, sem kallar þessa efnahagsstefnu Endurreisn.

En hvernig læt ég, þetta er allt saman íhaldinu að kenna.  

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ríkisstjórnin héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband