7.1.2010 | 20:38
Joly, er betri en engin.
Eva Joly varpaði fram sprengju inn í ICEsave umræðuna í dag. Hún gerði dálitið sem íslensk stjórnvöld áttu fyrir löngu að vera búin að.
Hún fór og ræddi við þá menn sem sömdu tilskipun ESB um innlánstryggingar, og fékk fram þeirra rök í málinu.
Því stóra spurningin hefur alltaf verið, var kerfið hugsað sem ríkisábyrgðarkerfi eins og bretar og Hollendingar halda fram, eða var þetta tryggingarkerfi, fjármagnað af fjármálakerfinu sjálfu, eins og kemur skýrt fram í sjálfri tilskipuninni.
Og í stuttu máli, þá upplýstu reglusmiðirnir Evu, að það sem stæði í tilskipuninni hefði enga dulda merkingu um þveröfuga niðurstöðu. Tryggingarkerfið var ekki hannað til að takast á við fjármálahrun.
Í bloggpistli hér að framan þá hæddist ég aðeins af spunakokkum Samfylkingarinnar, að þetta hlyti að vera óvænt áfall fyrir þá í þeirra þrotlausu vinnu að koma ábyrgð breska ríkisins á sínum eigin fjármálamarkaði yfir á íslenska skattborgara. Og ég spáði því að þeir yrðu fljótir að forma gagnsókn.
Og gagnsóknin kom í Spegli kvöldsins, frambjóðendur Samfylkingarinnar sáu til þess. Og eitt af viðrinunum sem varð að hetju kringum spillingartal Búsáhaldabyltingarinnar var fengið til að ljúga skuldinni margítrekað upp á þjóð sína.
Kenning hennar var stórfurðuleg, ég og mínir í Andstöðunni, við vorum peð í "Deila og drottna" leik gömlu valdaklíkunnar, sem spilaði með okkur svo hún kæmi sem frelsandi engill og sameinaði þjóðina um sína lausn. Og þar með komið í veg fyrir að ríkisstjórn vinstri flokkanna gæti samið frið við umheiminn með því að axla ábyrgð íslensku þjóðarinnar á ICEsave reikningunum. Margt fleira var sagt, undir yfirskini fræðimennsku, en þetta var nokkurn vegin platan sem spiluð var i Speglinum. Og jú, sáttartal um þverpólitíska leið var liður í þessu plotti.
Ég ætla lítillega kíkja á þessar röksemdir spunakokkana.
1. Kenningin um að við í þjóðarandstöðunni gegn ICEsave séum í raun leiksoppar pólitískrar refsskákar er einkennandi fyrir fólk, sem sjálft hefur vinnu við að móta atburðarrás. Vissulega tókst þeim vel til þegar þeir komið stórum hluta þjóðarinnar til að trúa að áhrifalítill Seðlabankastjóri hafi verið orsakavaldur Hrunsins, og vel má vera að þeir hafi margt annað afrekað.
En þeim sést yfir eitt, ICEsave kúgun breta og Hollendinga gengur gegn réttlætiskennd fólks. Og þegar almenningur er smán saman að átta sig á að hún er líka eins ólögleg eins og fjárkúganir Mafíunnar, þá sagði fólk hingað og ekki lengra. Stjórnmálamenn sem skilja ekki að fólki er misboðið, þeir eru úr leik í íslenskri pólitík, þeir geta verið aftanítossar, en um leið og þeir vilja semja um uppgjöf við breta, þá eru þeirra dagar taldir.
Og akkilesarhæll ICEsave Andstöðunnar hefur einmitt verið þessi tilhneiging stjórnmálflokka að útfæra eitthvað sem þeir kalla "pólitíska lausn", sem er fínt orð yfir lögleysu og lögbrot. Þeir virðast ekki skilja að lögin sem þeir semja, gilda um þá eins og aðra. Og það er dómsstóla að túlka lögin.
Þó Spegilinn muni ná í öll viðrini þjóðarinnar og láta þau vitna um þessa kenningu, þá veit þjóðin betur. Og hún er ekki óupplýstur skrælingjalýður sem spunakokkar geta endalaust spilað með, jafnvel þeir sem eru í Samfylkingunni.
2. Íslendingar þurfa að axla ábyrgð á ICEsave reikningunum sagði verkfæri spunakokkana. Og það höfum við gert. Alþingi setti mjög umdeild neyðarlög, þar sem innstæður í hinum föllnum bönkum voru gerðar af forgangskröfum og skapaði þar með gífurlega óvild annarra kröfuhafa. Kröfuhafa sem hafa notað ICEsavedeiluna til að ná sér niður á Íslendingum.
En þú axlar ekki ábyrgð á hruni fjármálakerfis með því að setja hluta fórnarlambanna í skuldagapastokk. Það er siðleysi, það er rangindi, og það er lögleysa. En ábyrgð er hægt að axla á þann hátt að læra af hruninu og endurbæta það kerfi sem unnið var eftir, ekki með því að eyðileggja líf saklaus þriðja aðila.
3. Og það var ekki íslenskt regluverk sem leyfði ICEsave reikningana, það var evrópskt regluverk, og eftir því fóru íslensk stjórnvöld í einu og öllu. Og ef þau þráuðust við, þá voru þau samstundis kærð af fjármálafyrirtækjum til eftirlitsaðila EES vegna meintra brota.
Því staðreyndin er sú, að eftir samþykkt EES samningsins, þá höfðu íslensk stjórnvöld ekkert um málið að segja, regluverkið var samið í Brussel, ekki í Reykjavík. Og það er siðleysi á háu stigi, að láta annan en þann sem bar ábyrgð á leikreglunum axla ábyrgð.
Og þegar Samfylkingarkokkaverkfærin ljúga því að okkur að við séum sek vegna þess að eftirlitið brást, þá er það alveg rétt, að það brást hér á landi. Um það þarf ekki að rífast, kerfið hrundi. En fjármálakerfið hrundi um allan heim. Eftirlitsleysi um hina raunverulega áhættu var innbyggt inn í sjálft kerfið. Hér varð hrunið strax vegna stærðar bankakerfisins, en úti er ekki ennþá ljóst hvernig fer.
Bankakreppan er rétt að byrja, ekki að ljúka. Það veit enginn hvað gerist þegar vestrænar ríkisstjórnir hætta að dæla pening inn í kerfið.
4. Platan um alþjóðasamfélagið var líka spiluð, sagt að við yrðum að fórna þjóðinni til að lifa í friði við það. En alþjóðasamfélagið er Sameinuðu þjóðirnar og við eigum ekki í ófriði við þær. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur ekki samið tillögu um að Ísland eigi að "axla ábyrgð" með því að greiða bretum og Hollendingum þá peninga sem þeir eru að reyna að stela frá okkur með aðstoð spunakokka Samfylkingarinnar.
Það er ótrúlegt hvað menn geta endalaust endurtekið þessa lygi án athugasemda. Það er eins og menn hafi ekki heyrt getið um heimasíðu Sameinuðu þjóðanna þar sem hægt er að lesa um ályktanir þess.
En trúið mér, orðið ICEsave kemur þar ekki fyrir.
5. Atlaga verkfæris spunakokkana að sáttartali stjórnarandstöðunnar var einnig stórfurðuleg. Það er greinilegt að bretum hugnast ekki samstaða íslensku þjóðarinnar. En ég vil vísa í stórgóða grein Ingibjörgu Sólrúnar í Fréttablaðinu í dag. Hún segir allt sem segja þarf um þörfina á slíkri sátt. Og Ingibjörg er ekki tengd gömlu valdaklíkunni. Hingað til var hún talin ógnvaldur hennar.
Og ef fólk les grein Ingibjargar og íhugar innihald hennar, þá sést hvílík veruleikafirring átti sér stað í Spegli dagsins. Þetta fólk skilur ekki þjóð sína, það skilur ekki rangindi þess að stórþjóðir kúgi fé út úr saklaus fólki eins og ótýndir glæpamenn og það skilur ekki að nú renna öll vötn til þjóðarsáttar.
En þessi þjóðarsátt verður að byggjast á lögum, og því er fyrsta verk hinnar fyrirhuguðu sáttar að láta reyna á túlkun breta á regluverki ESB fyrir réttarstofnunum EES. Við erum í EES, og þegar að okkur er sótt vegna EES samningsins, þá verjumst við þar.
Og aðeins dómur EFTA dómsstólsins getur krafið okkur um að greiða þessa peninga. En það er mjög ólíklegt að hann falli gegn íslensku þjóðinni. Það þarf aðeins að kalla til vitnis mennina sem sömdu lögin.
En spunavinna kokkana mun halda áfram, uppljóstrun Joly þarf að verjast. Ég spái því að eitthvað viðrinið mæti í Silfrið á sunnudaginn, jafnvel þetta sem var í Speglinum í kvöld.
Því ICEsave ábyrgðinni á að ljúga upp á þjóðina með öllum ráðum.
Kveðja að austan.
Joly harðorð í garð Hollendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2011 kl. 14:45 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sýnist hún vera mun betri en allir til samans sem hafa komið að Icesave málinu á vegum stjórnvalda. Vissulega er forsetinn að hysja upp um sig eftir auma framgöngu í útrásarklappstýrubúningnum og hefur slegið í gegn. Hún á að vera formaður samninganefndar sem fer í að endursemja við fantana.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 20:54
Blessaður Guðmundur.
Joly fær mitt atkvæði eftir að hún uppgötvaði Evrópureglurnar um innistæðutryggingar.
Það var lofsvert hjá henni að kynna sér málið frá fyrstu hendi þegar hún fór að grufla í hvort bretarnir hefðu yfirhöfuð rétt fyrir sér um sértæka ábyrgð Íslands. Og stórfurðulegt að enginn skyldi hafa gert það fyrr.
Og það segir ýmislegt um forystumenn þessarar þjóðar, ekki bara þá sem stýra. Hvað voru hinir að hugsa???
Og núna þarf að verjast spunakokkunum sem aldrei fyrr.
Níðið á eftir að flæða um Joly, og margt smámennið á eftir að endurtaka þann leik sem mér ofbauð í Spegli dagsins.
Því er það vaktin, og fallbyssurnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2010 kl. 22:29
Níðið um Eva Joly hófst um leið og hún komst 1 metra í nánd við Sérstakan Saksóknara, Ómar. Og nei, það mun ekki stoppa núna. Hverjir eru gáfumennirnir hjá RUV sem velja Hrikalega flokkinn í allar lýsingar á öllu? Kannski eðlilegt að þau komi inn í milli, þau eru jú stærsti flokkurinn, bíddu á meðan hryllingurinn minn gengur yfir -_- oh, já, stærsti hvað, þoli þetta ekki. -_- Hvað þurfum við að gera til að losna við Hrikalega flokkinn fyrir fullt og allt úr pólitík landsins??? Kvíðinn við ofbeldið gerir okkur grá fyrir aldur fram.
Las eitt merkilegt í Wall Street Journal í dag í commenti undir pistli. Og verð að segja að fór um mig hrollur. Guðmundur Jónas má nú eiga það að hann er búinn að vera að segja það sama síðan stjórnin komst til valda. Og ég veit Icesave snýst ekkert um hægri eða vinstri, heldur um ofbeldi AGS og auðvalds heimsins. Vinstri stefna hefur þó virst orðin fátæktarstefna og skuldastefna eins og Guðmundur hefur lýst. Maðurinn í WSJ sagði eftirfarandi og umræðan var um Icesave nauðungina:
"Icelandic socialists obviously would want to saddle their country with massive debt to justify a future of increased economic control over their people--even if at the expense of their liberties and welfare--like most socialists governments."
Elle_, 7.1.2010 kl. 22:52
Mín trú er sú að stjórnvöld einhverra hluta vegna hugnist ekki að betri niðurstaða en "glæsilegi" Svavarssamningurinn náist. Steingrímur er augljóslega með ofur trú á sjálfum sér sem alfræðingi og viðurkennir ekki mistök hvað sem það kostar. Þaðan koma þessi ofsafengnu reiðiviðbrögð þegar hann er króaður út í horn. Aðrir hafa spilað með hans misskilda egói og pissukeppni. Þetta mátti best sjá á blaðamannafundi hinna 2 fýldu, sem og að ekkert var gert í að leiðrétta "misskilning" erlendra fréttastofa fyrr en alltof seint. Eitthvað sem forsetinn er að rúlla upp einn og þá núna með Evu Joly. Það lýgur enginn að mér að pr - menn stjórnvalda hafi ekki vitað að þeim möguleika að forsetinn færi eftir vilja þjóðarinnar, og hefðu þá átt að vera löngu búnir að setja erlendar fréttastofur inn í málið og hvað sú ákvörðun forsetann myndi þýða í raun. Þetta hefði mátt endurtaka til áminningar daginn fyrir úrskurðinn. Þeir kusu að gera ekkert. Það minnsta sem stjórnvöld geta gert ef þau vilja að þjóðin trúi þeim, er að láta þetta "fagfólk" í almannatengslum fjúka fyrir óhæfi. Lygar um að allt hafi verið í góðu á að láta þau standa við opinberlega. Á Sky News var sama fréttin af vondu Íslendingunum keyrð á hálftíma fresti í amk. sólarhring. Ekki hef ég séð neitt annað um málið þaðan. Miðað við Þórðargleðina í herbúðum stjórnarsinna og stjórnvalda af neikvæðu fréttunum sem ma. má lesa um í viðtali við Össur, og því sem Jóhanna og Steingrímur láta frá sér, hlýtur sjokkið að verða því meira þegar hlutirnir virðast vera á mun betri leið en við mátti búast. Það er ekki ríkisstjórninni að þakka.
Heyrði þann "vandaða" ritstjóra Reyni Traustason vera að hrauna yfir þessa ákvörðun forsetans og fullyrti að allir vissu að þjóðin skuldaði allt sem Icesave reikningur Breta og Hollendinga hljóðar. Það væri tómt rugl og lygi að einhver vafi væri á því. Er nema von að manni þykir eins og stjórnvöld og stjórnarsinnar eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna Breta og Hollendinga?
Kveðja frá suð/vesturhorninu flughála.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 23:33
Blessuð Elle.
Við höfum svo sem rætt þetta áður, en ástandið á Íslandi er frávik frá normi, það er venjan að hægri menn standi fyrri sáttinni við "alþjóðasamfélagið". Veit aðeins um forseta í Bólivíu sem sveik eins og Steingrímur.
Og skattahækkanir eru ekki til að ná stjórn yfir efnahagnum, þær eru tæki til að blóðmjólka almenning, svo hægt sé að greiða sem mest til erlendra lánadrottna.
AGS/ICEsave pakkin er birtingarmynd alþjóðlegs auðvalds sem er langt kominn með að fyrirkoma mannkyninu. Og hann er sama ógnin við atvinnurekendur, sem og verkalýð.
Og af hverju er ég að skipta mér af þessari söguskoðun Elle, er vanur að láta skoðanir fólks í friði í þessu stríði, einbeiti mér að sameiginlegum flötum??
Jú, ef þú þekkir ekki andstæðing þinn, þá tapar þú stríðinu.
Og ICEsave stríðið er angi af sammannlegu stríði sem er að brjótast út. Fólk sættir sig ekki mikið lengur við þennan skrípakapítalisma auðmanna sem engu eira, og allt eyðileggja í græðgi sinni og siðvillu.
Og það er ekki bara sú hætta að ef andstæðingum okkar tekst að telja okkur í trú um að þetta sé vinstri/hægri deila, sem ég óttast, AGS pakkinn sem kemur á eftir er ennþá hættulegri.
Og leikstjórnandinn sem stýrir atburðarrásinni er einhvers staðar staðsettur í klíkunni hjá viðskiptaráði, sem er ekki sósíalísk stofnun.
Og ef við skiljum ekki þá krafta sem vilja okkur í hel koma, þá lendir ennþá þyngri barátta á börnum okkar Elle.
Og svo að lokum lokum, fyrirfram skoðanir á gjörðum andstæðingsins, er vís leið til að tapa rökræðum. Okkur nægir að vita að þetta eru allt asnar Guðjón, sagði Einar Kára.
Ég held mig við það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2010 kl. 00:06
Blessaður Guðmundur.
Ég átti pistil um geðshræringar í gær. Þá færði ég rök fyrir því að aðförin að forsetanum hefði verið skipulögð. Vörn ríkisstjórnarinnar fólst í því að tala um skaða, og um að lágmarka skaðann.
Og til að sýna fram á þennan skaða, þá var það aðeins gert sem jók skaðann. Ég fer ekki ofan af því að Fitch hafi verið pantaður.
Og menn vilja þennan samning með góðu eða illu. Þeir vilja ekki betri samning. Af hverju????
En málið er miklu flóknara en Steingrímur og Jóhanna. Hvernig útskýrir þú síamstvíburana Vilhjálm/Gylfa. Eða mest allt háskólasamfélagið????? Eða þögn rithöfunda og listamanna????
Þursinn sem við er að eiga er marghöfða, það eitt er víst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2010 kl. 00:13
Já, hann Guðjón er kominn alftur inn í Íslandssöguna. :) En eins og Guðmundur sagði að ofan, held ég líka að EVA JOLY sé betri enn allir hinir til samans sem hafa komið að Icesave málinu. Og ég skrifaði í annarri síðu að skipta mætti báðum stjórnarflokkunum út fyrir EVA JOLY einni. Þau djöflast bara fyrir Icesave endalaust og hrokaveldin endalaust og níða niður björgunarstarf forsetans.
Elle_, 8.1.2010 kl. 00:29
Blessuð Elle.
Já hann Guðjón er víða.
Og ef þig vantar vinnu, þá myndi ég mæla með þér sem hægri hönd Joly.
Kveðja og góða nótt.
Ómar.
Ómar Geirsson, 8.1.2010 kl. 00:42
Sæll Ómar. Þú ert enn á ný glöggur á kjarnann:
"Og ICEsave stríðið er angi af sammannlegu stríði sem er að brjótast út. Fólk sættir sig ekki mikið lengur við þennan skrípakapítalisma auðmanna sem engu eira, og allt eyðileggja í græðgi sinni og siðvillu.
Og það er ekki bara sú hætta að ef andstæðingum okkar tekst að telja okkur í trú um að þetta sé vinstri/hægri deila, sem ég óttast, AGS pakkinn sem kemur á eftir er ennþá hættulegri."
Mér datt í hug að þú hefðir kannski gaman að hlusta á Ezra Pound flytja hið magnaða ljóð: Canto XLV: With Usura (Með fjárplógi/græðgi). Ef þú "googlar" Ezra Pound veldu þá "myndskeiðsniðurstöður ezra pound" og þar geturðu heyrt flutninginn. Karlinn, all veðurbarinn í lífsins ólgusjó, eftir margra ára svakaleg átök við að brjóta niður stríðs-kapítalismann og yrkja meir en flestir aðrir og svona í frjamhjáhlaupi að koma The Waste Land -sem T.S.Eliot var að bauka með- í viðunandi horf og að redda líka James Joyce í hjáverkum. Og ef honum fannst ekkert að gera þá hellti hann sér í hagfræðipælingar (hann klikkaði reyndar aðeins á Mussolini um stund, enda vitum við það, bara með okkar 4-flokka að atvinnu-pólitíkusa-klíkurnar eru oft djöflinum betri í að blekkja næmar sálir...amk. um stund).
Alla vega skulum við vona að nú fari hið venjulega fólk út um allan heim -sem er búið að marg-okra á og stökkbreyta mas. okrinu á það- að segja græðgis-kapítalismana fjármálastofnana og ríkis-kapítalisma ríkisbubbanna (4-flokka pólitíkusanna) sem dansa hóflausan spillingardansinn með og vilja nú dempa Icesave og líka rannsóknarskýrsluna. Þegar kemur að 1. febrúar, kemur enn ein vaktin. Það er eitthvað bogið við samfélagsgerð þar sem almenningi finnst að valdastofnanir séu andstæðingar. Til hvers í fjandanum eru þá þessar valdastofnanir margar hverjar? Þvælast bara fyrir og ljúga með skinhelgum svip, þó meikið sé nú farið að leka niður og gera ásjónur þeirra svaka mellu-legar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 03:11
Takk Pétur.
Kíki á kallinn við tækifæri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.1.2010 kl. 08:50
Og ef þig vantar vinnu, þá myndi ég mæla með þér sem hægri hönd Joly.
Ómar, það sem þú sagðir þarna var kannski mesti heiður sem ég hef hlotið. Og jú, vantar kannski vinnu. Nú hef ég verið svo upptekin við að skipta mér af í útlöndum að ég hef vanrækt að lesa ykkar frábæru pistla fyrr en of seint. Og svo hef ég verið að vinna við alla linkana sem eru nú komnir undir pistlinn um forsetann og það var mikil vinna að hafa það skipulagt, vakti langt fram á nótt. Nú bæti ég úr lestrinum. Þið eruð bara svo fjandi duglegir að ég komin langt aftur úr, hjálp. -_-
Elle_, 9.1.2010 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.