6.1.2010 | 13:56
Nei, Sigmundur. Við spörum okkur auglýsingakostnað á meðan.
Sjáið hana Britney, aldrei selt eins mikið af plötum.
En þjóð sem hefur ríkisstjórn, sem lýtur öðrum þjóðhöfðingja en sínum eigin, hún á engan orðstír til að verja. Og orðstír þarf að vera til staðar, áður en hann er varinn.
Þess vegna er það þitt eina verk í dag að vinna að framgangi þjóðarhags. Og hér verður enginn hagur og hagsæld, fyrr en þessi stjórn er farinn.
Þess vegna er þitt hlutverk að fella ICEsave, fella ríkisstjórnina, og koma AGS úr landi.
Aflabrögð eru góð, tekjur af ferðamönnum eru miklar, álið selst vel þessa daganna.
Aðeins efnahagsstefna AGS heldur aftur af efnahagsbatanum.
Gleymum því ekki sem hollenski prófessorinn sagði í morgun.
"Fullyrðingar í fjölmiðlum um að Ísland verði útskúfað frá fjármálamörkuðum ef það tekur ekki á sig þessa skuldabyrði eru fjarstæða. Þvert á móti myndi skuldafjallið og skattahækkanirnar sem þær myndu kalla á fæla á brott erlenda fjárfesta".
Þeir sem átta sig ekki á þessu einfalda orsakasamhengi að óbærilegar skuldir eyðileggja efnahag, þeir hafa ekkert með landsstjórn að gera.
Og þetta veit íslenska þjóðin.
Þeir sem díla héðan af við Samfylkinguna, þeir grafa þar með sína eigin gröf. Þetta er eins og deita holdsveika og enda alltaf á frönskum kossi.
Aðeins stundarhagur sem endar með martröð.
Kveðja að austan.
Neikvæð umræða hentar ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það þíðir lítið að vilja fella og fella ef þú veist ekki hvað á að koma í staðinn.
eða veistu það ?????????
finnst þetta kjaftæði snúast um einhverja flokka ég um mig frá,,,,,,,,, það er þráttað hér um allt og ekkert en hvernig væri að standa saman eins og hér áður fyrr.
Sigurður Helgason, 6.1.2010 kl. 14:52
Blessaður Sigurður.
Ekki veit ég um þig. Tel það samt öruggt að þú hafir ekki tjáð þig um það á bloggi þínu.
En það hef ég gert, margoft og ítarlega.
Ég hef lagt það á mig að skrifa greinarpistla um "björgun " Argentínu úr klónum heimskunnar, og ég hef lagt það á mig að lesa, og endurvarpa skoðunum hagfræðinga, sem ítrekað hafa bent okkur á heimsku núverandi stjórnarstefnu.
Og ef þú hefur verið á sjónum í gamla dag, þá veist þú, að þó skipstjóri ráði miklu, þá nær hann aldrei samstöðu meðal áhafnar að sökkva bátnum, þar liggja hans takmörk.
Nema náttúrlega hjá Ketil skræk, sem ólmur vildi algjöra samstöðu um hin endanlegu endalok.
En hann var ekki í lagi, blessaður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.