6.1.2010 | 12:16
Hver mútaði þér Paul Fitch???
Heldur þú að þið hjá Fitch geti endalaust blekkt fjármálamenn heimsins.
Þið gáfuð Íslensku bönkunum toppeinkunn, nokkrum mánuðum fyrir Hrun. Sem og Lehmans bræðrum og fleiri fallitum. Heimska sem kostaði milljónir, milljónir og milljarða til.
Núna tilkynnið þið lækkun á lánhæfnismati íslenska ríkisins.
Af hverju??? Hvað breyttist í gær?????
Jú, forseti landsins lýsti því yfir að núverandi ICEsave frumvarp hvíldi á of veikum grunni til að hann skrifaði undir það. Hann afnam ekki frumvarpið, töfin var aðeins tveir mánuðir, í viðbót við þá 12 mánuði sem þessi deila hefur þegar tekið. Og það veit enginn hvernig úrslit þjóðaratkvæðisgreiðslunnar verður (jú, ég veit það, en ekki þú).
Og ekki komu í millitíðinni alvarlegar fréttir af íslenskum útflutningi, og vöruskiptajöfnuði, hann var 6,3 milljarðar í nóvember. Og ekki var íslenska ríkið að taka lán sem það getur ekki greitt til baka.
Hverjar eru þá forsendur þínar fyrir þessum orðum sínum???
Á heimsíðu fyrirtækis þíns, kemur hvergi fram að það sé deild í breska fjármálaráðuneytinu. Þannig að ekki ert þú í vinnu hjá bretunum?????
Og bretar eru vanir að fá sitt fram með hótunum og kúgunum, þannig að ekki hafa þeir borgað þér.
Eftir stendur sú spurning, hver pantaði þetta ruslmat þitt????'
Hvaða íslenskur aðili gerði það???????
Þó enginn taki mark á þér, fyrir utan nokkra vitgranna fréttamenn, þá er samt gaman að fá að vita hver stundar slíka moldvörpustarfsemi gagnvart þjóð sinni og forseta.
Ég skal gefa þér kaffi og kleinur ef þú upplýsir mig um það.
Það er þó heiðarlega aflað.
Kveðja að austan.
Breyting til batnaðar ekki útilokuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 346
- Sl. sólarhring: 759
- Sl. viku: 6077
- Frá upphafi: 1399245
Annað
- Innlit í dag: 293
- Innlit sl. viku: 5148
- Gestir í dag: 275
- IP-tölur í dag: 273
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill Ómar - hverju orði sannara.
Það er ekkert að marka þessi fyrirtæki - ekki frekar en þessar blessuðu greiningardeildir bankanna - sem enn virðast vera á lífi - og ég fæ alltaf flökurkennd þegar þær tala !!!
Sigurður Sigurðsson, 6.1.2010 kl. 13:03
Þú þarft ekki að bjóða upp á kaffi og kleinu.
Það er AGS og ESB sem standa saman í þessu máli, öllum til hagsbóta, nema Íslensku þjóðinni.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 13:24
Blessaður Sigurður, og takk fyrir.
Nei, það tekur enginn mark á þeim lengur. Þeir sem eiga peninga fara eftir sínu mati á aðstæðum.
En pólitíkin er svo augljós, að það er hreint út hlægilegt að horfa upp á misbeitingu matsfyrirtækjanna gegn forsetaembættunum. Og hún kom svo snöggt, að tölvuskeyti eftir á, skýrir ekki þann hraða.
Þessi pöntun hefur legið fyrir, svona just in keis ef Ólafur þyrði að fara gegn sínum gömlu félögum.
Og það væri gaman að sjá nafn þess sem skrifaði undir þá pöntun. Spurning hvort ég bjóði manninum ekki líka hákarl á eftir ef hann upplýsir málið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 13:33
Blessaður V.
Þó ég sé með stóran haus og víðnemann huga, þá næ ég þér ekki alveg.
Ertu viss um að þú sért í réttum þræði??'
Því hvernig getur það verið öllum til hagsbóta að AGS/EBS panti rusl frá Fitch.
Ég fatta að þetta stuðlar, en það er eina samhengið sem ég sé.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 13:36
Svona matsfyrirtæki virkar eins og spákelling í cirkustjaldi. Það sem er ótrúlegt er að fólk tekur spádómanna alvarlega...Nú vantar bara að tilkynna að íslendingar vilji ekki vera með í ESB.....
Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 13:46
Blessaður Óskar.
Framkoma Evrópusambandsins er að bólusetja íslensku þjóðina næstu 50 árin gegn þeirri inngöngu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 15:29
Er ekkert hægt að bólusetja þessa Ríkisstjórn svo hún viti hvað hún á að gera? Þvílíkt ráðaleysi...
Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 16:42
Blessaður Óskar.
Jú, það er hægt, kallast andstaða og síðan mun óttinn við algjöra útskúfun úr íslenskri pólitík, sjá um restina.
Þetta lagast, en þá þarf að hindra samninga um silkihlekki, þar er ennþá langt í land.
En við tökum þá baráttu líka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 17:53
Líst vel á svona afstöðu Ómar. Maður svitnar bara af skelfingu að sjá Steingrím og Jóhönnu við stýrið. Þetta er eins og að horfa á einhvern keyra bíl á skallanum og meiga svo ekkert gera! Alveg hroðalegt fólk þetta...
Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.